Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Page 42
62 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006
Veiöimál DV
U
Umsjón: Jón Mýrdal (myrdal@dv.is)
Allar ábendingar eru vel þegnar; veiðisögur,
óvænt veiði, hverjir voru hvar við veiðar...
Alltsem við kemur veiðum og veiðimennsku.
Mokveiði í Breiðdalsá
Þann 31. ágúst hófst veiði á spón og maðk í Breiðdalsá og
var þar á ferð hópur spænskra veiðimanna. Fyrsta daginn
komu 49 laxar á land sem er metveiði í ánni á einum degi,
síðan fengust 29 laxar og þá 27. Hafa því yfir 100 laxar veiðst
á fyrstu þremur dögunum. Megnið veiddist á spón og var
þeim löxum flestum sleppt aftur í ána. Fiskur er kominn víða
á vatnasvæðið og er enn að ganga svo það lítur vel út með
framhaldið. Nú eru samtals komnir um 570 laxar á land í
Breiðdalsá sem er svipað og í fyrra en þá endaði áin í rúmlega
800 löxum þrátt fyrir erfið skilyrði í september, svo búast má
við enn meiri veiði nú í mánuðinum ef aðstæður verða í lagi.
Veiðimaður vikunnar að
þessu sinni er enginn annar en
stórveiðimaðurinn og tónlistar-
maðurinn Engilbert Jensen. „Ég
er nýbúinn að fara í Bjarnarfjörð
sem er norðan við Hólmavík, í
Bjarnarfjarðará. Það gekk bara
ansi vel. Ég þurfti aðeins að leita
að bleikjunni. Það endaði með
því að ég þurfti að elta hana
niður í ós en þá náði ég flott-
um bleikjum. Þetta var allt ný-
gengin, silfruð sjóbleikja. Ég hef
ekki farið neitt í vötnin hérna
í kringum Reykjavík í sumar.
Það er alveg ógurlega lítið um
bleikju núna á þessu sumri. Ég
veit það samt að það er allt fullt
af bleikju í Hraunsfjarðarlóninu
og ég ætla mér að kíkja þangað
næstu daga. Svo ætla ég að kíkja
aðeins í Staðarána á Snæfells-
nesi. Kannski maður kíki svo
aðeins í Þingvallavatn. Það lok-
ar fljótlega en það má byrja aft-
ur 20. desember og það er mjög
spennandi. Ég hef náð bleikj-
um þar fýrir jól. Það hefur verið
mjög gaman en ég hef þá veitt í
Skálabrekku."
Frítt að veiða í
Ytri Rangá á
sunnudag og
mánudag
Lax-á og agn.is hafa ákveðið
í samstarfi við landeigendur
við Ytri Rangá að bjóða fólki að
veiða frítt á efri svæðunum í
ánni á sunnudag og mánudag,
10. og 11. september. Svæðin
sem um ræðir eru Heiði/Bjalla-
lækur og Réttarnes. Það hefur
verið ágætiskropp síðustu daga
og í vikunni heyrðum við af
manni sem veiddi þrjá laxa við
Hrólfstaðarhelli sem er einmitt
á veiðisvæði Heiði/Bjallalækj-
ar. Það eina sem menn þurfa að
gera til þess að fá að veiða er að
mæta í veiðiskráningarhúsið að
morgni sunnudags eða mánu-
dags og skrá sig hjá Jóhannesi
veiðieftirlitsmanni til að fá
veiöileyfið og svo í enda dags
verða menn að hitta Jóhannes
og gefa honum skýrslu. Þetta er
því tilvalið tælcifæri fyrir þá sem
vilja kynna sér svæðið og kíkja í
smá sunnudagsrúnt í leiðinni.
Hægtað veiðaí góðrísiluné
fýrir einn dag í særj
Það þarf varla að kynna Stefán Jón Haf-
stein en eins og allir vita er hann ekki
bára stjórnmálamaður, hann er líka einn
af bestu fluguveiðimönnum íslands. Stefán
segir frá kolaveiðum og því hvernig hann
fékk veiðibakteríuna.
Við ákváðum að byrja á að spyrja
Stefán að því hvenær áhuginn á
veiðinni hafi vaknað.
