Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1960, Qupperneq 6

Freyr - 01.11.1960, Qupperneq 6
334 FREYR magni. Áframhaldandi mikill blaðvöxtur tefur fyrir kjarnamyndun, en myndun og þroski kjarnans er auk þess háð magni hita og ljóss, það er að segja veðrátt- unni. í sumar hefur vaðrátta verið rómuð sem sérlega hagstæð um allt land, og það var hún líka á Héraði, einkum framan af sumri. Vöxtur byggsins var líka ágætur, en kjarninn var þó mjölvismeiri í fyrra, segja Egilsstaðabændur. Þetta er eflaust rétt, hitamagn hefur ekki verið eins mikið síð- sumars í ár eins og í fyrra. En korn þrosk- aðist líka sumarði 1958 þó að það sumar væri eitt hið kaldasta, samkvæmt veður- athugunum á Hallormsstað — síðan veð- urathuganir hófust þar. Að vísu var þá ekki hægt að uppskera fyrr en 10. október, í fyrra hófst kornskurður um miðjan sept- ember, en nú þann 4. september. Og byggið var í ár sæmilega og vel þrung- ið mjölvi og því sjálfsagt að uppskera snemma svo að ekki færi eins og í fyrra, en þá fauk mikið af kjarna úr axinu. Hætta á því er alltaf nokkur þegar líður á haust; hauststormar eru jafnan kröftugri en þey- vindar sumarsins. Og daginn sem ég kom að Egilsstöðum, var allmikill stormur, nógu mikill til þess að þann dag fuku nokkrir hundraðshlutar úr axinu á þeirri spildu, er fullþroskað bygg var á, og slegin var að nokkru daginn áður og svo næsta dag. Og svo eru gæsirnar iðn- ar við uppskeruna þegar kornið er þrosk- að. Þær höfðu lokið uppskeru á margra metra breiðri ræmu — nokkur hundruð fer- metrum — þess akurs, sem kornskurður fór- fram á daginn sem ég tafði á Egilsstöðum. Ég undrast því ekki þótt kornræktar- menn telji gæsir til meindýra á íslandi og vilji, að samþykkt verði fyrirmæli um hvern- ig afstýra skuli spjöllum, sem þær valda. Slík fyrirmæli, með lögum eða reglugerð- um, verða líklega óumflýjanleg ef kornrækt á að njóta sín sem liður í búskap bænda. Og svo komum við að sjálfri uppsker- unni. Við kornskurðinn er hér á Egils- stöðum verið að marka tímamót í íslenzkri búnaðarsögu í þetta sinn, og er það atriði út af fyrir sig hið markverðasta í þessu sam- bandi. Korn hefur verið ræktað hér fyrr á öldum og korn hefur verið ræktað hér á landi í meira en 30 ár að undanförnu, á Sámsstöðum í Fljótshlíð, og reyndar víðar tíma og tíma. Klemenz á Sámsstöðum hefur að vísu stundað kornrækt fyrst og fremst sem til- raunastarfsemi, og á árangri þeirra tilrauna byggist að nokkru bæði sú kornyrkja, sem hann hefur í stærra mæii, og svo sú, sem hér um ræðir Og korn hefur þroskast, mið- ,AKTIV — þa?S er hún sem Egilsstaðabændur nota.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.