Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1964, Blaðsíða 17

Freyr - 15.04.1964, Blaðsíða 17
FREYR 141 FRAMLEIÐSLURÁÐ LANDBÚNAÐARINS: INNVEGIN MJÓLK árin 1962 og 1963 og framleiðsla mjólkursamlaganna Hér fer á eftir skýrsla yfir inn- vegið magn mjólkur í mjólkursamlögin á síðastliðnu ári og um framleiðslu þeirra á sama tímabili. Yfirlitið þarf lítilla skýringa við; þó þykir rétt að skýra þau með nokkrum orðum. Skýrslan um móttekna mjólk sýnir, að innvigtunin hefur aukizt um rúmar 6 milljónir kg miðað við árið 1962. Þetta gerir 6.77% að meðaltali. Að magni til hefur aukningin orðið mest hjá mjólk- ursamlaginu á Akureyri. Þar varð aukn- ingin 1.298.779 kg eða 7.79%. Hlutfalls- lega hefur aukningin orðið mest hjá mjólkursamlaginu á Egilsstöðum, svo sem títt er hjá mjólkursamlögum, sem nýlega hafa hafið starfsemi sína. Aukningin hjá mjólkursamlaginu í Borgarnesi er rösklega 1 milljón kg eða 12.23%. Mikill hluti þessarar aukningar á vafalaust rætur sínar að rekja til þess, að bændur í Dalasýslu hafa aukið fram- leiðslu sína fyrir þær sakir, að hið nýja mjólkursamlag i Búðardal er nú að taka til starfa. Það, sem þessi skýrsla er þó einkum athyglisverð fyrir, er, að ávallt dregst saman mjólkurframleiðslan í næsta nágrenni Reykjavíkur og að aukningin hjá Mjólkurbúi Flóamanna er hlutfallslega minni en meðaltalið fyrir öll samlögin. Um framleiðslu mjólkurvaranna er þetta að segja: Mjólkursalan hefur aðeins aukizt um 1.66% og er það heldur minni aukning en sem nemur fólksfjölguninni á árinu og minni aukning hlutfallslega en verið hefur hin síðari ár. Skyrframleiðslan hefur minnkað um 71 smálest eða 3.74%. Þetta stafar án efa af minni heimsendingum til framleið- enda en árið áður. Af skýrslunni verður annars séð, að mestur hluti aukningarinnar hefur farið til ostagerðar og í framleiðslu á ný- mjólkurdufti. Var hér um nauðsynlega breytingu að ræða til þess að forðast of miklar smjörbirgðir. S K Ý R S L A uni framleiðslu mjólkursamlaganna árin 1962 og 1963. Tegund framleiðslu M i s m u n u r Árið 1962 Árið 1963 Magn % Seld nýmjólk . Itr. 38.931.849 39.577.285 645.437 1.66 Seldur rjómi — 1.012.897 1.038.881 25.984 2.57 Framl. smjör • ■ kg 1.447.672 1.506.426 58.754 4.06 — skyr 1.915.420 1.843.751 71.669 -=- 3.74 — mjólkurostur . — 698.649 800.530 101.881 14.58 — mysuostur . — 67 638 68.725 1.087 11.61 — undanrennuduft ... . — 718.720 444.791 -=-273.929 -4-38.11 — nýmjólkurduft . . .. — 44.875 400.225 355.350 792.00 — ostaefni . — 326.651 422.040 95.389 29.20 — fóðurostur — 40.440 26.036 14.404 35.62 Mjólk í niðursuðu . — 106.728 96.480 -f- 10.248 -4-9 60

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.