Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Page 32
52 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006
Helgin DV
Pétur Jóhann Sigfússon þykir langfyndnastur af öllum íslenskum karlmönnum. Pétur Jóhann er þakklátur
og auðmjúkur yfir titlinum. Hann segist alls ekki alltaf hafa verið fyndinn og farið með veggjum í skóla. Gömlu
skólafélagarnir séu því hissa á þeirri leið sem hann hafi valið sér.
„Ég veit ekki hvað ég á að segja,"
segir Pétur Jóhann Sigfússon sem
er fyndnasti karlmaður íslands að
mati álitsgjafa DV. Pétur Jóhann seg-
ist ekki geta annað en verið ánægð-
ur með titilinn. „Ég er þakklátur og
auðmjúkur," segir Pétur Jóhann sem
var valinn fyndnasti maður fslands
árið 1999 og er því ánægður með að
vera aftur kominn með titilinn þótt
keppnin sé önnur.
Margir af álitsgjöfunum sem til-
nefndu Pétur sögðu hann hafa útlit
grínarans, hann þyrfti varla að opna
munninn til að vera fyndinn. Pétur
segir eflaust eitthvað til í því og tek-
ur undir að hann eigi auðvelt með að
gera grín á eigin kostnað. „Óneitan-
lega verða grínarar að geta gert grín
að sjálfum sér en þó ekki of mikið
því það er sú leið sem flestír grínar-
ar fara. Það er alltaf nauðsynlegt að
hafa húmor fyrir sjálfum sér, ekkert
bara í þessum bransa heldur í lífinu
sjálfu."
Fær útrás með gríni
Pétur Jóhann hafði stúderað
„stand-up" formið áður en hann
skellti sér í keppnina um árið en hafði
að öðru leytí enga reynslu af gríni.
„Þetta listform er mjög skemmtilegt
og ég var alveg heillaður af því og
er ennþá," segir hann en bætír við
að hann hafi aldrei ímyndað sér að
hann ætti eftir að ná svo langt sem
raun er vitni.
„Ég fór bara í þetta til að fá útrás
fyrir það sem ég var að hugsa dags-
daglega," segir hann og bætír að-
spurður við að hann hafi alls ekki
verið trúðurinn í barnaskóla sem all-
ir hafi hlegið að. „Alls ekki. í raun-
inni held ég að ég hafi frekar ver-
ið gaurinn sem fór með veggjum og
því eru gömlu skólafélagarnir frek-
Pétur Jóhann Sigfússon Segist fá útrás I
grini.
Fórnfús PéturJóhann og félagar hans, þeir Sveppi og Auddi iStrákunum, leggja ýmislegt á sig fyrir grinið. Þeir létu sig hafa það að fá rjómatertur iandlitið á Lækjartorgi - allt iþágu grínsins.
ar hissa á þessu. Ég upplifi allavega
að það hafi farið mjög lítið fyrir mér í
skóla. Ég var ekkert að gaspra of mik-
ið nema þá í lokuðum hópi á meðal
góðra vina."
Ekki alltaf að djóka
Pétur Jóhann segist ekld segja
brandara allan daginn, hann geti al-
veg átt eðlilegar samræður við fólk
án þess að grínast og gantast. „Fólk
ætlast ekki til þess af mér að vera
fyndinn alla daginn þótt það sé alltaf
eitthvert grín á milli eins og eðlilegt
er," segir hann en bætír við að hann
hafi leitast eftír að vera hann sjálf-
ur í þáttunum Strákarnir sem sýndir
voru við mikinn fögnuð á Stöð 2 en
hafa nú runnið sitt skeið.
„í Strákunum reyndi ég eftír
mesta megni að vera ég sjálfur en
óneitanlega fer maður alltaf í ein-
hvern karakter þegar maður kemur í
sjónvarpið, sama hvort það er dags-
daglega eða til að mæta í umræðu-
þátt. Ég held að maður fari ósjálf-
rátt í einhvern hjúp," segir hann og
bætir við að þegar komi að því að
troða upp komi hann sjálfum sér í
J rauninni held ég að
ég hafi frekar verið
gaurinn sem fór með
veggjum og því eru ,
gömlu skólafélagarnir
frekar hissa á þessu"
stuð sama hvernig skapi hann er í þá
stundina. Þetta sé náttúrulega eins
og hver önnur vinna.
Bessi Bjarna í uppáhaldi
Vegna vinnunnar er Pétur Jó-
hann alltaf með hugann við grín-
ið og reynir að bæta sig eins og aðr-
ir í slíku starfi. „Ég er alltaf að hugsa
hvort mögulega sé hægt að nota þá
hluti, sem mæta mér í hinu daglega
lífi, í því sem ég er að gera."
Aðspurður hvaða grínisti hafl haft
mestu áhrifin á hann þegar hann
var lítill nefnir hann Bessa Bjarna-
son. „Ég hafði alltaf gaman af Bessa
heitnum, blessuð sé minning hans.
Ég held að aðalmálið fyrir þá sem
Pétur Jóhann Sigfússon „Ég held að aðaimálið fyrirþá sem ætla að leggja grínið fyrir sig sé
að finna barnið i sjálfum sér og passa sig á því að fara eigin leiðir. Þá blessast þetta allt,“segir
PéturJóhann, fyndnasti maður ístands.
ætla að leggja grínið fyrir sig sé að sig á því að fara eigin leiðir. Þá bless-
finna barnið í sjálfum sér og passa ast þetta allt." indiana@dv.is
„Nobody becomes an unbeaten bishop,
that lies in the eyes upstairs...“
Fátt er skemmtilegra en að heyra fólk fara með íslenska málshætti á rangan hátt og þar kemst enginn með tærnar þar sem
Bibba á Brávallagötunni hefur hælana. En það er líka gaman að heyra fólk snúa íslenskum setningum yfir á ensku, sérstak-
lega ef fólk er ekki með enskuna alveg á hreinu.
Rúsfnan í pylsuendanum: The raisin at the end
ofthe hot-dog.
Nú duga engin vettlingatök: Now there won't
do any mitten-takes.
Ég kem alveg affjöllum: I come completely
fromthemountains.
Þakka þér fyrlr hlýorðí minn garö: Thank you
for warm words into mygarden.
Það gengur allt á afturfótunum: Everything
goes on the back-legs.
Hann er alveg úti að aka: He is completely out
driving.
Það liggur í augum uppi: It lies in the eyes
upstairs.
Hún gafmér undir fótinn: She gave me under
the leg.
Hann stóð d öndinni: He stood on the duck.
Ég kenni i brjósti um hann: I teach in breast of
him.
Áfram með smjöriðl: On with the butter!!!
Ég kem í grænum hvelli: I 'II come in a green
bang.
Stappa stálinu íþá: Stomp steel into them.
Enginn verður óbarinn biskup: Nobody
becomes an unbeaten bishop.
Ég tók hann í bakariið: I took him to the bakery.
Ég mun finna þig í fjöru: I will findyou on a
beach.
Ég skal koma honum fyrir kattarnef: I will put
him before a cats nose.
Ég borga bara með reiðufé: I onlypay with an
angrysheep.
Hann gengur ekki heill til skógar: He does not
watk whole to the forrest.