Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.1966, Qupperneq 17

Freyr - 01.06.1966, Qupperneq 17
FKEYR 279 >1 í allir framleiðendurnir á leiðinni verða að vera þátttakendur. Mestur hagnaður af þessari flutningaaðferð kemur í ljós þegar þátttakendurnir eru stórframleiðendur. Vandamál minni framleiðendanna á tank- flutningaleiðunum er leystur á þann hátt, að þeir nota áfram mjólkurbrúsa, sem kældir eru með kælivél. Tankbílarnir eru nýttir mjög vel. Algengt er að nota þá á 2 eða 3 vöktum á hvaða tíma sólarhringsins, sem vera skal. Tankbíllinn getur oftast flutt 8,11 eða 14.000 ltr af mjólk. Sagt er frá því, að á s. 1. ári hafði einn tank- bíll flutt 11 millj. ltr mjólkur frá framleið- endum til mjólkurbúsins. í Svíþjóð gildir sú regla, að mjólkurbúið á mjólkurtankana, en síðan er ákveðið gjald tekið af hverjum mjólkurlítra, sem fer í gegnum tankinn. Mjólkurbúið hefur eftirlit með tönkum og kælivélum. Þegar þessi aðferð er orðin almenn við mjólkurflutninga, er þessi eftir- lits- og viðgerðarþjónusta mjög nauðsynleg. í Svíþjóð hófust tankflutningar á mjólk frá bændum árið 1956. Þá var gerð tilraun með þetta fyrirkomulag. 40 bæir í nágrenni Stokkhólms voru látnir fá heimilismjólkur- tanka. Næstu tvö árin voru gerðar víðtækar at- huganir og rannsóknir á þessum 40 bæjum og að þeim tíma liðnum þótti fullséð, að heimilismjólkurtankar væru hentugir og hagstæðir. Þá fyrst hófst tankvæðingin í Svíþjóð, sem hefur leitt til þess, að nú í dag eru 6500 tankar í notkun. ❖ * ❖ 'Wedholm heitir fyrirtæki eitt, sænskt, sem mjólkurbúin eiga að mestu, en er hluta- félag. Þetta fyrirtæki framleiðir búnað í þágu mjólkurbúanna og framleiðenda mjólkur. Nú hefur það í gangi heimilistanka framleiðslu og tankbílabyggingu, í stað mjólkurbrúsa og annarra tækja fyrst og fremst á meðan gamla flutningafyrirkomu- lagið ríkti. Mjólkurtankur með áfastri kœlivél. Fulltrúi fyrirtækis þessa kom hingað til lands í marzmánuði og gerði þá grein fyrir athöfnum Svía á þessum sviðum og hefur

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.