Nýr Stormur - 30.06.1967, Page 2
UTVARPIÐ —
Framhald af bls. 1.
ur Ragnar Grímsson, hafði ver
ið rekinn frá útvarpinu, fyrir
upptóku harðrar gagnrýni á
heilbrigðismál, án þess að sjón
armið heilbrigðismálaráð-
herra kæmi fram. Var þó í
þeim þætti enginn persónuleg
árás á heilbrigðismálaráð-
herra, heldur á sleifarlag heil-
brigðismála almennt, í hans
tíð og fyrirrennara hans.
Það kom mönnum spanskt
fyrir sjónir, þegar þátturinn
„Daglegt ).íf“ í umsjá ungkrat-
ans Árna Gunnarssonar hóf
göngu sína á því, að Magnús
Kjartansson lék hálftíma
einleik með endalausum árás
um á Bannibal Valdimarsson
og fylgismenn hans og ein-
hliða frásögn af deilumálum í
Alþýðubandalaginu frá sjón-
armiði Magnúsar.
RANGFÆRSLUR FRÉTTA-
MANNSINS
Stjórnandi þáttarins lét þess
getið, að Hannibal hefði ver-
ið boðin þátttaka, en hafnaði
því, fyrr en hann hefði „ráð-
fært sig við sína menn“. Nýr
Stormur náði ekki í Hanni-
bal, en hefur aflað sér upplýs-
inga um þetta efni frá góðum
heimildum. Hið rétta er, að
Hannibal sagði fréttamannin-
um, að hann gæti ekki tekið
þátt í slíkum umræðum með-
an kjörbréf hefðu ekki verið
gefin út, enginn formlegur
þingflokkur þannig verið
myndaður, hvað þá komið sam
an og rætt þessi mál. Enn
fremur gæti hann ekki sem
formaður Alþýðubandalagsins
tekið þátt í deilum frammi fyr
ir alþjóð við einn þingmann
flokksins, sízt af öllu mann,
sem hefði í blaði sínu krafizt
brottreksturs síns, og að hann
yrði dæmdur utanflokka. Á
þessi rök féllst fréttamaður-
inn, og taldi Hannibal málið
þar með úr sögunni. Hann
var aldrei látinn vita, að tæki
hann ekki þátt í umræðum
fengi Magnús EINN tímann
til umráða!
Á ÁBYRGÐ ÚTVARPSRÁÐS
Með þessum þætti var svo
^&ÍORMUR
FÖSTUDAGUR 30. júní 1967
— OPIÐ BREF —
!• rr.riib -f w'.s, i,
bili. Ósigur flokksins í tveim undanfarandi kosningum
hljótum við Sjálfstæðismenn að verða að skrifa að rtliklu
leyti á þinn persónulega reikning.
Þér hefur tekizt svo óhönduglega til um stjórnarforyst-
una, að þú hefur látið Alþýðuflokkinn um að framkvæma
flest þau mál, sem vinsæl hafa orðið, en sjálfur látið flokk
okkar framkvæma það, sem miður hefur til tekizt og bera
þar með höfuðábyrgðina á því ástandi, sem nú þjakar þjóð
okkar.
Gagnrýnin á ríkisstjórnina hefur að mestu lent á okkar
flokki, en Alþýðuflokkurinn hefur fleytt rjómann ofan af.
Þetta er þín sök fyrst og fremst, og við viljum ekki una
því, að sá flokkur, er við höfum starfað f af heilum hug
í áratugi, undir farsælli stjórn Ólafs heitins Thors, skuli
nú gjalda afhroð í hverjum kosningum á fætur öðrum,
en til hags fyrir samstarfsflokk okkar, sem engu síður ber
ábyrgð á stjórn landsins en við.
Ég ásaka þig fyrir breytta stjórnarhætti í okkar eigin
flokki. Við elskuðum og virtum fyrrverandi foríngja okk-
ar, en þú hefur stefnt að því, að við óttumst þig, en ekki
gætt þess um leið, að við glötuðum virðingunni fyrir þér,
sem við höfðum óneitanlega um skeið.
Ekki jókst virðingin fyrir þér við þjóðhátíðarræðuna,
sem þú fluttir þann 17. júní. Við höfðum búizt við því,
að þú flyttir eitthvað jákvætt, einhvern boðskap til jíjóðar-
innar, sem þér bar vissulega skylda til. Þess í stað fluttir
þú fúkyrði í garð vikublaðanna og varð ekki annað skilið,
en þú álitir þau eiga sök á óförum flokks okkar. Þú hefur
ekki áður tekið þau svo til bæna og hefði þó oft verið iull
ástæða til. Sum þessara blaða hafa komið út í mörg ár og
verið full af rógburði, klámi og kjaftæði, enda fengið á sig
ótal meiðyrðamál, en þú hefur þagað.
Ég er einn af þeim „seku“ mönnum, sem oft kaupa þessi
blöð.^gn það hefur ekki verið til að lesa það, sem þú ert að
fordæma, heldur vegna þess, að þau hafa oft stungið á kýl-
um, sem önnur blöð hafa ekki minnzt á.
Ótrúlega oft hafa þau haft meira og minna rétt fyrri sér
og þá einkum upp á síðkastið, þegar allt veður uopi a£
svfkum og prettum í þessu þjóðfélagi.
Það er einmitt þessi svik og prettir, sem eru svartasti
bletturinn á menningu okkar.
Ef það væri ekki fvrir hendi, myndu þessi blöð ekki
þrífast á að skrifa um slík mál.
