Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1966, Síða 20

Freyr - 01.06.1966, Síða 20
282 FREYR arnir flognir úr hreiðrinu og hann sjálfur farinn að lýjast og eldast. Hann verður þá að vinna að búi sínu fáliðaðri en áður, og ósjaldan verður úr þessu óbærileg vinnu- þrælkun, hættuleg líkamlegri heilsu og andlegu þoli. Hér sem oftar hefði verið betra að fara meðalveginn. Ætla sér af. Hafa bústærð- ina í hófi. Því fremur er ástæða til að gæta var- úðar í þessum efnum, að stórbúin skila ör- sjaldan arði í hlutfalli við tölu búpenings- ins. Búskapur nú til dags er vandasöm at- vinnugrein, og hann krefst mikillar þekk- ingar og umönnunuar, orku og fjármuna. Sífelldar nýjungar berast að, og bóndinn þarf að fylgjast vel með og geta valið og hafnað. Hann þarf að geta lesið úr niður- stöðum rannsókna og athugana og beitt því sér og búskapnum til hags, ef vel á að vera. Fóðrunin er ekki síður þýðingarmikið at- riði og hún byggist á ástandi eða gæðum fóðurins. Ræktunarlandið er því þýðingar- mikil undirstaða. Nægilega stórt ræktar- land, rétt vinnsla þess og meðferð, er eitt af því, sem ekki má gleyma. Ræktunin má ekki verða til síðar en byggingarnar. Hún verður að koma á und- an að verulegu leyti, og jafnhliða að öðru leyti. Hún þarf að vera það mikil, að hægt sé að safna fyrningum í góðum árum, sem nægi til jöfnunar í kalárum, eða þegar hey- afli er rýrari vegna óhagstæðs veðurfars. Aðeins flónin setja á guð og gaddinn. Þeir, sem setja bóndann á sama bekk og daglaunamanninn, sem vinnur með haka og reku, fara því sannarlega villir vegar. Útihúsabyggingar bóndans eru mjög dýr- ar, og þær þurfa að vera traustar og vand- aðar, ef þær eiga að endast. Þessar bygg- ingar eru að verulegu leyti reistar fyrir lánsfé, sem verður að greiðast ásamt til- heyrandi vöxtum. Hér er um háar upphæð- ir að ræða, og þær verður að greiða með arðinum af húsdýrunum, sem í bygging- unum eiga að vera. Það er því höfuðnauð- syn að valin skepna sé í hverju rúmi. Bygg- ingarkostnaðurinn verður ekki borinn uppi með lélega notuðu húsrými eða afurðarýr- um búpeningi. Hér þarf þó fleiri stoðir undir, ræktun- in verður einnig að vera það mikil, að hægt sé að beita búfé að verulegu leyti á ræktað land. Ef menn byggja stór peningshús, sem hvorki samsvara stærð ræktaðs lands né tölu búpenings, eru þeir að fara rangt að fjárhagslega, og alveg eins þótt þeir kalli það „að byggja fyrir framtíðina“. Þeir gera það einungis af því, að þeir hafa þá gleymt að rækta fyrir framtíðina og fjölga búfénu fyrir framtíðina. Bóndi, sem ætlar að fjölga mjólkurkúm, á því ekki að byrja á því að byggja aukið húsrými fyrir mjólkurkýrn- ar, heldur á hann að byggja einfalt og hóf- legt geldneytafjqs og ala þar upp stofn að mjólkurkúm, sem verða fullvaxnar, um það bil sem hið eiginlega fjós er fullbyggt. Hann þarf þá ekki að standa með auða bása og getur látið dýra byggingu skila fullum arði strax á fyrsta ári. Það er ástæða til að vara menn við að láta hinn svokallaða „stórbúskap“ villa sér sýn. Ýmislegt bendir til, að 18 mjólkandi kýr ásamt 70—80 fjár geti verið bæði hag- kvæm og þægileg bústærð fyrir meðalfjöl- skyldu á mjólkurframleiðslusvæðum. Ef kýr eru af góðum stofni, fóðrun í lagi og þess gætt að líða aldrei vanmetaskepnur á bás, en sauðfé á sama hátt alið til arðs, eiga brúttótekjur af slíku búi að vera — ekki minna en 500 þúsund krónur, með núver- andi verðlagi. Þessu verður þó ekki náð, nema með því að hafa mikið og gott rækt- arland og mikla þekkingu og umönnun í búsýslunni. Þeir bændur, sem nú þegar hafa náð þessu marki, sanna, að það er hægt. Hitt þarf svo ekki að taka fram, að af- urðamagnið eitt er víðs fjarri því að vera mælikvarði á hagkvæman búrekstur. Er

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.