Freyr - 01.11.1960, Síða 17
FREYR
345
að 1915 eru þær 1127. En á næstu árum er
fjölgunin ennþá örari, því að árið 1930 eru
þær um 3000. En á þessum árum snýst
þetta alveg við, því að nú fer þeim að
fækka aftur. Árið 1935 eru þær komnar
niður í 2300. Eftir þetta fer þeim hratt
fækkandi, allt fram á þennan dag, og eru
nú því nær aldauðar í landinu. Siðustu
skýrslur, er ég hef séð, telja þær nokkuð
innan við 100.
Samkv. búnaðarskýrslum hafa ætíð ver-
ið flestar geitur i Þingeyj arsýslu. Þar hafa
jafnan verið hæztir tveir hreppar, þ. e.
Kelduneshreppur og Öxarfjarðarhreppur.
Þar sem ég er fæddur og uppalinn á þess-
um slóðum, hef ég haft náin kynni af geit-
fé í hálfa öld — eða frá 1901 til 1950. —
Eins og áður segir, voru aðeins 340 geitur
á öllu landinu um aldamótin síðustu. í
fyrrnefndum hreppum var þá eðlilega fátt
geitfé. Ég minnist þess ekki að þá væru
geitur nema á einum bæ í Öxarfirði, þ. e.
að Skinnastað, þar var þá prestur séra
Þorleifur Jónsson, en hann mun hafa keypt
þær úr Suður-Þingeyjarsýslu. í Keldu-
neshreppi voru þá með vissu geitur á ein-
um bæ, því ég minnist þess, að Sigurgeir
Sigurðsson, bóndi að Meiðavöllum, er
nefndur var hinn sterki, átti þá margt
geitfé. Hjá honum keypti faðir minn sínar
geitur, er hann flutti frá Ásbyrgi í Keldu-
hverfi að Gilsbakka í Öxarfirði 1901.
Þegar eftir þetta fór geitfé hraðfjölgandi
í þessum hreppum, en mest fjölgaði þvi á
styrjaldarárunum 1914 til 1918, enda voru
þá fráfærur óðum að leggjast niður á þess-
um slóðum. En þeim átti þó eftir að fjölga
enn meir, unz talan komst hæst kringum
1930, svo sem áður segir. Þá voru geitur
komnar á flesta bæi í þessum sveitum. —
Hvernig stóð á því, að geitum fjölgaði
svona ört frá 1910 til 1920?
Sú var ástæðan, að fráfærur lögðust nið-
ur næstum alls staðar um og eftir 1910.
En eins og kunnugt er, höfðu fráfærur
tíðkast hér frá landnámsöld og sauða-
mjólkin verið kjörfæða þjóðarinnar. Hér
gerðist því í skyndi mikil breyting á bú-
skaparháttum. Til að bæta upp þetta
tap, varð að grípa til einhverra ráða.
Næst hefði legið að fjölga kúnum, en á
því voru engir möguleikar. Aðal hey-
fengurinn var úthey, en taðan af skornum
skammti. Kýrnar gátu ekki lifað á sinu-
bornu útheyi, en á slíku fóðri gátu geitur
lifað með beit, enda þótt þær mjólkuðu
mun betur af góðu fóðri en slæmu. Það
kom fljótlega í ljós, að 12 til 15 geitur
mjólkuðu jafnmikið yfir árið og 1 kýr. En
þessi geitahópur þurfti helmingi minna
fóður en kýrin, svo að ávinningurinn var
brátt augljós. Það var hægt að fóðra allt
að því 20 ær á því fóðri, sem þannig spar-
aðist. Þetta leiddi til þess, að bændum tók
að vegna betur en áður og sumir urðu efn-
aðir á fáum árum. En svo þarf að skýra
það, hvers vegna geitum fór að fækka eftir
1930. Það er raunar augljóst mál. Bændur
fóru að rækta jörðina og stækka tún sín,
og töðufengurinn fór vaxandi með ári
hverju. Fram að þessu höfðu einyrkjar
þarna norður frá ekki haft nema eina kú
og hana haustbæra. En er töðufengurinn
fór vaxandi, var vorbæru bætt við, og þá
voru geiturnar ekki lengur lífsnauðsyn,
eins og verið hafði allt frá því, að fráfærur
lögðust niður. Önnur orsök kom hér og til
greina. Fólkinu í sveitum fór sífellt fækk-
andi á þessum árum, og skorti því mann-
afla á mörgum bæjum til að hxrða og
smala bæði kúm og geitum að sumrinu.
Þótt einni kú væri bætt við á heimilinu
olli það sama og engri aukavinnu. En
hinsvegar sparaðist gríðarmikil vinna við
það að losna við geitur á heimilinu. Enda
þótt margt gott megi um geitur segja, þá
verður við það að kannast, að þær voru
og eru í eðli sínu afar óþægar og vilja
helzt ganga villtar, nema að þær séu því
betur tamdar og vandar. Mörgum tókst
mjög vel að gera geitur þægar og hlýðnar.
Og ef svo vel tókst til, þá voru þær afar
skemmtilegar og vinsælar og allir kunnu
að meta hinn mikla arð, er þær gáfu af
sér, fram yfir kýrnar. Ég var því alinn upp
við þann hugsunarhátt, að kýrin væri ó-
magi á heimilinu, sem allir töldu sér skylt
að bölva — nema húsfreyjurnar. Þær höfðu
ætíð jafn miklar mætur á kúnni sinni og
geitunum.