Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1959, Síða 11

Freyr - 01.03.1959, Síða 11
FREYR 69 þurrkun og votheysgerð, og sem vænta má, reiknast honum ákveðið til að það verði votheysgerðinni í vil. Látum svo vera, að rekstrar- og stofn- kostnaður sé meiri við súgþurrkunina en votheysgerðina, þá vega ókostir votheysins nokkuð þar í móti, og heldur vil ég dýrt hey gott, en ódýrt, sem getur valdið van- höldum og dauða hjá skepnunum. Um viðhaldið er það að segja, að menn hafa orðið þess vísari, að sýrur votheysins tæra steypuna, og enn eru ekki fundin nein efni eða efnablöndur, sem varna þessu að fullu. Það er því óvíst um endingu turn- anna, og falli þeir, verður fall þeirra mikið eins og húss þess, sem byggt er á sandi. Ég held Alfreð geri of lítið úr því, hversu seinlegt er að hirða í vothey. Páll Sveins- son sandgræðslustjóri taldi það 5—10 sinn- um seinlegra en í þurrhey, áður en hann fékk sláttutætarann, og hafði hann þó tæki, sem bændur hafa ekki almennt, svo sem vagnsláttuvélar og saxblásara. Þá er það vinnan við fóðrunina. Hér er sá háttur hafður á við losun þurrheysins í hlöðum, að það er stungið niður með þar til gerðum spaða, síðan borið fram í garð- ana, 7—8 kg. í senn. Þeir, sem eru vanir daglegri hreyfingu, telja þetta létt verk, þó Gísli Kristjánsson telji það ,,Kleppsvinnu“. Verður Alfreð að afsaka þó ég efist um, að hann, við jafnar aðstæður, sé fljótari að gefa vothey en þurrhey. Vildi ég gjarna komast í bá aðstöðu að geta keppt við hann í þessu Vildi ég þá ráðleggja honum að vera ekki að dunda við að setja votheyið í körfu, heldur taka upp „vinnubrögð Bene- dikts í Sandfellshaga“ og klæðast gúm- stakki og bera heyið í fanginu fram í garð- ann, því fljótlegri mun sú aðferð reynast, þó leiðinleg sé. Frumleg kenning er og það, að minni vinna fari í það að gefa vothey en þurrhey, þar sem að jafnaði þarf að gefa þrefaldan þunga af votheyinu. Vitanlega er aðstaða, lík því er Alfreð hefur skapað, nauðsynleg þar, sem fóðra á sauðfé að mestu eða öllu leyti á votheyi, en hún er bara ekki til staðar enn, nema hjá fáum bændum, en kemur sennilega smám saman hjá þeim er hyggjast haga fóðrun á þennan hátt. Ég hygg að mörgum bændum hafi verið ljósir, jafn snemma og Gísla Kristjánssyni, ókostirnir við niðurgröfnu hlöðurnar. Hins vegar var fljótlegra að hirða í þær á sumr- in, þar sem tæki voru fá til þeirra hluta. Mun þetta hafa ráðið mestu um bygginga- lag hlaðanna. Nú er þessi ástæða fallin úr gildi, þar sem ýmis góð tæki eru nú fáan- leg til þessa, (blásarar, færibönd o. fl.). Munu bændur því í framtíðinni hætta að grafa hlöður sínar niður. En meðan gömlu hlöðurnar standa verða þeir að búa við þetta fyrirkomulag. Alfreð telur lyktina af votheyinu „leiðin- lega“. Ég taldi hana „hvimleiða“, ekki svo mjög vegna sjálfs mín, því mér þykir hún ekki vond, þegar heyið er vel verkað, en það er leiðinlegt, þegar maður kemur á bæi, sem vothey er ekki haft um hönd, og farið er að tala um þefinn af manni, þrátt fyrir hreinlætisráðstafanir heima fyrir. Það er skiljanlegt að menn verði þessa ekki varir, þar sem slíkur þefur liggur hverjum manni daglega í nösum í heilum hreppum, og að þar sé ekki hneykslazt á honum. Ekki eru það meðmæli með votheyinu, ef gera þarf sérstakar ráðstafanir, svo að það ónýti ekki mjólkina um mjaltir. Ekki efast ég um það, ef það lukkast að fóðra sauðfé á votheyi á annað borð, að það gefi jafn- góðar afurðir og annað fé, en þegar skakka- föllin koma, gera þau óneitanlega strik í þann reikning. Að svo mæltu vil ég þakka Alfreð Hall- dórssyni grein hans, og óska þess að hann þurfi aldrei að sjá eftir þeirri stefnu, er hann hefur tekið í fóðrun sauðfjár. Gísli Kristjánsson telur að Englendingar verki vothey í jarðgryfjúm fyrir fátæktar sakir. Látum svo vera, en enginn mun hafa heyrt Bandaríkjamenn bendlaða við fá- tækt. Norður í Maine-fylki munu þó jarð- gryfjur mjög algengar, og þar hefur sjónar- vottur sagt mér að hann hafi séð bezt vot- hey. Ekki varð hann var við þann sóðaskap í sambandi við jarðgryfjurnar, sem Gísli virðist gera ráð fyrir að fylgi þeim hvar- vetna, og frost hafa þeir þar norður í Maine, L

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.