Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 Fréttir DV Hin 53 ára gamla Hellen Kolbrún Condit er svokallað „ástandsbarn“. Hún er dóttir ís- lenskrar konu og bandarísks hermanns sem hún þekkti ekki. Hún segir óöryggi, brotna sjálfsmynd og rótleysi hafa einkennt æsku sína og kennir þar um föðurleysi. Herstöðin í Keflavík Faðir Hellenar Kolbrúnar Condit var hermaður í bandarlska hernum á Islandi um tíma og skildi „Astandsbarn með ör á sálinni eftir höfnun bandarísks fóður Rúmlega fimmtíu ára saga banda- ríska hersins á íslandi líður undir lok í byrjun næsta mánuðar. Áhrifa hers- ins og hermanna hans hefur gætt víða í íslensku þjóðfélagi en þó ekki síst hjá þeim fjölmörgu einstakling- um sem áttu þessa hermenn fyrir feður. í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins mátti lesa bréf frá Hellen Kol- brúnu Condit, 53 ára gamalli ís- lenskri konu í Stokkhólmi, sem hún kallaði „Hugleiðingar ástandsbarns". Þar skrifaði Hellen um þá upplifun sína að eiga föður sem var banda- rískur hermaður og hún vissi ekki lengi vel hver hann var. DV ræddi við hana og fékk söguna alla - beint íæð. Hellen Kolbrún Condit var fædd í aprílmánuði 1953. Hún var dóttir íslenskrar konu og bandarísks her- manns með eftirnafnið Condit, sem gegndi herskyldu hér á þessum tíma. Hellen sagði að móðir hennar og fað- ir hefðu verið saman í nokkra mán- uði áður en hún varð ólétt og hald- ið góðu sambandi á meðgöngunni. Hann var hins vegar kallaður til Kór- eu áður en Hellen Kolbrún fæddist en hélt sambandi við móður hennar fyrstu þrjá mánuðina eftir fæðingu. Eftir það spurðist ekkert til hans, allt þar til dag einn árið 1991 þegar Hellen fékk bréf ffá honum. Nafnskírteinið opinberun Hellen sagðist fyrst hafa áttað sig á því að íslenskur faðir henn- ar væri í raun stjúpi hennar en ekki faðir þegar hún var sex ára gömul. Þetta byrjaði á því að börnin í göt- unni hjá okkur byrjuðu að hvísla sín á milli að faðir minn væri ekki raun- verulegur faðir minn og ég byrjaði að heyra ýmislegt um föður minn. Það vildi hins vegar enginn tala um þetta við mig enda viðkvæmt mál," sagði Hellen og bætir við að sönnunin hafi komið ff am þegar hún var um 11 ára gömul og fékk afhent nafnskírteini. „Þá sá ég nafnið Condit fyrir aftan nafnið mitt og var ekki ánægð með það. Ég vildi heita íslensku nafni en þetta var ættarnafn föður míns. Ég spurði móður mín út í þetta en hún vildi lítið um þetta ræða. Mér fannst ég þurfa að draga hvert einasta orð upp úr henni um þetta og það var augljóst að hún skammaðist sín mik- ið fyrir þetta. Henni var kennt um að hún stóð uppi sem einstæð móðir og skömm hennar hafði mjög slæm áhrif á mig. Ég held að hún haf! ver- ið barnaleg og haldið að þau myndu giftast en hann var kallaður til Kóreu og eftir það var ekkert samband." Einelti og rótleysi Hellen segist hafa upplifað að mörgu leyti mjög erfiða æsku vegna föðurleysis og þeirrar smánar að vera „ástandsbarn". „Þetta skapaði einhvers konar utangarðsmennsku hjá mér. Ég átti erfitt með að finna mig og vissi í raun og veru ekki hvort ég væri íslendingur eða Banda- ríkjamaður. Þetta fylgir manni svo- lítið alla tíð enda er ekki óvanalegt að stríðsbörn verði rótlaus. Það átti við um mig og þegar ég lft til baka þá skorti mig staðfestu. Ég var allt- af fljót að gefast upp á hlutum sem gengu ekki alveg upp frá byrjun og það hjálpaði ekki til að ég lenti í ein- elti vegna föður míns. Sjálfstraustið var í molum og sjálfsmyndin var ekki sterk. Feður eru mikilvægari en þeir halda og mér finnst þeir oft á tíðum vanmeta mátt sinn gagnvart börn- um. 1 dag hef ég auðvitað þroskast en þetta er samt eitthvað sem fylgir manni alla ævi." Leitið og þér munið finna Það var á unglingsárunum sem Hellen fór fyrst að huga að því að hafa uppi á föður sínum. „Ég byrj- aði á því að fara í bandaríska sendi- ráðið en það var litla hjálp að fá þar. Mér var eingöngu tjáð að þar væri ekki starfrækt