Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1966, Blaðsíða 15

Freyr - 01.06.1966, Blaðsíða 15
FREYR 277 Frá Stétlarsambandi bœnda: Fyrning útihúsa Á aðalfundi Stéttarsambandsins 1965 var sambandsstjórninni falið, að fá breytt nokkrum atriðum í reglugerð um tekju og eignarskatt. Af þessu tilefni var fjármála- ráðherra sent eftirfarandi bréf: “Stjórn Stéttarsambands bænda leyfir sér hér með að skrifa yður, hæstvirtur fjár- málaráðherra, og óska eftir að þér beitið yður fyrir því, að eftirfarandi atriðum verði breytt varðandi skattframtöl bænda á næsta ári. j} 1 1. Stofnsjóðsinnistæður, í verzlunarfé- lögum og mjólkurbúum, og framlög til þeirra og vextir verði undanþegnir skatt- álögum eins og annað sparifé. 2. Frádráttur frá tekjum vegna vinnu eiginkonu við búreksturinn verði hækkað- ur að minnsta kosti til samræmis við hækk- aðan persónufrádrátt og almenna hækkun vinnulauna. 3. Fyrning útihúsa verði reiknuð af kostnaðarverði bygginganna eins og gert er af mannvirkjum, sem þjóna hliðstæðu hlut- verki hjá sjávarútvegi og iðnaði. Margir eldri bændur eiga nokkrar stofn- sjóðsinnistæður. Það fé er bundið í félögun- um og virðist á flestan hátt svipað og bund- ið sparifé, sem ekki er framtalsskylt. Sann- gjarnt er að það sama gildi fyrir stofnsjóðs- innistæðurnar. Frádráttur vegna vinnu eiginkonu við búreksturinn hefur verið óbreyttur til fleiri ára. Eðlilegt er að þetta breytist í hlutfalli við aðrar breytingar í efnahagsmálum. Fyrning útihúsa í skattframtali er reikn- uð af fasteignamati. Þetta er óþolandi, því að fasteignamatið er sjaldnast nema lítið brot af því, sem húsin kosta. Iðnaður og sjávarútvegur fá að reikna fyrninguna af kostnaðarverði framkvæmd- anna og er ekki nema sanngjarnt, að það sama gildi um þessa atvinnuvegi alla.“ Svarbréf barst frá ráðuneytinu 1. apríl s. 1. svo hljóðandi: “Með bréfi, dags. 22/9 1965, farið þér þess á leit við ráðuneytið, að eftirfarandi atrið- um verði breytt: 1. Stofnsjóðsinnistæður í verzlunarfé- lögum og mjólkurbúum og framlög til þeirra og vextir verði undanþegnir skatt- álögum, eins og annað sparifé. 2. Frádráttur frá tekjum vegna vinnu eiginkonu við búreksturinn verði hækkað- ur að minnsta kosti til samræmis við hækk- aðan persónufrádrátt og almenna hækkun vinnulauna. 3. Fyrning útihúsa verði reiknuð af kostnaðarverði bygginganna eins og gert er af mannvirkjum, sem þjóna hliðstæðu hlutverki hjá sjávarútvegi og iðnaði.“ Af þessu tilefni tekur ráðuneytið fram, að það hefur falið ríkisskattstjóra að fella inn í reglugerð nr. 245/1963 um tekjuskatt og eignaskatt, ákvæði þess efnis, að fyrning útihúsa á bújörðum reiknist af kostnaðar- verði bygginganna í stað gildandi ákvæða um, að fyrning reiknist af fasteignamats- verði. Um liði 1 og 2 er það að segja, að breytingar í þá átt, sem fram á er farið, er eigi unnt að gera án breytinga á gildandi lögum um tekjuskatt og eignaskatt. Ráðu- neytið hefur ekki í hyggju að leggja neitt

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.