Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Page 36
56 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 Helgin PV í~ íi 1» ■4 Það var árið 2000 sem Jóhann Jónsson tók við Ostabúðinni á Skólavörðustíg 6. Verslunin hafði þá verið í eigu Osta- og smjörsölunnar í nokkur ár. Jóhann tók til hendinni svo um munaði og áður en fólk vissi af var búðin komin í fremstu röð sælkeraverslana hér á landi og þótt víðar væri leitað. í Ostabúðinni er allt krökkt af kræsingum. Þar er hægt að fá spennandi og ferskhráefni til þess að elda úr þegar heim er kom- ið. Einnig er hægt að snæða þar dýrindis hádegisverð milli klukk- an 11.30 og 13.30 ef mætt er tímanlega, því oftar en ekki myndast biðröð fyrir utan enda opnunartíminn ekki ýkja langur. En búðin er engu að síður opin lengur og þá er hægt að grípa með sér til- búna rétti til að taka með. DV kíkti í heimsókn. Jóhann lærði til kokks á Hótel Holti og vann svo á nokkrum veit- ingastöðum þar til hann tók við eigin rekstri. En áhugi hans á elda- mennsku kviknaði mun fyrr. „Ég var bara pjakkur þegar ég ákvað að ég ætlaði að verða kokkur. Ég var meira og minna í eldhúsinu að fylgjast með mömmu sem er frábær kokkur. Við erum lfka átta systkinin svo það fór drjúgur tími í eldamennskuna". Innflutningur og eigin framleiðsla í Ostabúðinni má finna vör- ur sem flestallar eru fluttar inn frá Suður-Frakklandi. „Ég er ný- farinn að skipta við fyrirtæki þar í landi sem hefur hingað til aðeins framleitt vörur fyrir eigin verslan- ir. En eftir að hafa grenjað í þeim í þrjú ár þá loksins gáfu þeir sig. Þetta eru gæðavörur og biðarinnar virði," segir Jóhann og hlær. Jóhann „Það er gaman að geta sagt að hráefnið sé ekki bara matreitt afokk- ur heldur líka skotið af okkuri' stendur þó ekki aðeins í innflutn- ingi heldur reynir hann að fram- leiða mikið af eigin vörum og er hann orðinn'þekktur fyrir rjóma- ostinn sinn og ýmsar dressingar. Ferskur fiskur og framandi krydd Ferskleiki er Jóhanni ofarlega í huga þegar kemur að eldamennsku og leggur hann mikla áherslu á ferskt grænmeti. „Ef grænmetið er ekki ferskt þykir mér ekki gaman að framreiða rétti. Úrvalið af grænmeti er stöðugt að verða betra og betra hér á landi. Ég er líka orðinn mun kröfuharðari en ég var og ef mér finnst grænmetið ekki gott þá sendi ég það hiklaust til baka." Jóhann er líka ánægður með þann fisk sem er í boði. „Fiskur slær einfaldlega öll önnur hráefni út. Það er mjög Jóhann Jónsson Leggur mikla dherslu á góða þjónustu sem honum þykir fara versnandi hér í borg. ofnbökuðumtómötum,mauk■ uðupeppadew og klettasalati 800 g steinbítur. 3 bufftómatar. 200 gpeppadew. 1 búnt klettasalat. Skerið tómatana Í2sm þykkar sneiðar, kryddið með ólífuollu, timjan, salti og pipar. Bakið I ISmlnútur vi6200°C. Maukið peppadewlð og bætið útíóllfuollu. Veltið steinbltnum upp úr hveitl, pönnusteikið I um það bil 3-5 mlnútur (eftir stærð), kryddið með hvltlauk, salti og pipar. Skreytt með klettasalati og smá ólifuoliu. Sprautið balsamic-glaze eða hindberja-glaze yfir réttinn. Uppskriftin er fyrir fjóra. gaman að elda hann og prófa nýj^ ar aðferðir og ný krydd." En verð- ur Jóhann aldrei uppiskroppa með hugmyndir? „Nei, en ef ég er and- laus þá fletti ég eins og einu blaði, fæ hugmynd og útfæri hana á allt annan hátt". Kóngur á Holtinu Þegar Jóhann fer út að borða verður Sjávarkjallarinn ósjald- an fýrir valinu vegna frumleika matseðilsins. „Svo finnst mér allt- af mjög gaman að fara á Holtið. Þjónustan þar er til mikillar fyr- irmyndar. Mér líður alltaf eins og kóngi þegar ég kem þangað". Tal- ið berst þá að þjónustustörfum almennt. „Þjónustan hefur farið dalandi á veitingastöðum í borg- inni og ástæðan fyrir því er lík- lega mannekla. Þjónustustarfið er kannski ekki það skemmtilegasta og margir eru farnir að leita í önn- ur störf." Eru kúnnarnir ekki bara svona erfiðir? „Skelfllegur kúnni verður hinn skemmtilegasti ef þjón- ustan er í lagi". Trilla og riffill Jóhann ólst upp í Borgarfirði sem þá var hálfgerð sveit. „Eg byrj- aði eins og aðrir að hjálpa til á heimilinu strax á unga aldri. Stóð í eldhúsinu með mömmu og fór að veiða með pabba og bræðrum mínum. Pabbi átti trillu og riffil svo ég komst snemma upp á bragð- ið með að borða ferskt hráefni. Ég stunda enn veiðar og nýti afrakstur veiðinnar í rétti fyrir Ostabúðina og veisluþjónustuna. Það er líka gam- an að geta sagt að hráefnið sé ekki bara matreitt af okkur heldur líka skotið af okkur," segir Jóhann sem nær með þessum hætti að sam- tvinna áhugamál og atvinnu. bergtind@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.