Freyr - 01.06.1966, Qupperneq 21
FREYR
283
GARÐRÆKT
Varnir gegn kálmaðki
Kálmaðkurinn er víða um land, og veldur
erfiðleikum við ræktun á gulrófum og káli.
Þeir sem fást við ræktun kálmetis, þar sem
maðkurinn herjar, mega ekki láta undir
höfuð leggjast að nota varnarlyf. Án þeirra
er ræktunin í flestum tilfellum dæmd til
þess að misheppnast. Hafa verður nákvæmt
eftirlit með gróðrinum og hefjast handa um
varnaraðgerðir strax og í ljós kemur, að
flugan er farinn að leggja egg, en sá tími
er dálítið breytilegur frá ári til árs, en oft-
ast er það um eða upp úr miðjum júní.
Helstur varnarráð; sem ráðlögð hafa ver-
ið gegn kláðmaðkinum um margra ára skeið
eru þessi: í fyrsta lagi að dreifa dufti á fræ-
ið fyrir sáningu, sé um tegundir að ræða,
sem sáð er beint á vaxtarstað, t. d. rófur,
næpu, hreðkur, fóðurkál. Ymsar gerðir
lyfja eru í duftformi, t. d. lindan og hexa-
klor. Skiptir sjálfsagt ekki miklu hvert
þessara efna er valið. Af 50% Lindan þarf
30—40 g í 100 gr af fræi. En þar sem duftið
tollir illa við fræið, er ráð að gera það að-
eins rakt t. d. með fáeinum dropum af stein-
það hvort tveggja og hvort bundið öðru, að
það er ekki sama, hvað hlutirnir kosta,
og bóndinn verður að vita, hvað þeir kosta.
Allt slíkt ættu að vera sjálfsagðir hlutir og
verður að taka með í reikninginn.
Stækkið því búin í hófi, en bætið arð-
semi þeirra þannig, að það komi ykkur í
hag. Sýnið dugnað, en leggið ekki ok á
herðar ykkar. Munið, að meira vinnur vit
en strit.
Og svo er það, að maðurinn lifir ekki á
einu saman brauði. Bóndinn þarf líka að
hafa tíma til að lesa góða bók og dást að
fögru kvæði, svo sem forfeður hans hafa
jafnan gert á íslandi.
olíu. Þessi aðferð dregur örugglega úr
skemmdum af völdum maðksins, en veitir
alls ekki fullnægjandi vörn allt sumarið.
Þess vegna þarf einnig að dreifa dufti eða
vökva í kring um plönturnar, þegar þær
eru komnar á legg. Þær aðferðir eru einnig
notaðar sitt á hvað við kálmeti, sem gróður-
sett er, eins og hvítkál, blómkál, pottarófur
o.fl.
Sé vökvunaraðferðin valin, er rétt að
velja lítt eitruð og hættulítil lyf, eins og
rotmakk-kverk og lindasekt eða hortex.
Sama gildir að sjálfsögðu hvað lyf snertir,
ef stráð er dufti umhverfis plöturnar.
Rotmakk-kverk fæst þó ekki sem duft,
Lindasekt aftur á móti sem Lindanduft,
auk þess, er um að ræða basudinduft. Um
styrkleika við vökvun vísast til leiðarvísis,
sem fylgir lyfinu. Ávallt verður að fylgja
honum nákvæmlega. Að dreifa dufti aðeins
einu sinni er sjaldan fullnægjandi ráðstöf-
un. Þeir, sem reynsluna hafa, telja að slíkt
þurfi að gera 8—14 daga fresti minnst 2—3
svar. Fer þetta þó mikið eftir því, hvernig
tíðarfarið er og hversu mikið er um flugu.
Sé vökvunaraðferðin notuð, er áríðandi
að jarvegurinn blotni vel í kring um hverja
plöntu. Það má því ekki spara vökvann um
of. Einn líter af vökvablöndu á hveriar
10—12 plöntur, er af mörgum talið nauðsvn-
legt magn. Góð vökvun er langsamlega
öruggasta aðferðin til þess að halda rófum
og öðru kálmeti maðkalausu, hins vegar er
það vinnufrekasta aðferðin, sem þó má
tæknivæða nokkuð, ef um umfangsmikla
ræktun er að ræða t. d. ræktun gulrófna á
akurlendi. Einfaldlega má þá festa tunnu á
pall aftan á traktor og leiða frá henni nokkr-
ar slöngur, sem vökvinn rennur um. Að
sjálfsögðu þarf einn maður að stjórna hverri
slöngu við vökvunina í kring um plönturn-
ar, en sé hún vel framkvæmd, þarf sjaldan
að fara yfir stykkið aftur. Við gulrófna-
ræktun þarf að sjálfsögðu að sá í raðir, sem
hæfa draga, til þess að hægt sé að nota þessa
varnaraðferð. Ó. V. H.