Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1959, Síða 21

Freyr - 01.03.1959, Síða 21
FRE YR 79 Spurningar og svör Er hægt að fá lán til að koma upp heimilisrafstöðv- um, og ef svo er: 1- Hvaða stofnun annast slíka lánastarfsemi? 2. Með hvaða kjörum eru slík lán og til hvað langs tíma? 3. Hve miklu nema þau af heildarkostnaði rafstöðv- arinnar? K. A. SVOR: I raforkulögunum er gert ráð fyrir að veita bændum lán úr raforkusjóði til þess að korna sér upp einkarafstöðvum til heimilisnota og segir svo í 35. gr., 3- og 4. tölulið þessara laga: 3. Ur raforkusjóði iná veita einstökum bændum, sem einir eða fleiri saman reisa vatnsaflstöðvar til heim- ilisnota utan þess svœðis, sem héraðsrafveitunum er œtlað að ná til i náinni framtið, ián, að uþphæð allt að 2/, stofnkostnaðar viðkomandi vatnsvirkjana og Unulagna heim að bæjarvegg. Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvæði um lánskjör og skil- yrði til lánveitinga. 4. Ur raforkusjóði má ennfremur veita bændum, sem eru svo i sveit settir, sem um getur i 3ja tölulið og ekki hafa aðstöðu til vatnsvirkjunar, lán til að koma upþ mótorrafstöðvum á heimilum sinum, að uþþhæð allt af s/ stofnkostnaðar rafstöðvarinnar. Ráðherra setur með reglugerð nánari ákvœði um lánskjör og skilyrði til lánveitinga. I reglugerð um veitingu einkarafstöðvalána (vatnsafl- stöðvalána) og mótorrafstöðvalána úr raforkusjóði er gert ráð fyrir, að umsóknir um lánin skuli sendar raf- orkumálastjóra og gerir hann, að undangenginni rann- sókn og að fenginni umsögn raforkuráðs, tillögur til raðherra um lánveitingar af þessu tagi. Að fenginni skriflegri heimild frá ráðherra í hvert sinn, eða sam- kvaemt fyrirmælum hans, veitir raforkumálastjóri svo Ián úr sjóðnum. Vextir af einkarafstöðvalánum (vatnsaflstöðvalánum) eru 3% og lánstíminn 20 ár, en vextir af mótorraf- stöðvalánum eru 3i/2% og lánstíminn 10 ár. Lánin koma ekki til útborgunar fyrr en byggingu raf- stöðva er lokið og rafmagnseftirlit ríkisins hefur gengið ár sku8'ga um að stöðvarnar fullnægi settum skilyrðum. Nánari upplýsingar um þessar lánveitingar má fá hjá undirrituðum á skrifstofu raforkumálastjóra. Páll Hafstað. Haukur Jörundsson. Menn og málefni Haukur Jörundsson, fyrr kennari á Hvanneyri, vann síðastliðið ár á skrifstofu landnámsstjóra, en hefur nú fengið fasr hlutverk sem fulltrúi í landbúnaðarráðuneyt- inu, við þá deild, sem fyrr hét „Jarðeignir ríkisins“, en þær voru um síðustu áramót gerðar að sérstakri ráðu- neytisdeild. Kastdreifari Framh. af bls. 67. Dreifing áburðarins verður hinsvegar ekki eins jöfn og með góðum sálddreifara eða skáladreifara og er mun meira háð vindi. Nánar verður skýrt frá prófun kastdreif- arans í næstu skýrslu Verkfæranefndar, sem væntanlega kemur út nú í vor. Umboð fyrir kastdreifarann hefur Glóbus h.f., Reykjavík. Verð hans var s.l. sumar kr. 3900.00. Ólafur Guðmundsson.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.