Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Side 49

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2006, Side 49
DV Helgin FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 69 Alveg eins Ed Kowalczyk úr hljómsveitinni Live og Magni eru mjög svipaðir. Magni söng líka alltaf best er hann tók Live-lög. með Bítlunum og voru kappamir í Su- pemova frekar sáttir. Síðan tók hann frumsamið lag sem að hann tók fram að væri þýtt yfir á ensku. íslending- um brá smá og bjuggust örugglega við þýddu Á móti sólar-lagi. En svo var ekki. Það var rokkað í alla staði - svo rokkað að ailar æðar á höfði hans þöndust út. Stákamir í Supemova vom sæmilega sáttir en Tommy Lee fannst bæði lögin hljómað of svipað. Magni svaraði þá að það væri vegna þess að hann söng þau bæði. Á end- anum var það Storm Large - ofurtöff- ari með mefru sem kvaddi þáttinn. Strákamir í Supemova vom ekki sátt- ir að senda hana heim. 0 RS LITAÞÁTTU RIN N Hvemig fer þetta með Magna okkar. Það er alveg á hreinu að íslenska þjóðin er búin að halda kappanum á floti síðastliðna tvo þætti. Aðeins fjórir söngvarar eru eftir: Dilana, Magni, Lukas og Toby. Supemova virðist vera rosalega hrifm af Toby allt í einu - miklu meira en Lukas og Dil- önu. Ef marka má síðasta þátt fór Magni hrikalega í taugamar á Gilby Clarke, en Jason Newsted hefur alltaf verið mjög jákvæður í garð Magna. Hver hentar best fyrir Supemova. Margir myndu segja Lukas - þó að hann sé langt frá því að vera besti söngvarinn. Hann hefur allt hitt. Dilana er ekki að fara að vinna þessa keppni. Það verður ekki kvennmanns- söngvari. Tekst Magna að klára dæmið? Sumir segja að Magni ætti frekar að túra með húsband- inu, sem er mega öflugt, en þeir munu koma til með að hita upp fyrir Supernova. öllum þessum spumingum verður svarað næsta þriðjudag. Gangi þér vel, Magni. Langt er þangað til hægt verður að segja að sainfélag okkar sé uppiskroppa með efnilegt og spennandi fólk. Þetta er lítið land og andlit hins ókunna kemur oft kunnuglega fyrir sjónir en hvort maður viti eitthvað bitastætt um einstakl- inginn er allt annað mál. DV fór á stúfana og fékk þrjá frækna einstaklinga úr samfé- laginu til að opna sig eilítið. Svörin eru hnittin og forvitnileg og má með sanni segja að nú viti maður meira um andlitið en áður. (ris María Stefánsdóttir dansari Hvað á hug þinn allan þessa dagana? „Ég verð að segja að það sé nýja JSB-húsið og allur undirbúningurinn við það. Það á að opna nýtt húsnæði hjá JSB núna á sunnudaginn þannig að ég er þar allan daginn. Þetta heltekur mann allan en það verður stuð á sunnudag- inn og að sjálfsögðu eru allir velkomnir." Besta stund sumarsins? „Besta tímabilið mitt var þegarég fór til Krítar með kærastanum mínum, það var alveg yndisleg ferð. Þar var hiti og sól, bara alveg yndislegt líka að komast loksins í sumarfrí." Hver er þinn helsti löstur? „Ég verð eiginlega að segja að það sé hversu óttalegur nammigrís ég er, en ég er að reyna að hætta því." Hver er þinn helsti kostur? „Ég reyni alltaf að vera jákvæð og líta á björtu hliðarnar." Hvað óttastu mest? „Ég er rosalega loft- hrædd, ég reyni að yfirstiga það en ég komst til dæmis ekki upp á toppinn á Esjunni núna í sumar. Ég fékk svo rosalegt kvíðakast þegar ég átti tvo metra eftir að ég ríghélt í einhvern gulan fána eða prik og færði mig ekki næstu tíu mínúturnar." Trúirðu á líf eftir dauðann? „Ég trúi því að það sé eitthvað eftir dauðann en hvað það er veit ég ekki. Ég trúi ekki að þetta sé bara búið." Veistu þetta um þessa? Hvað á hug þinn allan þessa dagana? „Við