Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.1966, Side 16

Freyr - 01.06.1966, Side 16
278 FREYR frumvarp um breytingar á þeim fyrir þing það, er nú situr, en mun taka til athugunar að gera breytingar á nefndum atriðum, er lögin verða endurskoðuð næst.“ Frá ríkisskattstjóra hefur eftirfarandi borist varðandi þessa breytingu á reglu- gerðinni um tekju og eignaskatt. Um jyrningar útihúsa á bújöröum Þegar um útihús á bújörðum er að ræða, þá ber að tilgreina byggingarár og kostn- aðarverð hvers einstaks húss fyrir sig eins og kostnaðarverðið þess var talið á skatt- framtali, þegar húsið var byggt. Þar frá skal draga og tilgreina einnig sérstaklega, feng- inn óafturkræfan byggingarstyrk, ef um var að ræða. Frá því, sem þá verður eftir skal draga 10% (niðurlagsverð.) Af því sem þá verður eftir reiknast fyrning, að há- marki 4 hundraðshlutar (4%). Sú fyrning- arupphæð, sem framteljandi fer fram á, skal tilgreint í hundijaðshlutum (%) og krónum. Tilsvarandi gildir um keypt útihús á bújörðum. Tilgreina skal kaupár og kaup- verð eins og það var talið á skattframtali, þegar húsið var keypt. Þegar um það er að ræða, að hús og jörð hefur verið keypt í einu lagi, skal skipta kaupverðinu í hlut- falli við fasteignamat. Ef t. d. útihús var að fasteignamati 1/10 af heildarfasteigna- mati húsa og jarðar, þá skal kaupverð úti- húss talið 1/10 af heildarkaupverði. í tilmælum skal og tilgreint fasteigna- mat viðkomandi húss og þar með hvort fyrning var áður reiknuð 4% eða 6% af fasteignamati. Fyrningum verður því aðeins breytt, að fram komi tilmæli þar um og að greinilega sé tekið fram, hvernig breyta skuli, enda er um hámarksfyrningu að ræða og ekki er framteljanda skylt að færa svo háa fyrn- ingu, þótt hins vegar beri að fylgja sömu reglu um fyrningu frá ári til árs, að óbreyttri reglugerð. Treimúismjó Um þessar mundir hafa 6500 sveitarbæir í Svíþjóð fengið heimilismjólkurtank, eru það um það bil 5% af öllum mjólkurfram- leiðendum þar í landi. En frá þessum 5% framleiðenda koma 14% af mjólkurmagn- inu, og er þetta mjólkurmagn flutt á tank- bílum. Tankbíll, þannig bíla nofa Svíar aðallega við sína mjólkur- flutninga. Þessi flutningaaðferð hefur náð mestri út- breiðslu í nágrenni Stockholms, sem sést á því, að þar um slóðir hafa 27% af mjólkur- framleiðendunum sinn heimilismjólkur- tank. Mjólkursamsalan í Stokkhólmi hefur mjög stuðlað að útbreiðslu heimilismjólk- urtankanna. Framkvæmdin byggir öll á nákvæmum hagfræðiútreikningum og hingað til hefur ekki verið lagt út í neina framkvæmd vegna heimilsmjólkurtanka nema hún hafi skilað 6% hagnaði af stofnkostnaði + 10 %hagn- aði að auki. Hagnaðurinn er mestur ef hægt hefur verið að framkvæma tankflutninga á einni flutningaleið, en það leiðir aftur af sér, að

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.