Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1959, Page 10

Freyr - 01.03.1959, Page 10
68 FRE YR BENEDIKT BJÖRNSSON: Enn um vothey í septemberblaði Freys 1957 eru tvær svargreinar við grein minni „Votheysgerð og sauðfjárbændur“, sem birtist í marz- hefti Freys s. á. Er skemmst af þessum greinum að segja, að þær eru einn sam- felldur lofgerðaróður um votheyið og hljóma vel saman raddirnar. Sitthvað hafði ég við greinarnar að at- huga, en það hefur dregizt að láta þær at- hugasemdir koma fram, einkum vegna þess að ég vonaðist eftir að fleiri tækju til máls á þessum vettvangi, því megintilgangurinn með greininni var sá, að fá umræður um málið. Það verður þó að segjast strax, að eftir lestur þessara greina er ég enn sama sinnis hvað votheyið áhrærir. Verður að hafa það þó að það verði mér til dómsáfellis. Ég tel, að meðan vanhöld eru jafn almenn á því sauðfé, sem fóðrað er á votheyi, og jafn miklir annmarkar við meðferð þess og nú eru, sé það nokkuð djarft og nokkuð mikill ábyrgðarhluti af leiðandi mönnum að hvetja bændur almennt til að fóðra sauðfé á því og haga byggingum útihúsa eftir því. Mun ég nú taka greinar þeirra Alfreðs Halldórssonar og Gísla Kristjánssonar lít- ilsháttar til athugunar. Alfreð telur að ég fari ómaklegum orðum um ritstjóra Freys. Ég vítti að nokkru ein- hliða áróður hans með votheysgerð, vegna hinna ýmsu galla, er ég taldi vera á þeirri heyverkunaraðferð og hvatti bændur, er sauðfjárbúskap stunda, til að hugsa sig vel um áður en þeir tækju hana upp í stór- um stíl Hins vegar taldi ég, að ritstjórinn gerði þetta í góðri meiningu og af heilum hug, og er það enn mín skoðun að þetta sé ekki ómaklega mælt. Alfreð kvartar yfir þeim tón efasemda, er klingi þeim sífellt í eyra, er greina frá góðri reynslu sinni af votheysverkun. Ég vona að sá tónn hafi ekki verið mjög há- vær í minni grein. Skoðun mín á votheysverkun byggist vitanlega aðallega á minni eigin reynslu, granna minna og sýslunga. Dæmi eru hér til um það, að allt að 10% af ánum hafi drepizt á einu búi úr Hvanneyrarveiki, þar sem fóðrað var að nokkru á votheyi. Annað dæmi þekki ég, þar sem 30—40% af ánum létu lömbum af sömu ástæðu. Á þessum sömu búum hafði áður verið fóðrað á vot- heyi með góðum árangri. Það er þessi á- hætta, sem við bændur viljum helzt vera lausir við, og það er þetta öryggisleysi, sam- hliða fleiri ókostum, sem fælir okkur frá því að fóðra sauðfé á votheyi og lái okkur hver sem vill. Nú hlýtur að vakna sú spurning hvernig á þessu geti staðið. Sumir telja sig hafa fóðrað sauðfé á votheyi með góðum árangri til margra ára. Eiga þessir menn bara eftir að fá skellinn eða erum við hér norður frá þessir sérstöku klaufar að verka í vothey? Eða í þriðja lagi: er sauðfé okkar sérstak- lega næmt fyrir Hvanneyrarveiki? Þetta þyrfti að rannsaka ef vel væri. Sé um hand- vömm að ræða, þarf hagnýta fræðslu. Vel má vera, að hinar ýmsu hjarðir bænda séu misnæmar fyrir Hvanneyrarveikinni, og einnig að það fari að draga úr skepnu- dauða af hennar völdum, þegar búið er að gefa vothey að mestu um árabil. En harka- legt úrval virðist mér þetta, og minnir átak- anlega á horfóðrun fyrri ára, þegar menn drápu úr hor allt það veikbyggðasta úr hjörðinni. Nú munu flestir siá, að þetta var illt verk og heimskulegt, enda fáir, sem hafa efni á slíkum ,,kynbótum“. Það fer ekki hjá því að það hljómi hjákátlega í eyrum okkar, sem höfum mjög misjafna reynslu af vot- heysgerðinni, þegar við erum hvattir til að taka hana upp eingöngu, eða svo til og brigslað um heimsku, klaufaskap og rang- snúinn hugsunarhátt, ef við gerum það ekki. Er þetta ekki ómaklega mælt? Ég við- urkenni, að mjög illt er að geta ekki sett hluta af heyskapnum í vothey, þegar þörf krefur, og fóðrað óhræddur allar skepnur á því, en mislukkað vothey virðist vera mun banvænna en hrakið þurrhey. Alfreð gerir nokkurn samanburð á súg-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.