Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1964, Blaðsíða 16

Freyr - 01.01.1964, Blaðsíða 16
SIGURÐUR JONSSON frá Brún: HROSSARÆKT eða GÖNUSKEIÐ Til er sú fræðigrein, sem búnaðarsaga nefnist. Hún ætti að vera vel stunduð hér á landi, þar sem bæði er hér nokkuð búið og svo er sæmd þjóðarinnar mjög kennd við sagnamennt. En þótt fræði- greinin sé góð ein er hún svo bezt, að vís- indin séu notuð til þarfa. Hér skulu dregin fram dæmi til hliðsjónar við deilumál yf- irstandandi tíma. í einni af hrossasveitum landsins skreið úr karinu hestfolald leirljóst, en það var fáséður litur. Foli þessi varð fljótvaxinn og náði ungur þeim þroska að vekja eftirtekt fyrir fleira en litinn, en ekki var eftirtekt sú öll bundin við vænleik hans eða lit né eiginlegt vonarefni eiganda og granna hans. Hesturinn stampaðist áfram á ljótu belju- brokki fáskiptinn oftast og aftarlega, jafn- vel hestvönum mönnum þótti hann hið mesta meindýr í stóðinu, þar sem eigand- inn annað hvort af stríðni og stífni eða sökum annarra orsaka, sem hann þá lét óskýrðar fyrir öðrum, hafði hann óvanaðan. Var þá hermt eftir bóndasyni á næsta bæ, nauðakunnugum og hestvönum, það eitt álit á folanum: „Mér er nú illa við þann djöful.“ Einn af nágrönnum vék þó jafnan öðru vísi orðum að hestinum og taldi hann kunna að sýna annað og betra. Hvort sem sú orðhlýja hefur ráðið, eða eiganda hefur aðeins þótt þann manninn skárst að biðja, fékk hann þennan umtalsgóða mann til að temja folann sinn. Sú tamning stóð í þrjár vikur. Klárinn Gráskjóni, Magnúsar Aðalsteinssonar frá Grund, tygjaður á túni. var ekki torsóttari en svo, að hann kom heim að þeim tíma liðnum nægilega gerð- ur snillingur til þess að halda kostum og kunnáttu til dauðadags í elli. Við eftirgrennslun hafðist það upp hjá tamningamanninum, að hann hafði fengið hugmynd um gæði tryppisins fyrir það, að hann hafði séð folann prjóna sig áfram á brunandi tölti eitt sinn þegar hann var í graddalátum að rexa í hópi sínum. Þar birtist sá fimleiki og það ganglag, sem skar úr um eðli og getu. Ein skyndi- sjón af hendingu á fimm ára ævi hests, sem aldrei hafði farið úr heimalöndum næstu bæja, réði örlögum, annars biðu ak- tygin og óheppileg vinna ásamt — senni- lega -— óvinsæld til dauðadags fyrir við- brigðni eða óþægð og að öllu sjálfráðu verri tamningamaður og vitlausari. Vandinn aff velja Þessi litla saga bregður ljósi yfir vand- ann við íslenzkt hrossaval. Úr kynjum, sem eiga sér ólík svipmót og skortir — enn að minnsta kosti — ótvíræð auðkenni, eiga skólasveinar —- vegna bóknáms og innisetu — hálfu óvanari hrossum en fermingar- bræður þeirra ólærðir, — að velja undan- eldisgrip handa heilum héruðum og hafa til þess eina andartaksstund á sýningu, þar sem allt kallar að. Þeir eiga, út frá reynslu

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.