Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006
Fréttir DV
Nakin mótmæli
gegn nekt
Nakið fólk úti á götu er það
sem maður getur vænst að sjá í
bænum Brattleboro í Bandaríkj-
unum. Þetta „nakta æði" hófst í
sumar þegar ung kona klæddi sig
úr öllu í hitanum og settist á næsta
bekk. Brátt tók fleiri sig til og innan
skamms varð ekki þverfótað fyrir
nöktu fólki. Bæjaryfirvöld fengu
nóg og skipuðu lögreglunni að
gera eitthvað í málinu. Þegar það
spurðist út íjölgaði nöktum tölu-
vert á götum bæjarins, ekki vegna
hitans, heldur til að mótmæla því
að fá ekki að ganga um göturnar
án klæða.
Skrifborð Hitlers
til sölu
Skrifborð og hæg-
indastóll úr lúxusíbúð
Hitlers í Múnchen eru
til sölu og reiknað er
með að um 60 milljón-
ir króna fáist fýrir. Það
er uppboðshald-
arinn Minas Kat-
chadorian sem
býður þessa gripi
upp. Hann seg-
ir að um einka-
uppboð sé að ræða og hugsanlega
muni borðið og stóllinn enda á
safni ef enginn kaupir þau. Banda-
ríski herinn lagði hald á húsgögnin
í lok ársins 1945 og síðan voru þau
seld á uppboði á vegum hersins í
upphafi áttunda áratugarins ásamt
ýmsum öðrum munum sem her-
inn hafði gert upptæka í stríðinu.
Lögmaðurseldi
mellur
Lögmað-
urinn Davy
Tang, tveggja
barna fað-
ir í London,
var nýlega
dæmdur í
eins árs fang-
elsi fyrir að
gera út mellur á netinu. Hann var
jafnframt sviptur lögmannsrétt-
indum. Mun Davy hafa þénað allt
að 2 milljónum á viku á stúlkun-
um. Uppáhaldið hans, „Sonia",
skaffaði honum 70 þúsund kr. á
tveimur dögum og tekjurnar af
„Madelaine" námu 200 þúsund-
um á viku. Á fjórum árum er tal-
ið að tekjur Davys af mellunum
hafi numið um 65 milljónum kr.
Hann keypti hús í Surrey og þar
fyrir utan voru Porsche, Benz og
BMWbílar.
Ópíumframleiðslan í Afganistan hefur aldrei verið meiri en í ár. Bandarikjamenn súpa
nú seyðið af þvi að hafa átt samvinnu við helstu eiturlyfjakónga landsins við að koma
talíbönum frá völdum. Að sögn Antonio Maria Costa yfirmanns Glæpa- og eiturlyfja-
skrifstofu Sameinuðu þjóðanna hefur ópíumframleiðslan aukist um 50% í Afganistan
frá því i fyrra.
Valmúaakur
Valmúaræktin í
Afganistan hefur aukist
um 50% frá því i fyrra.
Afganistan erstærsti framleiðandi á ópíum í heiminum og
talið er að um 35% landsframleiðslunnar þar séu ópíumsala.
Aukningin nú kemur einkum frá suðurhéruðum landsins þar
sem talíbanar hafa aukið árásirsínar að undanförnu.
Sameinuðu þjóðirnar segja að tölurnar um ópíumframleiðsluna
séu ógnvænlegar og mjög slæmar fréttir þar sem afganska stjórnin
og alþjóðlegir samstarfsaðilar hennar hafa eytt tugmilljónum á tug-
milljónir ofan til að reyna að draga úr framleiðslunni undanfarin ár.
Það er endurkoma talíbanskra uppreisnarmanna í suðurhluta
landsins sem talin er orsök hinnar miklu aukningar. Þeir hvetja nú
bændur til að framleiða valmúa eða ópíum sem aldrei fyrr.
segja að það sé farið úr böndunum,"
segir Maria Costa. Forseti Afganist-
an, Hamid Karzai, lýsti yflr vonbrigð-
um sínum með framangreindar tölur
og hvatti jafnframt alþjóðasamfélag-
ið til að veita meira fjármagni til að
byggja upp her og lögreglu lands-
ins. Stjórn Bush hefur gert eyðingu
ópíumakranna að einu höfuðmark-
miði sínu í Afganistan og hún gagn-
rýnir Karzai fyrir að gera ekki meir
til að standa í hárinu á dópkóngum
Á fréttamannafundi sem Anton-
io Maria Costa hélt um málið í vik-
unni og greint var frá í The New York
Times kom meðal annars fram að
ópíumuppskeran verður 6.100 tonn
í ár sem er 30% umfram heimsneysl-
una. Það er því augljós hætta á að
ódýrt heróín flæði yfir alla helstu
dópmarkaði heimsins.