Það er okrið, vörusvikin, vinnusvikin, faktúrufalsanirnar
og skatta- og tollsvikin, sem þarf að uppræta, forsætisráð-
herra, og það er fyrst og fremst á þínu valdi.
Allt þetta er á kostnað þeirrar stofnunar, sem þú veitir
forstöðu, þ. e. þjóðfélagsins. Ef þú tækir þig til og upp-
rættir þennan jarðveg, sem þessi blöð virðast þrífast í, þá
myndir þú um leið svipta þau lífsmöguleikanum og þá
þyrftir þú ekki að verja orku þinni í að berjast við vind-
myllur.
Mér er sagt, að þú munir einkum hafa stefnt ummælum
þínum gegn þessu blaði, sem ég bið fyrir þessar línur til
þín. Ástæðan sé sú, að það hafi komið óþægilega við kaun-
in á ýmsum, sem hafi kvartað við þig, og þá ekki sízt við
þig sjálfan. Ég skal taka það fram, að ég er því mjög ósam-
mála um pólitísk skrif þess, flest, en það sem það hefur
sagt um spillinguna í þjóðfélaginu, er flest satt og ég hef
ekki getað fundið, að það færi þar með rangt mál.
Að nota þjóðhátíðardaginn sem tilefni til að reyna að
kveða niður slíka gagnrýni, sýnir, að þér eru enn einu sinni
mislagðar hendur og hefur þetta nú aukið enn meir á óvin-
sældir þínar.
Við teljum okkur ekki þurfa að fara í smiðju til þín til
að læra að velja á milli þess sem er rétt eða rangt. Sorinn
verður metinn og léttvægur fundinn, en sannleikurinn blíf-
ur, hver svo sem hann segir.
Þú þiggur sennilega ekki ráðleggingar mínar, þótt þú
þiggir ekki atkvaéði mitt og stuðning, en hann byggist nú
orðið fremur af tryggð en sannfæringu.
Aðeins eitt að endingu: Óttinn verður þér og bræðrum
þínum ekki lyftistöng að eilífu.
Flokksráðsmaður.
langt gengið til hjálpar komm
únistaklíkunni í baráttu henn-
ar við Hannibal, að jafnvel
Morgunblaðið er hrætt og tel-
ur í leiðara á þriðjudag að um
„mistök“, hafi verið að ræða,
sem ekki megi endurtaka sig.
En einn af ritstjórum Morgun-
blaðsins situr í útvarpsráði og
ber ábyrgð á þessum „mistök-
um.“
Hér er greinilega brotið í
bága við 5. gr. útvarpslaganna,
sem hljóðar svo:
„Útvarpsráð telur ákvarðan
ir um það, hversu dagskrá
skuli hagað í höfuðefnum og
leggur fullnaðarsamþykki á
dagskrá, áður en hún kemur
til framkvæmda. Það setur
reglur um fréttaflutning út-
varpsins og aðrar þær reglur,
er þurfa þykir til gæzlu þess,
að við útvarpið ríki skoðana-
frelsi og fyllsta óhlutdrægni
gagnvart öllum flokkum og
stefnum í almennum málum,
atvinnustofnunum, félögum og
einstökum mönnum.“
Það er því útvarpsráð, sem
ber ábyrgðina, skipað fulltrú-
um allra flokka.
ÞÖGN FRAMSÓKNAR
Tíminn tók óstinnt upp
hanzkann fyrir Ólaf Ragnar
Grímsson, þegar Þjóðlífsþátt-
urinn var bannaður í vetur,
enda bar það allan keim póli-
tískra ofsókna. En þegar
stjórnarflokkarnir endurreisa
þáttinn og hefja hann með
þessum endemum er lýðræðis
ást Framsóknarmanna með
öllu gleymd.
Auðvitað er það gróft sið-
leysi af fréttamanninum að
halda áfram með þáttinn, eftir
að sýnt var að aðeins annar
málsaðilinn kæmi þar fram
og það með grófar persónuleg-
ar árásir.
Hins vegar var ekki við öðru
að búast af þessum nýkjörna
þingmanni Alþýðubandalags-
ins, en að hann gripi fegins
hendi tækifærið til einhliða
árása á formann flokksins, án
samráðs við nokkrar stofnanir
hans eða yfirvöld. Honum hef-
ur jafnan látið „einleikurinn"
bezt.
ÚTVARPIÐ — EINKAÁRÓÐ-
URSTÆKI KOMMÚNISTA?
En hvað segir hinn almenni
borgari. Lætur hann sér lynda,
að þau fjölmiðlunartæki, sem
eru SAMEIGN ÞJÓÐARINN-
AR, séu notaðar sem einka-
áróðurstæki kommúnista í við
ureign þeirra við Hannibal?
Þögn flokksblaðanna sýnir,
! að hér eru samantekin ráð
flokksklíkuvaldsins. Það vill
hjálpa kommúnistaklíkunni
til að tryggja sér yfirráðin i
Alþýðubandalaginu. Þetta er
sú „barátta gegn kommúnist-
um,“ sem málgögn „lýðræðis-
flokkanna“ hafa hvað fjálg'
legast talað um undanfarna
áratugi! Svona á „uppgjör“ við
kommúnista að fara fram! Af-
henda þeim útvarpið sem
einkamálgang, veita blaði
Magnúsar Kjartanssonar 1200
þúsund krónur árlegan styrk
af almannafé — fyrir náð
Bjarna formanns!
N ? R STORMUR
býður vður úrvals efnl.
erlent rm innTent.
Greinar um biúðmál
sem vekja athygli
allra hugsandi manna,