Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1966, Blaðsíða 13

Freyr - 01.06.1966, Blaðsíða 13
FREYR 275 Stjórnarformaður MR. taldi réttara að taka mynd af blómlegum skrifstofustúlkum en af stjórn fyrirtœkisins. Hér eru þœr taldar fró v. Soffía Oddsdóttir, Ásta Breiðdal, Marta Sigurðardóttir og Arndís Ólafsdóttir. Kögglað kjamfðður Á síðastliðnu ári lauk Mjólkurfélag Reykja- víkur við að reisa nýtt verksmiðju- og vöru- geymsluhús á Laugavegi 164. Húsið stendur Brautarholtsmegin á lóðinni og er 3 hæðir, alls 6300 m3, eða nokkru stærra en verzlun- ar- og skrifstofuhús félagsins, sem það hafði reist áður á sömu lóð. Bæði húsin eru rúm- lega 12.000 m3. í nýja húsinu hefur félagið nú aðalvöru- geymslu sína og fóðurblöndun. Hefur það síðan í fyrra starfrækt þar fóðurblöndunar- vélar af nýjustu gerð, smíðaðar af heims- þekktri svissneskri verksmiðju. Buhler Gebriider í Uzwil, sem byggt hefur slíkar fóðurverksmiðjur víða um heim, þar á með- al margar á Norðurlöndum og annarsstaðar í Evrópu. Á þessu ári hefur Mjólkurfélagið bætt við kögglapressu frá sömu verksmiðju með tilheyrandi útbúnaði, og hefur nú byrjað framleiðslu á kögglafóðri fyrir varphænur. Er það heilfóður, sem inniheldur öll nauð- synleg næringarefni, sölt, steinefni og víta- mín, og þarf ekkert annað að gefa hænsn- unum, nema hreint vatn. Þótt aðeins séu fá ár síðan farið var að Leifur GuSmundsson, framkvœmdastjóri t. h. köggla varpfóður almennt, er nú orðið lang- mest notað af því fóðri köggluðu í nágranna- löndum, enda eru kostir þess miklir. Öll hænsnin fá sama fóður, með svo fullkominni samsetningu sem unnt er samkvæmt nú- verandi þekkingu. Þau geta ekki valið úr og ekki afetið hvort annað. Nýting fóðurs- ins er betri og minni fyrirhöfn að gefa það. Allt þetta stuðlar að hagkvæmari rekstri og auknu varpi. Kögglunin gerist þannig, að gufa frá katli er leidd með hæfilegum þrýstingi í gegn-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.