Freyr

Årgang

Freyr - 01.03.1959, Side 9

Freyr - 01.03.1959, Side 9
FRE YR 67 Mælt var, hve mikið áburðarmagn dreifð- ist á mínútu við mismunandi stillingar á dreifara. Með hliðsjón af því er síðan hægt að reikna út áburðarmagnið á ha, ef vitað er um vinnslubreidd og aksturshraða. Hægt er að ákvarða dreifimagnið á mín. á þann hátt að taka dreifistútinn af dreifaranum, láta síðan tengidrifið snúast með nær full- um snúningshraða, og vigta það áburðar- hiagn, sem fellur úr dreifaranum á ein- hverjum ákveðnum tíma. Aksturshraða er hægt að fá upplýsingar um í leiðarvísi um viðkomandi traktor, en einnig er auðvelt að mæla hann. Samkvæmt mælingum Verk- færanefndar fer dreifimagnið nálega jafnt vaxandi frá lægstu til hæstu stillingar (frá 1 kg á mín. til allt að 100 kg á mín.). Það reyndist og nálega það sama við endurtekn- ar mælingar á sömu stillingu. Hristingur á dreifaranum, landhalli eða hæð (magn) á- burðar í dreifara hafði ekki áhrif á dreifi- niagnið á mín. Sé aksturshraðinn 7,5 km/klst., dreifist um 300 kg/ha af Kjarna, ef stillistöngin er stillt á töluna 3. Við sama hraða dreifist um 160 kg/ha af Þrífosfati, ef stillistöng er stillt á töluna 2 y2. Ef miðað er við 4 m vinnslubreidd og dreift er stanzlaust, ætti að vera hægt að dreifa yfir 1 ha á 20—25 mín. Mælt var hve jafnt áburðurinn féll á landið og á hve breitt svæði. Niðurstöður þeirra mælinga leiddu í ljós, að dreifingin er allmikið háð áburðartegund og veðri. Dreifing á grófkornóttum áburði, svo sem Þrífosfati, má telja allgóða og allt að því sambærilega við dreifingu með góðum skáladreifara eða sálddreifara. Fínkornótt- ur áburður, svo sem Kjarni, dreifist hins- vegar ójafnar, sérstaklega ef dreift er í vindi, jafnvel þótt lítill sé. Hliðarvindur feykir áburðinum til og veldur ójafnri dreif- ingu og óvissu um það, hvar áburðurinn raunverulega fellur. Vinnslubreidd kastdreifarans er tiltölu- lega skarpt afmörkuð, og er það kostur fram yfir þyrildreifarana, sem dreifa yfir- leitt mest beint aftur undan sér, en smám saman minnkandi til beggja hliða. Við dreifingu Kjarna með kastdreifaranum mældist vinnslubreiddin alls um 4,5 m, en vegna þess að nokkuð þarf að skara við dreifinguna, verður hin nýtilega vinnslu- breidd nokkru minni eða 3,7-—4,0 m. Við dreifingu á Þrífosfati var vinnslubreiddin alls um 6,0 m, en hin nýtilega vinnslubreidd 4,5—5,0 m. Til þess að dreifing áburðar með kast- dreifara verði sem jöfnust, ber að leggja sérstaka áherzlu á það, að fyllstu vand- virkni sé gætt við verkið, sérstaklega með tilliti til vinnslubreiddarinnar. Þegar dreifarinn er í vinnslustöðu, skal hæð frá jörðu upp að dreifistút vera 50—55 cm. Hæð frá jörðu upp á efri brún dreifara er þá um 125 cm. Kastdreifarinn er liðlegur í notkun, af- kastagóður og mjög auðveldur í hirðingu. Framh. á bls. 79. L

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.