Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1964, Side 12

Freyr - 01.01.1964, Side 12
6 FRE YR GUNNAR GUÐBJARTSSON: VANDIÐ BÚNAÐARFRAMTÖLIN Gunnar Guðbjartsson Við umræður um verðlagsmálin í sex- mannanefnd hefur komið i ljós, að gögn þau, sem notuð eru til að reyna að finna framleiðslukostnað búvaranna, eru mjög ótraust. Ekki er hægt að fá áreiðanlega vitneskju um fjölda bændanna í landinu, hvað þá heldur áreiðanlegar tölur um meðalnotkun þeirra á helztu rekstrarvör- um svo sem fóðurbæti og áburði. Það, sem helzt hefur verið notað í þessu skyni eru búnaöarskýrslur — unnar úr búnaðarfram- talsskýrslum skattayfirvaldanna. Þessar skýrslur eru í ýmsu ófullkomnar, auk þess sem þær eru oftast tveggja ára, þegar búið er að gera þær upp. Inn á búnaðarskýrslur kemur stór hópur manna, er hafa landbúnaðinn sem hjáverk, en hafa aðra aðalatvinnu, þar til má nefna: kennara, presta, vegaverkstjóra, bifreiða- stjóra, sjómenn, verkamenn o. fl., ef þeir hafa jarðir til ábúðar. Þetta, með öðru fleira, gerir búnaðarskýrslurnar óábyggi- lega heimild til að fá meðaltalskostnað raunverulegra bænda við búvöruframleiðsl- una. Af þessum sökum er flestum, sem um þessi mál hugsa af reynslu og þekkingu, orðið ljóst, að eina lausnin á þeim vanda að fá sönnun fyrir raunverulegum framleiðslu- kostnaði búvaranna, er að fá nógu marga rekstursreikninga frá bændum, sem sýni allan kostnaðinn. Að því er nú unnið að efla Búreikningastofu ríkisins, sem starfar á vegum Búnaðarfél. íslands, til að takast á hendur leiðbeiningar um færzlu og uppgjör slíkra reikninga. Þetta verk verður hafið við áramót. Verkið er mikið og vandasamt og kostar mikið, en verður að vinnast vel. Nú verður leitað til margra bænda um að halda reikningana. Ég skora á alla bænd- ur, sem fá slík tilmæli, að bregðast vel við og taka að sér reikningshaldið. Með því vinna þeir stétt sinni stórt gagn og verða þátttakendur í því mikla starfi að bæta fjárhagsaðstöðu landbúnaðarins til fram- búðar og fá fram réttlæti í verðlagsmál- um bændastéttarinnar. Enginn má skor- ast úr þeim leik, á því getur heill sveitanna oltið. En þessir reikningar verða ekki tilbúnir fyrir næstu verðlagningu. Til þess að fá nýjar upplýsingar í því skyni, hefur nú verið ákveðið að óska eftir, að afrit bún- aðarskýrslunnar frá tíunda hverjum bónda í landinu verði sent Hagstofunni strax, þegar hún hefur verið gerð. Jafnframt þessu verður óskað eftir svörum frá sömu mönn- um við fyrirspurnum um mörg önnur at- riði varðandi búskapinn. Þær fyrirspurnir verða sendar á sérstöku eyðublaði.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.