Freyr - 01.11.1960, Page 9
FRE YR
337
NILS VESTERMARK
Vinna húsmóðurinnar
við bústörfin
Svo sem alþekkt er mun starfsdagur hús-
mæðra í sveitum víðast vera langur, erfiður,
og fjölþættum verkefnum hefur hún oftast
að sinna.
Til þess að létta henni erfiðið hefur
stundum ver:ð bent á, að eðlilegast væri að
hún yrði losuð við þau störf, sem hún gegnir
í þágu búsins, enda sé hiutverk hennar
fyrst og fremst á vettvangi heimilisstarfa.
Allir eru svo hjartanlega sammála um,
að sjálfsagt sé að létta henni erfiðið, en
aftur á móti getur það verið stöðugt um-
ræðuefni hvaða verk hún skuli inna af
hendi og hvar séu hennar hlutverk, því að
jafnvel getur verið mjög vafasamt hvort
nokkuð er unnið við það, að konan eigi
enga aðild að beinum störfum í þágu bús-
ins. Séu skörp skil á milli verksviðanna er
nokkur hætta á, að skilningur takmarkist
á því hve mikils virði og hve umfangsmikil
störf húsbóndans og húsmóðurinnar séu
hvort í sínu lagi, og þau verksvið, sem kon-
an er sérlega hneigð til að sinna, svo sem
sum verk í þágu búfjárræktarinnar, fara
mikils á mis ef konan kemur þar hvergi
nærri. Hins vegar skal sú staðreynd játuð,
að sum þau erfiðisverk, sem konur hafa
einatt framkvæmt innan landbúnaðarins,
mættu gjarnan verða innt af hendi af karl-
mönnum eða af vélum og eigi verða hlut-
verk kvenna framar.
Þetta, með aðild húsmóðurinnar í bú-
störfunum, hefur oft verið til umræðu og
það mál er ekki auðvelt að leysa á sama
hátt hjá öllum. Um það er hægt að ræða
hvort konan er ánægðari með sitt hlutverk
sé það einhliða innistörf, eða hvort hún kýs
fremur að vera með í flestu og njóta þá að-
stoðar við heimilisstörf eftir þörfum í stað-
inn. Það getur ekki verið nokkrum vafa
undirorpið, að taki konan þátt í alhliða
störfum hlýtur sjóndeildarhringur hennar
að vera víðari en annars, og hún á þá auð-
veldara með að leggja heilbrigt mat á þær
starfsaðferðir, sem við búskapinn eru
hafðar og þær nýjungar, sem þar eru tekn-
ar í notkun. Fyrir heimilið, og útkomuna af
hinum fjölbreyttu hlutverkum og störfum
þess, hlýtur það að vera vinningur, að hún
sé með í mörgu eða flestu, jafnvel þó að það
sé viðurkennt, að þýðingarmesta starf
hennar er innan ramma heimilisins, fyrir
börn og almenn húshlutverk.
Gott væri ef hægt væri að fá almennt
yfirlit yfir samhengi milli starfa húsmóð-
urinnar v.'ð ýmis hlutverk á búi og í húsi
annarsvegar og afkomu búskaparins hins-
vegar. Auðvitað er hægt að álykta sem svo,
að því fleiri stundir, sem konan vinnur að
bústörfum því meira spari bóndinn í út-
gjöldum fyrir aðkeypta vinnu í þágu bús-
ins. Nú er það hins vegar vitað, að efna-
hagsútkoman er háð svo mörgum atriðum,
að þessi mælikvarði einn er ekki öruggur
og því mun reynast erfitt að meta út frá
þessum forsendum einum.
Rannsóknir, sem gerðar hafa verið í
Finnlandi, hafa sannað þetta. Nokkrum bú-
um, sem voru í sama búreikningakerfi, var
skipt eftir stærð og afkomu í rekstri. Sá
hópur, sem var að stærð 10—25 ha. og með
góða afkomu, sýndi, að húsmóðirin vann
941 stund á ári að bústörfum og 1.511 stund-
ir við hússtörf, en á jörðum af sömu stærð,
með laklega rekstursútkomu, vann konan
1.769 stundir að bústörfum og 1.119 stundir
fyrir heimilið.
Á bújörðum, 25—30 ha að stærð, með góða
rekstrarafkomu, vann húsmóðirin 582
stundir á ári í þágu búskaparins og 1.574
stundir við hússtörf, en á bújörðum af sömu
stærð, með laklega rekstrarafkomu var
vinna hennar 875 stundir við bústörf og
1.266 stundir við heimilisstörf. Þessar tölur
má auðvitað túlka á ýmsa vegu.
Það væri áreiðanlega skakkt að fullyrða,
að því meira sem konan vinnur að bústörf-
um þeim mun lélegri verði afkoma búskap-
arins. Hitt mundi sanni nær að álykta, að
þe'm mun betur, sem bóndinn hefur skipu-
lagt störf búsins og notar meiri tækni, því
minni þörf sé á aðstoð konunnar.