Stjórnlaust
„Ástandið er mjög slæmt, það má
ópíumframleiðslunni. Gerspilltir
héraðsstjórar eiga þar einnig hlut að
máli. Costa tekur sem dæmi íyrrver-
andi héraðsstjóra í Helmand-héraði,
Sher Muhammad Akhund, en hann
hvatti bændur undir sinni stjórn til
að rækta meira ópíum mánuðina
áður en honum var vikið úr embætti.
„Það eru sannanir fyrir því að hann
hafi beitt bændur miklum þrýstingi
til að auka framleiðslu sína," seg-
ir Costa en framleiðslan jókst um
160% í þessu héraði ffá fýrra ári. Þá
var Costa einnig harðorður í garð
stjórnvalda í Afganistan vegna þess
að Sher Muhammad Akhund fékk
sæti í efri deild afganska þingsins
um leið og honum hafði verið bolað
úr embætti héraðsstjóra.
þeim sem standa að framleiðslunni.
35% landsframleiðslu er ópíum
Afganistan er stærstí framleið-
andi á ópíum í heiminum og talið er
að um 35% landsframleiðslunnar þar
séu ópíumsala. Aukningin nú kemur
einkum frá suðurhéruðum landsins
þar sem talíbanar hafa aukið árás-
ir sínar að undanförnu. „Suðurhluti
landsins er við það að hrynja saman
með aukningu í eiturlyfjasölu, upp-
reisn og hryðjuverkum, glæpum og
spillingu," segir Costa. „Við sjáum
bein tengsl á milli aukinnar starf-
semi uppreisnarmanna og aukning-
ar á ópíumframleiðslunni."
Ekki bara talíbanar
En það eru ekki bara talíban-
ar sem eiga sök á aukningunni í
Ódýrt heróín
Sökum mikillar
ópfumframleiðslu I
Afganistan má reikna
meðaðódýrt herófn
flæðiyfir dópmarkað-
inalEvrópuogAslu.
Þjónustustúlka á Applebee-grillinu í Kansas datt í lukkupottinn
Rændu rangan
strák
Fékk 700.000 krónur í þjórfé
Þrír 17 ára ræningjar í Ham-
borg enduðu á sjúkra-
húsi eftir að hafa reynt íp)
að stela farsíma
af jafnaldra sín- V/ \ \
um. „Fórnarlambið" JpiC
reyndist vera Þýska- < \.
landsmeistari ungl- ~r
inga í kick-boxi og -■*
karate og var að tala við
bróður sinn í símann þegar þre-
menningarnir réðust að honum.
Hann var ekki á því að láta símann
og enduðu samskiptin með því
að ræningjarnir lágu lemstraðir
á götunni en karatekappinn hélt
sína leið, enn að tala við bróður
sinn í símann.
Kúnninn fékk sér málsverð fyrir
1500 krónur en hann var svo ánægð-
ur með þjónustuna að hann gaf
þjónustustúlkunni 700.000 krónur í
þjórfé. Þetta áttí sér stað á Applebee
Bar and Grill í Kansas í Bandaríkjun-
um. Stúlkan, Cindy Kienows, var að
sjálfsögðu ánægð með þetta en um
var að ræða fastagest á staðnum.
„Hann er vanur að skrifa undir
reikinginn sinn og snúa honum svo
á hvolf," segir Cindy Kienows. „En í
þetta skipti lagði hann reikninginn
niður með framhliðina upp og sagði:
„Ég vil að þú vitir að þetta er ekki
brandari." Algengt þjórfé í Banda-
ríkjunum er um 15% en í þessu tíl-
viki var það 38.000%.
Viðkomandi kúnni er annars
þekktur á Applebee fýrir að vera ör-
látur á þjórfé. Hins vegar varð Cindy
fyrir töluverðu áfalli þegar hún sá
upphæðina sem kúnninn vildi að
hún settí á kortið hans. „Ég varð
stjörf og vissi ekki hvað ég átti að
segja. Hann sagði hins vegar róleg-
ur að ég ættí að kaupa mér eitthvað
fallegt fýrir upphæðina," segir Cindy.
„Ég hef þjónað honum til borðs í ein
þrjú ár og við höfum oft rætt saman
yfir barborðið. Hann er verulega við-
kunnanlegur maður."
Rhodri McNee, eigandi Applebee,
segir að Cindy sé vel að þessu þjórfé
komin. „Hún hefur unnið hjá okkur
í átta ár og er duglegur starfsmaður
sem vinnur sína vinnu af alúð," seg-
ir McNee.