Freyr - 01.06.1966, Qupperneq 22
284
FREYR
Nokkur minnisatriði ffyrír garðræktendur
GRASFLOTIN
Hafið þið grasflöt umhverfis íbúðarhúsið,
sem ykkur er annt um og viljið gjarnan
halda þokkalegri og í góðum vexti? Sé svo
þá eru hér nokkrar leiðbeiningar, er snerta
hirðingu hennar.
Á vorin er grasflötin mjög viðkvæm og
ber því að forðast, að hún verði fyrir miklu
traðki, áður en frost er gengið úr jörð og
jarðvegurinn orðinn þurr. Strax og hlýna
tekur í veðri og nál fer að sjást upp úr gras-
rótinni, er gott að bera skammt af garðaáb-
urði (t. d. 9-14-14) á grasflötina t. d. 7-9 kg
á 100 m2. Það tíðkast víða að bera búfjár-
áburð á grasflötina að hausti eða á áliðnum
vetri. Slíkur áburður kemur ekki aðeins að
góðu gagni sem skýli fyrir grasrótina, eink-
um þar sem snjólétt er, heldur örvar hann
einnig vöxt. Búfjáráburður einn er þó ekki
fullnægjandi áburðarskammtur fyrir gras-
flöt, sem slegin er oft og þarf að vaxa mikið.
I stað haust- eða vetrarbreiðslu búfjár-
áburðar mætti fullt eins vel nota vel rotna
mýrarmold (torfmold) íblanda 1,5 kg af
garðaáburði og 2 kg af kalki pr. m3. Er gott
að dreifa 1-2 cm þykku lagi af slíkri mold
yfir grasflötina. Strax og tíðarfar er orðið
hagstætt er vetrarábreiðslu rakað af flöt-
inni. Hafi mýrarmold verið notuð, rakast
hún að mestu niður í svörðinn, sem fær því
viðbót velþeginna moldarefna. Sé mikill
mosi í flötinni, má reyna að losa hann upp
með hrífu. Mosinn er yfirleitt mjög laus um
það leyti sem grasvöxtur hefst, þannig að
það ætti að vera auðvelt verk að fjarlægja
hann að mestu. Séu dauðir blettir í gras-
flötinni, en slíkt er ekki óalgengt þar sem
nýlega hefur verið sáð og vatn hefur staðið
unpi að vetri, er allt rot rakað vandlega úr
blettinum og hann síðan þakinn smávegis
af góðri gróðurmold og þar næst sáð gras-
fræi.
Þegar yfirborð grasflatar er orðið hóflega
þurrt, er gott að fara yfir það með valtara
til þess að slétta misfellur þær, sem vetrar-
frostin kunna að hafa valdið. Völtun má
framkvæma 2-3svar sinnum að vori og
sumri, en þó hvorki þegar grasflötin er mjög
blaut né mjög þurr. Ekki er ráðlegt að nota
mjög þungan valtara því undan slíkum get-
ur jarðvegurinn pressast of mikið saman.
Sé jarðvegur mjög leirborinn eða humus
ríkur verður ávallt að valta með gætni og
forðast að gera það oft.
Verði jarðvegur í grasflöt of þéttur vegna
völtunar, vökvunar eða mikillar umferðar,
kemur það fljótlega í Ijós sem vanþrif í
gróðrinum. Aðferð til þess að ráða bót á
þessu er að gata grasflötina. Þetta má gera
með stungukvísl. Eins eru til sérstaklega
útbúnar vélar með tindum á völsum, sem
reka göt í grasrótina þegar tækið er knúið
áfram. Er þá algengt að sandbera holur þær,
sem myndast hafa við götunina. Jarðvegur-
inn þéttist þá síður.
Sláttur grasflatar á að hefjast áður en
grasvöxturinn verður of mikill. Sjálfsagt er
að nota garðsláttuvél. Án hennar fæst aldrei
góð grasflöt. Ýmsar stærðir og gerðir garð-
sláttuvéla eru á boðstólnum, bæði hand-
knúnar og motorknúnar. Þær fyrrnefndu
eru frá kr.1000—1200 og þær síðarnefndu
frá kr. 5000.00.
Séu grasblettir minni en 300—400 m2, eru
handknúnar vélar fullgóðar og fullnægjandi
fyrir alla þá, sem vilja leggja það á sig að
halda grasflötinni í þokkalegu ástandi. En
á bletti sem er yfir 400 m2 þarf helzt vél-
knúna vél.