Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.1966, Side 9

Freyr - 01.06.1966, Side 9
FREYR 271 Þessar skurðgröfur frá Poclain eru með há- þrýsti vökvakerfi. Með þeim er hægt að fá fjöldann allan af auka hlutum, sem skapa mjög mikla fjölbreytni í notagildi þeirra. Á þessu ári höfum við selt 3 gröfur. Grafa sem er 10,5 tonn á beltum með tilheyrandi, kostar um 1,2 millj. kr. Hjólagröfur frá Ferguson höfum við verið með undanfarin ár, og eru fleiri slíkar gröfur í notkun hér á landi, en af nokkurri annarri gerð af slík- um gröfum. — Fleiri vélar og verkfœri? —• Við erum með plóga, herfi, kartöflu- upptökuvélar og niðursetningarvélar, — margar stærðir af Weeks flutningavögnum, ýmis önnur tæki erum við með. Árið 1963 fengum við umboð fyrir Alfa-Laval mjólk- urbúsvélar, en þær eru taldar mjög full- komnar. Vélar frá þeim munu verða settar niður í nýju mjólkurstöð KEA á Akureyri. Erlendis er farið að nota ný gerilsneyðing- artæki frá Alfa-Laval, sem eiga eflaust eft- ir að valda verulegri byltingu í mjólkur- iðnaðinum. Mjólk, gerilsneydd í þessum tækjum getur geymst svo mánuðum skiptir án þess að skemmast. Aðferðin er þannig að yfirhitaðri gufu er hleypt í gegnum mjólk- ina, sem síðar er sett á loftþéttar umbúðir. Eftir að hafa rætt við Baldur Tryggvason um þœr vélar og verkfæri, sem Dráttarvél- ar hf. flytja inn, þá snerist talið að vara- hlutaverzluninni. Það var mjög fróðlegt, að fá fram skoðan- ir Baldurs á þessum málum og skyggnast örlítið inn í það völundarhús, sem hyggt er af skinnum, ventlum, gormum og þeim öðr- um 10 þúsund númerum sem eru á spjald- skrá Dráttarvéla hf. á varahlutalager fyrir- tækisins á Snorrabraut. Hér kemur svar Baldurs við spurningunni. — Er hœgt að hæta varahlutaþjónustu fyrirtækjanna frá því, sem hún er í dag? Ég tel að erfiðleikar okkar til að byggja upp fullkomna þjónustu stafi fyrst og fremst af þremur atriðum. 1. Verzlunartekjur af varahlutum í bú- vélar eru of litlar. Hámarks verzlunar tekj- ur eru sömu og hjá þeim, sem verzla með varahluti í bifreiðir og aðrar vélar, þar sem salan er mun meiri og jafnari allt árið. 2. Mjög lítil hreyfing er á varahlutum í búvélar, nema aðeins yfir sumarmánuðina. Það skapar mikla erfiðleika í sambandi við allt mannahald, á sumrin og háan reksturs- kostnað yfir vetrartímann, miðað við veltu. 3. Vegna hins stutta sumars og litlu ár- legu notkunar vélanna, miðað við það sem gerist annarsstaðar, verður varahlutavelt- an lítil miðað við fjölda seldra véla.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.