Freyr - 01.03.1959, Side 6
64
FREYR
sambandi við ræktun kartaflna o. fl. Áburð
í upplausn í vatni í gróðurhúsum o. fl. o. fl.
NIAE hefur smíðað dynamometer (afl-
mæli), sem er mjög lítill fyrirferðar, ætl-
aður til þess að mæla aflþörf tengidrifinna
véla og verkfæra. Hann er settur á tengi-
drifsöxulinn aftan á traktornum.
All-miklar tilraunir hafa farið fram á
hey- og kornþurrkun. Athyglisvert fannst
mér, að Bretar telja nauðsyn á miklu meira
loftmagni pr. flatareiningu í hlöður en
flestir aðrir. Enn fremur er varla talað um
súgþurrkun nema með upphituðu lofti.
Innanhússprófanir fara fram aðeins á
traktorum, áburðardreifurum, sáðvélum og
vögnum.
Áburðardreifari (skáladr.) er í margra
ára prófun þannig, að hver skál hefur í
upphafi fengið sína meðhöndlun, galvani-
seringu eða einhverja aðra húðun. Með hon-
um er dreift áburði á tveggja mánaða fresti.
Þá er hann smurður eins og leiðbeint er,
annað ekki gert fyrir hann, aldrei hreins-
aður.
Holland.
Hollenzka verkfæraprófunarstöðin í
Wageningen er að sjálfsögðu miklu minni
en sú brezka í Silsoe, en eigi að síður eru
þær framkvæmdar fullkomnar verkfæra-
prófanir. Ekki er ástæða til að fjölyrða um
tæknileg atriði í sambandi við verkfæra-
prófanir þar, frekar en annars staðar, því
að tæknin er sú sama að mestu leyti á þess-
um stöðum, aðeins virðist vera misjafnlega
mikið lagt upp úr hagnýtri reynslu af vél-
unum. Þessi stofnun í Hollandi hefur ekki
eingöngu með höndum prófun á vélum og
verkfærum, sem framleiddar eru af ýmsum
framleiðendum í Hollandi og öðrum lönd-
um, heldur eru þarna búnar til nýjar vélar
og endurbættar gamlar vélar með sérstöku
tilliti til hollenzkra aðstæðna.. Einnig eru
starfsmenn stofnunarinnar á stöðugum
ferðalögum um allt landið, sem að vísu er
nú ekki ýkja stórt, og fylgjast þeir mjög
rækilega með skurðahreinsun og framvindu
í smíði alls konar véla, sem notaðar eru við
skurðahreinsunina. Skurðahreinsun er eitt
aðalvandamál Hollands í sambandi við
landbúnað.
Danmörk.
Vegna þess, hve verkfæraprófanir eru lík-
ar í hinum ýmsu löndum, er hægt að fara
hér fljótt yfir sögu og mun ég nú koma
að dönsku verkfæraprófunarstöðinni í Byg-
holm við Horsens á Jótlandi. Sú stöð er að
mínum dómi ef til vill einna bezt rekin af
þeim verkfæraprófunarstöðvum, sem ég
skoðaði og heimsótti. Þar vinna ekki mjög
margir menn, húsakynni eru ekki sérlega
hentug, en þeim vinnst ótrúlega mikið.
Dönsku prófanirnar eru ekki eins „teore-
tiskar“ og prófanir í Englandi, Hollandi og
víðar, en þær eru mjög hagnýtar. Öll verk-
færi og vélar, sem tekin eru til prófunar,
eru margreynd og þrautreynd við hagnýtar
aðstæður á búi stofnunarinnar, sem er 150
hektarar að flatarmáli og hefur með hönd-
um ræktun á korni, grasfræi og fjölda
mörgu öðru. Enn fremur er þar kúa- og
svínabú. í þessari stöð hafa verið smíðaðir
2 aflmælar fyrir traktora, (dynamometer),
sem eru ætlaðir til þess að lána ráðunaut-
um hér og þar í Danmörku. Ráðunautarnir
fá þessa dynamometra lánaða og gefa út
tilkynningar um, að á vissum stöðum verði
traktorar prófaðir fyrir bændur fyrir ákveð-
ið gjald á ákveðnum degi. Á þennan hátt
er hægt að komast yfir að prófa nokkuð
marga traktora yfir daginn. Með þessari
prófun er fundið út, hvort traktorarnir skila
fullri orku á tengidrifsás. Dynamometrar
þessir eru mjög einfaldir. Þeir eru í raun
og veru aðeins loftbremsur, blásarar, mjög
sterkbyggðir og viðkomandi mæliækjum er
komið í samband við þessar loftbremsur. í
dönsku verkfæraprófununum gildir sú
regla, að enginn er skyldugur til að láta
prófa vélar eða verkfæri, en flestir fram-
leiðendur og innflytjendur senda þó vélar
sínar til prófunar í Bygholm. Niðurstöður
prófana eru alltaf birtar, hvort sem þær eru
hagstæðar eða ekki, en þó hefur framleið-
andi eða seljandi tækifæri til að láta fresta
útgáfu og gera vélina betur úr garði, áður
en endanleg prófun fer fram. En af hinni
endanlegu prófun verða úrslitin birt, en
ekki af hinum fyrri prófunum, ef endur-
bætur hafa farið fram á vélinni á meðan.
Þó er hér til undantekning á, sem sé sú, að