Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1964, Blaðsíða 29

Freyr - 15.04.1964, Blaðsíða 29
FREYR 153 GAS-hverfill Verður hann aflgjafi dragans? Hverfill — hvað er það? munu einhverj- ir spyrja. Allir þekkja hverfistein, það er hann sem snýst — leikur í vatni að nokkru og verkfæri og heimilisáhöld eru á honum brýnd. Orðið „hverfult“ þekkja menn einn- ig, það er nokkuð sem hreyfist. Og hverfill er af líkum uppruna, nýyrði úr tækninni, tegund vélar, sem knúð er með gasi. Gas- hverfillinn er staðreynd, hann hefur þegar verið tekinn til notkunar í bifreiðum. í venjulegum mótor fer mikil orka til spillis í hvert sinn sem hraðabreyting verður, af því að svo mörg hjól og aðrir málmhlutar eru í gangi og vinna saman, en þegar gas- hverfill er notaður gegnir öðru máli, þar er búnaður, vélar og ganghraðabreytingar allt öðruvísi, hreyfanlegir hlutar eru með jafn- ari ganghraða og þola langtum betur gang- stigsbreytingarnar. Á einföldum uppdrætti, sem fylgir hér með, er sýnt að afl gassins stefnir sem hér segir: Við A sogast loftið inn, þrýstist sam- an og nær fjórföldum þrýstingi í E, hitnar upp í 150 stig við að streyma í gegn um C og þegar það nær E, er það orðið 550 stiga heitt. Með því hitastigi þrýstist það inn í brennsluhólfið, blandast þar eldsneytinu og í öllu kviknar, fyrst frá neistagjafa og Nokkrir drættir, er sýna hluta gas-hverfils, sem Chryslerverksmiðjurnar framleiða nú. logandi loftblandan breiðir sig um sprengi- hólfið. Brennandi lofttegundin (gasið) þrýstist nú áleiðis í gegn um hverfilinn (túrbínuna), sem knýr þéttinn B og að nokkru fer gasstraumurinn um annan hverfil, sem knýr hjól ökutækisins. Nokk- ur hluti orkunnar fer til þess að veita loft- hitaranum varma við E og útstreymisloft- ið verður því aðeins 85 stiga heitt Talið er að þessi eða álíka gerð gas-hverf- ils muni í náinni framtíð verða algengur aflgjafi í ökutækjum og gera aflvélakerfi þeirra mun einfaldara en nú gerist, en þó öruggara og ódýrara í rekstri. Við skulum vona að þetta reynist rétt. FJÖLFÆTLAN fæst aðeins frá ÞÓR HF. Reykjarvík

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.