Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1964, Side 19

Freyr - 01.01.1964, Side 19
FRE YR 13 MENNogMÁLEFNI Halldóra Bjarnadóttir er eina konan, sem Búnaðarfél. íslands hefur kjörið' sem heiðursfélaga og hún er enn á lífi, gengur teinrétt um götur og hvar sem hún annars ferðast og er þó orðin 90 ára að aldri. Hún varð niræð þann 14. október í haust. Halldóru þarf ekki að kynna, hana þekkir öll þjóðin, sumir sem kennara og skólastjóra, aðrir sem stofnanda margra kvenfélaga og kvenfélagasambanda, enn aðrir sem ráðunaut, leiðbeinanda og skipuleggjanda heim- ilisiðnaðarmála með allri þjóðinni um áratugi, og svo þekkir hvert mannsbarn hana sem rithöfund og ritstjóra tímaritsins Hlínar um 45 ára skeið — hvorki meira né minna. Sívirk kona, um langa ævi, starfandi að félags- og framfaramálum, verðskuldar auðvitað að vera hyllt á efri árum og eðlilegt var að hún fékk kveðjur úr ýmsum áttum á níræðisafmælinu. Elliheimilið á Blönduósi er nú heimili hennar. Safni heimilisiðnaðarmuna og listmuna, sem Halldóra á og hún hefur ánafnað Búnaöarfélagi íslands, verður senn komið fyrir á viðeigandi hátt í húsi búnað'arsamtakanna í Reykjavík. Það er ekki í ótíma þó að FREYR geti afmælis þessarar heiðurskonu nú, tíundi tugur ævi hennar er aðeins rétt að hefjast. Þorsteinn Sigurðsson, formaður Búnaöarfélags Islands, átti sjö- tugs afmæli þann 2. desember sl. Við það tækifæri lilaut hann heimsóknir úr ýmsum áttum og veröugar viðurkenningar fyrir margháttuð störf i þágu félagsmála bænda um áratugi. í heimasveit hefur Þorsteinn verið við riðinn flest félagsmál síðan hann á unga aldri geröist aðili að ungmennafélagsstörf- um og innan héraðs má segja hið' sama, þó að samtök bænd- anna hafi oftast kallað á hann til þátttöku i félagsmálum. Einri- ig á víðara vettvangi hefur aðild hans verið vel þegin en mest að sjálfsögðu í tengslum við hlutverk stjórnarformanns Bún- að'arfélags Islands. Hann er enn bóndi heima á Vatnsleysu þótt oft sé að heiman. Árni G. Pétursson, kennari við Bændaskólann á Hólum, um rúmlega eins árs skeið settur skólastjóri, eða til miðsumars sl. er Haukur Jörundsson tók þar við starfi, hefur frá 1. desember 1963 verið ráðinn hjá Búnaðarfélagi íslands sem ráðunautur í sauðfjárrækt.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.