„Sem strákur í Vogunum var ég
svo heppinn að Haukur Óskarsson
rakari bjó í sama raðhúsi og ég og
bauð okkur strákunum sem þar vor-
um vinir að koma niður á höfn að
dorga, honum fannst að við úthverfa-
guttarnir yrðum að kynnast bryggju-
lífinu eins og það var upp á sitt besta
þegar „Gvendur Jóns og ég“ bækurn-
ar voru skrifaðar. Það var farið í Ell-
ingsen sem þá var við Jtliðina á Bæj-
arins bestu og keypt færi með öngli
og beitt hraustlega fýrir kola," segir
Stefán um sínar fyrstu veiðar.
Frændinn kom
veiðibakteríunni í strákinn
„Fyrstu stóru ferðirnar með stöng
og flugu voru með föðurbróður mín-
um og stórveiðimanni Jakobi V. Haf-
stein. Hann sagðist ætla að koma
veiðibakteríunni í strákinn og gerði
það svikalaust. Ég dró minn fyrsta lax
í Elliðaánum 10 ára, en hafði áður rot-
að þá marga fýrir Jakob. Síðar fór ég
með honum í Aðaldalinn og í ferm-
ingargjöf gaf hann mér fýrstu flugu-
stöngina. Það var hins vegar ekki fýrr
en eftir háskólanám erlendis að ég
kom heim fullur af þrá eftir að byrja
að veiða. Þá var ég svo heppinn að
einn helsti flugnahöfðingi landsins,
Kolbeinn Grímsson, tók mig í fóstur.
Eftir að hann kom mér í fýrsta veiði-
túrinn á urriðasvæðinu í Laxá í Mý-
vatnssveit hefur bakterían sem Jakob
kom í mig náð að grassera.
„Skemmtilegast að veiða þar
sem ég er staddur hverju sinni"
Mér finnst skemmtilegast að
veiða þar sem ég er staddur hverju
sinni! í alvöru. Ég veiði mest silung
en fer líka í lax. Þetta er einfalt reilcn-
ingsdæmi með lax eða silung: fyrir
hvern sæmilegan laxadag í dýrri á er
hægt að veiða 3-5 daga í silungi og
allt upp í rúma viku! Og silungsveið-
in er ekki síður krefjandi. En föstu
ferðirnar mínar eru árvissar í Mý-
vatnssveitina, Veiðvötn, Hofsá og nú
upp á síðkastið í haustveiði í Þverá.
Ég veiði hvert sumar í Elliðavami og
Flottur urriði
Þetta erstærsti urriöinn
semStefán Jón hefur
fengiðút Laxál
Mývatnssveit.
reyni svo á hverju ári að ldkja á nýj-
an veiðistað sem ég hef ekki kynnst
áður. í sumar var það Fnjóská sem
heillaði mig. Ég hef víða veitt, en allt-
af er skemmtilegast að hitta gamlar
ástkonur í veiðinni, ég er trygglynd-
ur að eðlisfari.
Fyrsti flugufiskurinn
Ég hef lifað margar góðar stund-
ir í veiðinni. Ég man alltaf eftir fyrsta
flugufiskinum mínum, sem ég veiddi
„alveg einn". Þá var ég í sveit á Tjör-
nesi, á Máná, þar sem rennur lítil á
sem geymdi eitt sinn litla silunga. Ég
var 10 ára. Veiðilánið hafði síður en
svo elt mig, því ég vildi alltaf veiða á
flugu þegar allir í sveitinni notuðu
háf eða maðk'með góðum árangri.
Ég var með flugustöng og flugu frá
Jakobi, Black Ghost. Ég var einn að
ráfa í þrjósku minni og trú á fluguna,
þegar ég kom þar að sem lítil bleikja
lá á lygnu. Ég trúði varla eigin aug-
um! Lét fluguna detta fýrir hana þar
sem ég stóð á bakkanum og þorði
ekki að anda, og litla greyið tók, og
þar með var fýrsti alvöru flugufiskur-
inn minn staðreynd. Þetta var stóra
stundin."
11 þúsund skráðir notendur
Stefán er stofnandi vefsíðunnar
flugur.is sem er einn stærsti vefur-
inn um fluguveiði á fslandi í dag. „Ég
stofnaði flugur.is fyrir sex árum þegar
það rann upp fyrir mér að slíkur vefur
var einmitt það sem vantaði þegar ég
var að byrja að veiða. Ég átti meira en
200 pistla á lager sem ég hafði skrif-
að í blöð og þeir urðu uppistaðan,
en nú eru á vefnum mörg hundruð
greinar, 700 uppskriftir að flugum og
gríðarlegt efnismagn. Ég hef gefið út
„Flugufréttir" í sex ár, sem er rafrænt
vikurit um fluguveiðar, en áskrif-
1
í
í
J
:
■j
{
É? 1>-