Freyr - 15.04.1964, Blaðsíða 30
154
FREYR
1 MARZMÁNUÐI
kom hingað til lands erlend ílugvél til þess að
sækja um 70 hross, er seld voru og flogið með
beina leið til Sviss. Það er varla efi á, að mark-
aður fyrir íslenzk hross erlendis er framundan
ef þess verður vel gætt að selja úr landi valdar
skepnur og tamdar, en á erlendum markaði er
alltaf talið sjálfsagt að hross séu tamin að
meira eða minna leyti, því að þar eru þau gerð
bandvön strax sem folöld.
Um öll lönd fer hrossum fækkandi en sam-
tímis eykst þátttaka þeirra í allskonar sport-
mennsku og virðist það verksvið og hlutverk
framundan, og má líklegt telja, að hægt sé með
ræktun og þjálfun að skapa vel hæfa íslenzka
stofna til þeirra hlutverka.
STOFNLÁN ADEILD
Búnaðarbankans hefur auglýst eftir tilkynning-
um frá bændum um framkvæmdir þær, sem
fyrirhugaðar eru á árinu og lán þurfi að veita
til. Fyrir 15. apríl skyldu tilkynningar þessar
komnar og þeim skyldu fylgja upplýsingar um
búnaðarástand þeirra jarða, sem um er að
ræða hverju sinni, viðurkennt og vottfest af
héraðsráðunaut á hverjum stað. Umræddar
ráðstafanir munu gerðar í þeim tilgangi, að
forráðamenn bankans geti í tæka tíð fengið
nokkra hugmynd um hve mikið fjármagn
Stofnlánadeildin þurfi að hafa til umráða til
þess að geta sinnt lánabeiðnum, samkvæmt
þeim lögum og reglum, er þar að lúta.
SAUÐFÉ FJÖLGAR
á Nýja Sjálandi. Síðasta talning sauðfjár þar
leiddi í ljós, að fjárfjöldi var 50,1 milljón og
var það 2Vz% fleira en árið áður. Ærnar voru
35 milljónir og var það 3% hærri tala en árið
1961. Það fylgir fregninni um sauðfjártöluna,
að fjölgunin stafi af hækkandi ullarverði og
tiltölulega góðu verði á öllum afurðum.
HÆKKANDI SYKURVERÐ
um undanfarna mánuði stafar af því, að upp-
skera þeirra jurta, sem sykur er unninn úr,
hefur ekki nægt til þess að fullnægja neyzlu-
þörf heimsins. Þetta hefur aftur leitt til þess,
að sykurrófur verða nú ræktaðar á stærra land-
svæði í Evrópulöndum en áður. Danir t. d. ætla
að auka sykurrófnaakra um 14% í ár.
Hið sama er að segja um Hollendinga. Þar
hefur ræktun sykurrófna farið minnkandi ár
frá ári eins og hjá Dönum og verksmiðjurnar
hafa staðið ónotaðar. í fyrra voru sykurrófur
ræktaðar þar á 175 þúsund ekrum en í ár á
216 þúsund ekrum. Síðastliðið ár framleiddu
Hollendingar 500 þúsund lestir af sykri og fluttu
inn 150 þúsund lestir. Ef góð uppskera verður
í ár gera þeir ráð fyrir að geta fullnægt heima-
þörfum að mestu.
Með vaxandi sykurframleiðslu í ýmsum lönd-
um ætti aftur að komast á jafnvægi milli fram-
boðs og eftirspurnar og verðið þannig að fær-
ast í eðlilegt horf.
FOSFÓRÁBURÐUR
Vert er að benda á, að í þessu hefti FREYS
er aðalgreinin um mjög þýðingarmikið atriði,
fosfóráburðinn og hagnýtingu hans. Höfundur-
inn, dr. Bjarni Helgason, sérfræðingur við At-
vinnudeild Háskólans, áður kunnur lesendum
blaðsins, mun flestum fróðari hérlendis — ef
ekki öllum — um fosfóráburð almennt. I grein
þessari rekur hann þau atriði, er varða notkun
fosfóráburðar og árangur þeirra, samkvæmt
niðurstöðum tilrauna hérlendis. Er rétt að
benda bændum á að lesa um þessa hluti gaum-
gæfilega. Aukin þekking á hvað gert hefur verið
og gera ber, þegar rækta skal land og nota
áburð réttilega, er auðvitað hagrænt spursmál.
Grein þessi mun rituð með hliðsjón af inn-
flutningi blandaðs fosfórburðar, sem á mark-
aði verður í ár í miklu stærra mæli en áður
hefur gerzt.
GEITFÉ má ekki verða aldauða á íslandi.
í vetur voru ekki 100 geitur á fóðrum.