Freyr - 01.03.1959, Side 8
66
FREYR
Frá störfum Verkfæranefndar ríkisins
Kastdreifari
Seinast í ágústmánuði síðastliðnum fékk
Verkfæranefnd sendan til prófunar áburð-
ardreifara fyrir tilbúinn áburð. Dreifarinn
er hollenzkur að gerð og nefnist Vicon
Spandicár, en á íslenzku hefur hann verið
kallaður kastdreifari. Honum svipar nokkuð
tll þyrildreifara, en dreifiútbúnaðurinn er
annar. Áburðargeymirinn er trektlaga og
tekur allt að 200 kg af Kjarna. Dreifatækið
er lárétt pípa, sem er neðst á honum. Hún
er um 1 fet á lengd og veit aftur. Þegar
dreift er, fellur áburðurinn niður um still-
anleg op neðst í áburðargeyminum og niður
í pípuna, sem sveiflast til hliðanna með
miklum hraða og kastar áburðinum yfir
landið.
Kastdreifarinn var reyndur s.l. haust og
skal hér í fáum orðum skýrt frá þeirri
reynslu.
Kastdreifarinn dreifir Kjarna og Þrífos-
fati auðveldlega. Kalíáburður er oft rakur
í sér og hrynur þá illa. Áburðurinn, sem not-
aður var við prófunina, hafði um 9,5% vatn.
Féll hann ekki niður úr áburðargeyminum
og dreifðist því ekki. Þegar blandað var
saman kalíáburði og Þrífosfati (% kalíáb.,
% Þrífosfat), gekk dreifingin hindrunar-
laust.
Áburðarmagnið, sem fellur á hverja flat-
areiningu, er hægt að stilla með tvennu
móti. í fyrsta lagi með stillistöng á dreifar-
anum, sem opnar eða iokar fyrir opin, sem
eru neðst í áburðargeymi. í öðru lagi er
hægt að hafa áhrif á áburðarmagnið með
því að aka traktor í mismunandi gír. Ekki
skal breyta hraða traktorsins með mismun-
andi mikilli eldsneytisgjöf, heldur á mótor-
inn að ganga því sem næst á fullum hraða
eða það hratt, að tengidrifið snúist um það
bil 540 sn/mín. Sé snúningshraði þess mikið
minni, verður vinnslubreidd dreifarans
minni og dreifingin ójafnari.
Svíþjóð.
Sænsk verkfæraprófunarstöðin í Ultuna
er mjög fullkomin að öllum tækjum, bygg-
ingum og útbúnaði, og fara þar fram all-
nákvæmar prófanir á traktorum. Þessum
prófunum er helzt hægt að líkja við trak-
toraprófanirnar í Nebraska eða traktora-
prófanirnar í Silsoe í Englandi. Þar sem
flestir starfsmenn virtust vera í sumarfríi
var heimsókn mín í þessa verkfæraprófun-
arstöð miklu styttri en ég hafði búizt við,
enda var lítið um að vera þar á þessum
tíma. í Svíþjóð er starfsemi þessi með dá-
lítið öðrum hætti en í öðrum löndum. Þar
er litið þannig á, að ekki megi fara saman
verkfæraprófun og smíði og uppfinning
nýrra véla eða verkfæra í sömu stofnun,
vegna þess að Svíar telja, að maður, sem
vinnur að uppfinningu eða srníði nýrra véla,
sé varla fær um að prófa þær vélar, sem
hann hefur sjálfur smíðað eða unnið að og
gera heiðarlegan samanburð á þeim vélum
við aðrar vélar. Þess vegna er þessu þannig
fyrir komið, að tvær stofnanir eru fyrir
hendi, önnur hefur eingöngu með höndum
verkfæraprófanir. Hin hefur eingöngu með
höndum smíði, gerð og uppfinningu nýrra
véla og verkfæra og er þar að auki mjög
nákomin landbúnaðarháskólanum og
kennsla í mekanik og vélfræði í sambandi
við skólann fer að mestu eða öllu leyti fram
í þessari stofnun.
Norska verkfærapurófunarstöðin er á Ási
í sambandi við landbúnaðarháskólann þar.
Nú er verið að byggja upp stóra verkfæra-
prófunarstöð á Ási með tilstyrk Kellogg
Foundation í Ameríku. Vinnuathuganir
virðast vera á allháu stigi á norsku verk-
færaprófunarstöðinni og mikið lagt upp úr
að finna út einföldustu og hagnýtustu
vinnubrögð við hvers konar sveitavinnu. Þá
fer þar einnig fram allmikil uppfinninga-
starfsemi og nýsmíði verkfæra, og eru sum
verkfæri, sem þar hafa verið smíðuð, mjög
athyglisverð.