Freyr - 15.04.1964, Blaðsíða 9
PRE YR
133
miklu seinna í Ijós eða jafnvel aldrei. í tilraun þessari er verið að gera saman-
burð við Jjriioslat og því er eðlilegt að minnka fosfóráburðarmagnið, a.m.k.
um helming, þannig að það verði eitthvað nær því, sem bezt hefur reynzt í til-
raunum með vaxandi þrífosfat.
Yfirlit: Mismunur milli einstakra fosfóráburðartegunda er mjög lítill, þegar
undan eru skilin minnkandi áhrif steinfosfatsins á fosfórinnihald uppskerunn-
ar. Þessu valda gróðurskekkjur vegna kalskemmda og síðar endursáningar í til-
raunalandið. Af sömu sökum verða á þessu stigi engar endanlegar ályktanir
dregnar varðandi notagildi hinna þriggja fosfóráburðartegunda í samanburði
við þrífosfat.
Skriðuklaustur. Tilraunin er staðsett á mjög rökum jarðvegi, sennilega ein-
hvers konar móajarðvegi, skammt undan mjög brattri fjallsbrekku. Land þetta
hafði ekki verið í ræktun áður, en er hins vegar talið heldur frjósamt úr nátt-
úrunnar hendi. Grasfræi var sáð 1. árið, en spretta varð hins vegar svo lítil, að
ekki virðist hægt að taka tillit til hennar við heildarmat á tilrauninni.
Fyrstu 3 árin, eins og í tilrauninni að Reykhólum, va!r notað miklu meira
magn fosfóráburðar heldur en tilraunir þarna með vaxandi fosfór höfðu sýnt,
að væri nauðsynlegt. Eftirverkanir svo mikils fosfóráburðar geta verið töluverð-
ar og kann jætta því að valda nokkru um niðurstöður tilraunarinnar til þessa
dags. Áhrif mismunandi tegunda koma því ekki enn eins skýrt fram og e.t.v.
mundi verða síðar. Af þeim sökum hefði eflaust verið betra strax í upphafi að
nota helmingi minna áburðarmagn eða eins og það, sem notað hefur verið síð-
an 1961.
Þrátt fyrir þennan galla á tilrauninni er ljóst, að steinfosfat gefur minni upp-
skeru en sambærilegt magn af P2O5 í hinum áburðartegundunum. Niðurstöð-
urnar benda ennfremur til, að bæði fertifos og nitrofos gefi aðeins minni upp-
skeru en sambærilegt magn af P2O5 í þrífosfati. Sá mismunur er orðinn mest-
ur á árinu 1963. Hvort hér er um raunverulegan mismun að ræða, sem muni
breytast eða kannski fara vaxandi með árunum, er ekki hægt að dæma um á
jjessu stigi.
Efnagreining uppskerunnar sýnir, eins og í tilrauninni að Reykhólum, að
steinfosfat stendur hinum fosfóráburðartegundunum langt að baki, hvað nýtan-
legan fosfór snertir. Hér er hins vegar sú breyting að auki, að uppskera minnk-
ar líka, þegar steinfosfatið er notað sem fosfórgjafi.
Efnagreining uppskerunnar bendir einnig til þess, að fertifos og nitrofos
standi að baki sambærilegu magni af P2O5 í þrífosfati og virðist nitrofos þar
heldur lakara. Hins vegar er ljóst, að tilraun þessi verður að standa lengi enn,
áður en áhrif þessara mismunandi fosfóráburðartegunda verða fullkönnuð.
Yfirlit: Mismunur milli sambærilegs magns af P2O5 í þrífosfati, fertifos og
nitrofos virðist ekki mjög mikill, en er þó kannski vaxandi sérstaklega að því,