Freyr

Volume

Freyr - 15.05.1963, Page 10

Freyr - 15.05.1963, Page 10
198 FRE YR Við notkun færibanda gæti fjósið minnkað nokkuð. Færibandið getur gengið alla leið inn í hlöðu. Ef fjós og hlaða eru tengd með mjó- um gangi, getur voheysturn eða tveir vot- heysturnar staðið sitt hvorum megin gangs. Hægt er einnig að hafa forherbergi milli hlöðu og fjóss og yrði þar athafnapláss fyrir heyhleðslu á bandið. Þangað mætti blása þurrheyi úr hlöðu og þaðan gæti verið auð- veldur aðgangur að votheysgeymslum og kraftfóðri. Færibandið getur fært allt fóður til grip- anna, þar með talið kraftfóðurtrog, ef hentara þykir að gefa kraftfóður við bás en í mjaltafjósi. Það skilar aftur moði og salla með því að láta það ganga til baka. Af því sem hér hefur verið sagt má sjá, að vel má tæknibúa fjósbyggingar á ýmsa vegu. Mjaltafjósin eru enn sem komið er full- komnasta fyrirkomulagið við mjaltirnar. Með sérstöku mjaltafjósi fæst fullkomin hreinlætisaðstaða og vinnuskilyrði öll létt- ast. Sérstök mjaltafjós má nota jöfnum höndum við básafjós og lausgöngufjós. Hér verður ekki farið nánar út í þau atriði, en nauðsynlegt er að bændur athugi þau mál vel, þegar um er að ræða byggingar stórra fjósa. Hér hefur ekki verið rætt um fjárhús. Hvað þau áhrærir virðist svo að við höfum ekkert að sækja út fyrir landsteinana. Raunar erum við því nær eina þjóðin sem byggir fjárhús, sem því nafni geta nefnzt, þótt að vísu bæði Norðmenn og Bretar hafi leitað ráða hjá okkur í þeim efnum. Auð- sætt er, að setja má færibönd í fjárhús- garða á sama hátt og gripajötur. Hægt er að hugsa sér fjárhúsasamstæður sem gríð- ar mikla krossbyggingu. Er þá heyhlaðan ein álman, en hinar þrjár tveggja garða fjárhús. Þar sem álmurnar mætast í miðju yrði eins konar athafnapláss og þangað blásið heyi úr hlöðu, en inn í þetta athafna- pláss ganga færiböndin, sex alls, tvö úr hverju fjárhúsi. Þar er svo heyinu mokað á böndin. Ef hver garði væri 25 metrar á lengd, kæmust 140 fjár á garða og fjárhúsin öll myndu þá rúma tæplega 850 fjár. Ýmsir munu hafa eitt og annað að athuga við þetta skipulag og þykja krær verða nokkuð langar með þessu móti svo eitthvað sé nefnt. Tveggja garða hús eru á ýmsan hátt óheppilegri en hús með þremur görðum, sem þó myndu ekki henta hér. Þannig tapast eitt, þótt annað vinnist, en kostnaður vex. Sennilegast er að fjárhús þoli ekki mikinn vélbúnað einmitt frá þvi sjónarmiði og margir fjármenn telja gj afarstörfin ekk; það vinnufrek að ástæða sé að kosta þar miklu til. Þó myndu færibönd létta mjög votheysgjöf í fjárhúsum og stuðla að auk- inni votheysnotkun, sem vafalaust á mik- inn rétt á sér. Ýmsir hafa látið sér detta í hug sjálf- fóðrun sauðfjár á miklum beitarjörðum. Þyrfti þá lítið um féð að hugsa. Fjárhúsin

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.