Freyr - 01.01.1964, Blaðsíða 17
FRE YR
11
annarra þjöða, af öSrum stofnum hrossa, að
vita betur en menn, sem lifað hafa allt að
þrjár ævir þeirra innan um hross og ætíð í
verkum með hross; menn, sem hafa séð
hvaða eiginleikar verða helzt samferða í
erfð hjá þessari og þessari ættinni og eru
því einir um allar vonir til að vera dómbærir
um, hvort leistur á löpp eða hringur í auga
er ekki aðalsmerkið sjálft, þótt búfræöin
telji það galla.
Við slík skilyrði, sem nú hefur verið lýst,
er varla öðru að tjalda en persónuþekkingu
kunnugra manna, því að þótt allur bóklær-
dómur sé þakkarverður til viðbótar og sam-
anburðar, þá er hitt aðalhaldreipiö.
Dæmin um mistök, í vali aðkomumanna
og um ættarspjöll af aðfluttum gripum, eru
svo mörg, að varla verður neitt eitt eða
fátt gripið til sönnunar máli sínu án þess
að koma upp um sig hneykslanlegri van-
þekkingu á öðru enn verra.
Fjöldaframleiðsla, út af einu kyni eða
tveimur, veldur því, að nafn ættföður eða
ættmóður, dregið fram til viðvörunar, gæti
leitt yfir sannfróðan mann og réttorðan
féránsdóma fyrir atvinnuróg, svo að ekki
yrði eftir hjá honum eyrisvirði hvað þá
heilt hross til aö rækta út af betra kyn en
hitt, sem lastaö var. Embættismann í
starfi má, samkvæmt meiðyrðalöggjöfinni,
varlega hnjóða í, þótt aö réttu sé- Hví skyldi
graðhestur lakar varinn?
Annað dæmi:
Eyjólfur bóndi Jónasson í Sólheimum i
Dölum, fékk um hendur Guðbrands ísbergs,
fyrrverandi sýslumanns og alþingismanns,
bleikálóttan fola norðan úr Eyjafirði.
Hestur sá var af reiðhrossakyni og vit-
lausara fjörofstæki en í móður hans,
Litladals-Gránu Magnúsar Árnasonar
smiðs, þá bónda þar, er ef til vill enn ó-
fundið. Sjálfur líktist hesturinn meira í
föðurætt sína um viljamagn, en þar voru
miklu venjulegri hross. Undan honum
komu þó gæðingar, honum meiri að fjör-
hörku og fleiri kostum. Kom þar þó hvorki
að úrvali né æxlun kandidatspróf eða
Hvanneyrarframhaldsnám, né heldur niður
þann legg, sem frá þessum bleikálótta
(Fauta) liggur niöur til Glettu Sigurðar Ól-
afssonar, sem að vísu er vitlaust ættfærð í
sýningarskrá Skógarhólasamkomu þ. á., þar
vantar lið á milli hennar og Fauta, en mætti
vera kunnug sökum afreka á skeiði, væri
þeim, er bókfræðinni einni treysta og vald-
boðum, rétt að hrinda fyrri skeiðmeti henn-
ar en gera hernað að því, sem þeir vita ekki
nema gefið geti þeim sjálfum gýligjafir, ef
friður fengist til að afhenda þær.
Til léttis við þá leit að snillingi, til að
hrinda metinu, mætti svo sem benda á
Litlu-Glettu sama eiganda. Þar ætti móður-
kynið að vera nógu vakurt og varla spillir
föðurættin, þar sem sú meri er undan Hreini
frá Þverá, sem skráður er í sýningarskrá
Hrossaræktarsambandsins árið 1950 með á-
kveðna feðrun en óþekkta móður.
Er það ekki kraftaverk að koma upp slík-
um grip? Nálgast það ekki eingetningu?
Hlýtur ekki slík tilkoma að boða fágætan
árangur?
Æpandi útkoina.
Hindrun einstaklinga við að reka bú sín
eftir eigin viti er ætíð tvíeggjað vopn. Hún
tefur ekki aö'eins afglöp flónanna heldur
líka úrræði ráðdeildarmannanna. Um rækt-
unarmál er því miður það sannast mála, að
í þeim efnum eru flestir allheimskir, en því
verr gefast heimskra manna ráð, sem fleiri
koma saman. Alþingismönnum var fjölg-
að hvað eftir annað. Hefur ekki alltaf farið
versnandi um lagasetningu?
Nú síðast semur ekki lögfræöingunum og
fyrrverandi lagasmiðum á Blönduósi viö
grjótpála hrossaræktarinnar um, hvað það
þýði, sem hann og aðrir hafa sett saman
af reglum fyrir þjóðfélag sitt, hrossarækt
viðkomandi.
Ekki er nú skilningurinn skarpur eða stíll-
inn ljós.
En hrossakyn Ásgríms í Mikley, Sva'ða-
staðakynið, Heiðarhrossin, Hindisvíkurætt-
in og Þorbergsstaðahrossin í Dölum mun
allt vera úrval og ræktunarárangur ein-
staklinga, sem tókst betur einum en þeim
hefði getað tekizt í félagi við „sjö anda sér
verri.“
Sérstaklega æpir á mann útkoman af