nein leitarþjónusta. Ég fór líka í Tryggingastofnun þar sem ég vissi að mamma fengi með- lag frá þeim og reiknaði þá með að það væri innheimt á mótí af honum og þannig væru þeir með upplýsing- ar um föður minn. Það reyndist hins vegar ekki vera því samkvæmt lögum í hverju landi þar sem Bandaríkja- menn voru með herstöð þá sluppu bandarískir hermenn við að borga meðlög. fslenska ríkið bar ábyrgð á börnum hermanna sem hlýtur að vera brot á réttindum barna," sagði Hellen. Leit hennar hélt áfram og hún hafði samband við flotastöðina í Keflavík til að fá upplýsingar um föð- ur sinn. Það reyndist hins vegar ekki vera hægt þar sem allar upplýsing- ar um hermenn voru trúnaðarupp- lýsingar á þeim tíma. Hellen fluttí til Svíþjóðar árið 1983 og það var ekki fyrr en átta árum seinna sem hún datt í lukkupottinn. Frænka hennar, sem var á ferðalagi í Bandaríkjunum, hittí konu sem var gift bandarískum hermanni sem hafði verið á fslandi á sama tíma og faðir hennar. Hermað- urinn fann síðar föður hennar. í málaferlum viö föður sinn „Hann tók mér afar vel í fyrstu. Hann svaraði fýrsta bréfi mínu svo hlýlega að ég hringdi í hann og við töluðum lengi saman. Ég hef hins vegar aldrei hitt hann og hann lýsti því yfir að hann vildi ekkert hafa sam- an við mig að sælda þegar fjölskylda hans komst að þessu. Hann hafði aldrei skrifað undir neina pappíra upp á það að hann væri faðir minn og þess vegna fór ég í mál við hann til að hann myndi viðurkenna mig sem dóttur sína. Hann neitaði að taka þátt í málaferlunum og mættí aldrei til Svíþjóðar. Það var þó svo að hann var dæmdur tíl að viðurkenna að hann væri faðir minn en málaferlin tóku fleiri ár," sagði Hellen. Aðspurð hvort málaferlin hafi ekki reynt á móður hennar sagði Hellen svo vera en hún hafi þó staðið eins og klettur við hlið hennar og látíð sig hafa það að rifja þetta allt saman upp. Er sama um hann Hellen sagðist ekki vera svekkt Handrit og Bandaríkjaheimsókn Hellen er menntaskóla- kennari í sögu og sálfræði en tók sér ársfrí í vetur til að læra ensku. Hún er með hand- rit að skáldsögu klárt en það fjallar um leit hennar að föður sínum. „Ég vildi hafa þetta skáldsögu enda er tæpt á við- kvæmum hlutum í þessari sögu. Ég hef hins vegar ekki enn fund- ið útgefanda," sagðiHellensem stefnir að því að gefa hana út bæði á íslensku og sænsku. Aðspurð um yflr því í dag að ekkert samband væri á milli hennar og föður henn- ar. „Vissulega var þetta sárt þegar ég var yngri en það grær þegar maður eldist. í dag upplifi ég mig þannig að mér er sama um hann. Eg finn ekki tíl neinnar sérstakrar reiði gagnvart honum. Það verður hins vegar allt- af ör á sálinni og það hverfur ekki," sagði Hellen og bendir á að hún hafi hreinlega ekki passað inn í líf hans þegar hún dúkkaði upp. „Hann kemur frá íhaldssamri kristinni fjölskyldu og það passaði ekki inn í fjölskyldumyndina að hann ættí barn sem hann sinntí ekki. Það má eiginlega segja að ég hafi komið upp um leyndarmál þegar ég birtist og það var heilmikil dramatík. Ég er hins vegar fegin því að hafa fundið hann því þannig hef ég náð að fýlla upp í tómarúm sem annars hefði myndast í föðurættínni. Það sem er samt sorglegast við þetta allt sam- an er að svona lagað hefur áhrif á fleiri kynslóðir. Börnin mín munu tíl dæmis aldrei kynnast afa sínum og fjölskyldu hans," sagði Hellen sem á tvö upp- komin börn. „í dag upplifi ég mig þannig að mér ersama um hann. Ég finn ekki til neinnar sérstakrar reiði gagnvart honum. Það verður hins veg- ar alltaför á sálinni og það hverfur ekkií' hvort fleiri heimsóknir tíl Banda- ríkjanna séu á döfinni sagði Hellen svo vera. „Ég hef ekki gefið upp alla von um að kynnast föðurfjölskyldu minni. Ég ætla mér að fara til Banda- ríkjanna, auglýsa eftir ættingjum mínum og reyna að komast í sam- band við þá. Það verður síð- an bara að koma í ljós hvemig það gengur." oskar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.