Freyr - 01.01.1964, Blaðsíða 26
20
FRE YR
AÐ VESTAN
Árnesingur skrifar af Kyrrahafsströnd:
„Hún Ingibjörg okkar er á tíræðisaldri, rúm-
liggjandi og langt leidd. Hún sendi okkur hjón-
um boð og bað okkur að tala við sig, sagðist
ekki eiga langt eftir og við fórum.
Erindið: Jú, það var ráðstöfun vegna útfarar
hennar, við getum betur en börn hennar veitt
alla þjónustu, hélt hún.
Eitt atriði í ráðstöfun hennar var að leggja
blómin, sem hún hafði geymt til minningar um
Island, þessi 70 ár, á kistu hennar. Þau voru
tínd í landareign Stóranúps, af síra Valdimar
Briem, frænda hennar og vini, og fest á blað
af Ólöfu konu hans og gefin Ingibjörgu. Þetta
verður að sjálfsögðu gert, en ég sé eftir blóm-
unum frá Stóranúpi."
Þannig orðar bréfritarinn mál sitt. Af þess-
um orðum má skynja andblæ hugarþelsins —
ættjarðartryggðina og vef minninganna brugð-
ið upp þar fjarri fósturjörðu. íslendingseðlið
hefur hvorki kalið né visnað þar vestra.
BÚNAÐARÞING
hefur verið kvatt til funda á árinu 1964 og á
það að hefjast hinn 14. febrúar n. k. Það verð-
ur í fyrsta sinn háð í Bændahöllinni, bæði
þinghaldið og nefndarfundir, og þeir fulltrúar,
er þess óska, fá gistingu og aðra fyrirgreiðslu
á Hótel Sögu.
KÚTEL
Allir þekkja orðið „hótel". Það er erlent og
fer ágætlega í íslenzku máli og er tungutam-
ara en „gistihús“.
Orðið „mótel“ er hliðstæða þess og er erlend-
is notað sem nafn á húsakynnum, þar sem bif-
reiðir manna fá gistingu og fólkið með. Og nú
hefur „kútel“ bætzt í hóp þessara heita. í
Þýzkalandi er verið að reisa kútel þar sem 1500
kýr eiga að gista og dvelja. Bændur í Ruhr-
héraði vilja losna við kýrnar og hirðingu þeirra,
en þeir vilja framvegis fá mjólk og hafa því
sameinazt um byggingu félagsfjóss fyrir svona
stóran hóp, sem sérstakir hirðar eiga að sjá um.
MAURASÝRA OG VOTHEYSHLÖÐUR
Sunnlenzkur bóndi leit inn til FREYS í vetur
og færði það í tal, að sér virtist votheysturn-
inn sinn hafa látið á sjá við það, að í fyrra
sumar notaði hann maurasýru til íblöndunar
í votheyið. Þessi athugun bóndans er auðvitað
hárrétt. Sýrur leysa upp steinsteypu og þar
sem sýra er notuð að staðaldri til íblöndunar
í hey, rýrir það endingu hlöðunnar ef ekki eru
sérstakar ráðstafanir gerðar til varnar. Erlend-
is hefur það verið venja að nota sýru og þar
eru hlöðurnar sýruvarðar. Hér hefur sjálf-
gerjun verið svo að segja algild til þessa, en
þrátt fyrir það þarf að verja hlöðurnar gegn
áhrifum hinna veiku sýra í heyinu. Þetta
þekkja allir. Nú, þegar farið er að nota súr í-
blöndunarefni, er nauðsynlegt að sýruverja
hlöðurnar svo að ending þeirra verði ekki ó-
hæfilega skammvinn. Svonefnt „sílólakk" hef-
ur um Norðurlönd verið talið bezt til þessara
þarfa, enda hefur samanburður á því nær 20
mismunandi efnum sýnt þann árangur.
Því skuluð þið allir, sem verkið vothey, gera
ráðstafanir til þess að sýruverja votheyshlöð-
urnar. Ef um sjálfgerjað hey er að ræða er gott
að kalka hlöðuna að innan, en þvo þó fyrst.
FRE YR
óskar lesendum sínum til sjávar og sveita, í
borg og í byggff, allrar farsældar og velgengni
á nýbyrjuffu ári.
LISTER
DIESELRAFSTÖÐVAR
í hverja sveit á Islandi.
Þær eru ódýrar
sparneytnar
öruggar í notkun
auðveldar í meðferð
Varahlutir ávallt fyrirliggjandi.
Fljót afgreiffsla.
VÉLASALAN H/F
Garffastræti 6 — Reykjavík
Sími 1-54-01