skulum segja ástin og leikhúsið, það er verið að koma Hafinu bláa aftur á laggirnar eftir að það vann áhorfendaverðlaunin. Svo það er verið að vinna á fullu í því þar sem frumsýningin verður um helgina. Síðan er ég á fullu að fá fólk til að sjá Afganga í Austurbæjarbíói." Besta stund sumarsins? „Ætli það hafi ekki verið Grímuverðlaunaafhend- ingin, að taka á móti áhorfendaverðlaunum og síðan ferðalag á Langjökli." Hver er þinn helsti löstur? „Minn helsti löstur er sá að hafa of gaman af því sem ég geri." Hver er þinn helsti kostur? „Ég er með fullt af góðum kostum en ég á erfitt með að meta það sjálfur svo við skulum bara láta aðra meta það. En minn aðalkostur sem ég get nefnt er hvað ég er vel giftur og á fallega og góða fjölskyldu." Hvað óttastu mest? „Minn mesti ótti er lofthræðsla sem kom upp úr tvítugu en ég var klifurköttur sem varð svo lofthræddur." Trúir þú á líf eftir dauðann? „Svo sannarlega í alls konar myndum en það fer eftir því hvaða dagur er." Agnar Jón Egilsson leikstjóri Fram að þeirri stund hafði hann bara legið eins og klessa og slefað yfir sjálfan sig. En viti minn, dag einn stóð hann upp á litla fæturna og gekk... alveg Hollywoodefni þar á ferð! Svo gaf ég út plötu með hljómsveitinni minni Reykjavík! Það þótti mérfrábært, ástarsamband Reykjavíkur! og 12tóna er einn af hápunktum sumarsins. Strákar ég elska ykkur eins og ég elska ristað brauð." Hver er þinn helsti löstur? „Ég er rosalega þver og það fer í taugarnar á sumum. Það fer ekkert í taugarnar á mér og kannski er það stór löstur. Svo er ég fáranlega upptekinn af því að reyna að láta öllum finnast ég vera fínn gaur. Það eralgerandlegfötlun." Hver er þinn helsti kostur? „Ég lem aldrei neinn og býð stundum upp á skemmtilegan félagsskap, sé sá gállinn á mér." Hvað á hug þinn allan þessa dagana? „Ég er með popptónlist á heilanum. Ég er búinn að vera að hlusta dálítið á nýja smellinn hans Justins vinar míns, Sexyback. Svo er ég hrifinn af ofbeldi í kvikmyndum, ekkert svona yfir strikið ofbeldi eins og í Irréversible. Heldur meira í átt við Oldboy og jafnvel bara svona Bruce Lee, Evil Dead-ofbeldi, strákslegt glens í formi líkamsmeiðinga. Samt ekki í raunheimum. Já og svo er ég mjög hugfanginn af Ingu sem er konan mín, hún er mögnuð og hefur líka gaman af ofbeldi. Já og tímavélar, ég væri alveg til í að eiga svoleiðis. Ég er búinn að vera að„googla" tímavélar í svolítinn tíma núna. Þær eru alveg töff^! Besta stund sumarsins? „Þær eru nokkrar. Mér þótti rosaleg upplifun að sjá drenginn minn, hann Dalí, standa upp og ganga. Það var svolítið svona eins og að verða vitni að Biblíu-kraftaverkí. Hvað óttastu mest? „Þegar ég var barn þá þjáðist ég af„Jawssyndrome", sem lýsti sér þannig að ég vildi ekki fara í sund og jafnvel ekki í baðker af ótta við stóra, illa mannætuhákarla. Ég var þess fullviss um að ég yrði étinn. Ég er enn svolítið hræddur við hákarla en fer alveg í sturtu. Svo er ég skíthræddur við smáhunda." Trúir þú á líf eftir dauðann? „Auðvitað trúi ég áframhaldslíf. Það erfullt af fólki sem að upplifir aldrei í þessu lífi það sem það þráir og sumir fá aldrei tækifæri til þess sökum ýmissa utanaðkom- andi þátta. Fólkfæðist inn i sára fátækt, ömurlegar aðstæður heima fyrir, lönd sem rekin eru af illsku og harðræði og svo mætti lengi telja. Ég tel klárlega að sumir eigi gott í vændum eftir lífið hér og nú. Aðrir koma til með að eyða hundruðum ára í einhverjum helberum viðbjóði. Svo var ég alltaf að hanga með draugum sem barn."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.