Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1966, Blaðsíða 24

Freyr - 01.06.1966, Blaðsíða 24
286 FREYR ri munu telja sig hafa tíma til að fram- kvæma. Eftir þessa jöfnun er rakað vel og vandlega yfir svæðið nokkrum sinnum, og að því loknu ætti sáning að geta hafizt. Við sáningu er hagkvæmt að skipta svæð- inu niður í reiti af jafnri stærð og vigta sáðmagnið á hvern reit. Tryggir þetta, að unnt er að dreifa fræinu jafnar. Sé fræinu á hvern reit skipt í tvo hluta og þeim síðari sáð hornrétt á þann fyrri, ætti sáningin að geta orðið jöfn hjá flestum. Eftir sáningu er farið örlétt með hrífu yfir svæðið til þess að fella fræið smávegis niður. Síðan er svæðið léttilega valtað, eða klappað með skóflu. Verði mjög þurrt á meðan á spírun stendur, getur verið æskilegt að vökva, en það verð- ur að gerast með mikilli gætni. Af grasfræblöndum fyrir skrúðgarða er nokkuð úrval og misjafnt. Verður hver •••••••*••••••••••••••••••••••••••• Hundaæði eða æði (Rabies) nefnist kvilli alvarlegs eðlis, sem hrjáir kjötætur og smitar fleiri dýr, og svo fólk. Samkvæmt upplýsingu Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar (WHO) hefur alvarlegur faraldur þessa kvilla gripið um sig meðal villidýra í Evrópu, Asíu og Rómönsku Ameríku, og hefur slíkur faraldur ekki verið jafn útbreiddur í 100 ár. í Evrópu er það fyrst og fremst refurinn, sem er smitberi. Af 2660 villtum dýrum, sem náðust í Evrópu með æði, á ár- inu 1963, voru ekki færri en 2071 refur. Það eru einkum átta tegundir villidýra, sem eru næmar fyrir sjúkdóminum: refurinn, sjakalinn, úlf- urinn, sléttuúlfurinn, skunkurinn, mungodýrið, vislan og leðurblakan. Eina leiðin til að hafa hemil á faraldrinum er að fækka villidýrategundum, sem eru næmar fyrir honum. Gagnstætt þeirri almennu skoðun, að æði sé hitabeltissjúkdómur, upplýsir WHO að það komi oft upp meðal hunda og refa á heimskautasvæðunum. Árið 1963 var t. d. sagt frá hundi á Austur-Grænlandi sem hafði verið bitinn af óðu villidýri. Árið 1963 fengu 726 húsdýr í Evrópu sjúkdóminn. í Danmörku kom hann á sama éri upp æði hjá 8 refum, 3 köttum og 2 rádýrum nálægt þýzku landa- mærunum. Þetta leiddi til þess, að 18.000 hundar voru bólusettir, refum og greifingjum var útrýmt með gasi, og heitið var verðlaunum fyrir villidýra- dráp á umræddu svæði. að velja það, sem hann telur bezt henta á viðkomandi stað. Af sáðmagni þarf frá 2,5-4 kg á 100 m2, allt eftir því hvaða tegundir eru hafðar í blöndunni. Matjurtir: Rétt er að benda þeim á, sem hafa fáeinar plöntur af káli eða öðrum þeim matjurta- plöntum, sem gróðursettar eru í garða, að forðast má mikið af illgresi, ef gróðursett er á svartan plastdúk, sem lagður er á beðið, verptur mold á jöðrum og fyrir enda, og ennfremur haldið niðri með nokkrum stein- völum hér og þar. Skorinn er kross í dúkinn og plantan gróðursett þar í gegn. Síðan vökvuð vel. Rakinn helzt vel undir slíkum dúk, og sömuleiðis verður öllu hlýrra á plöntunni en án hans. Ó. V. H. Verður votverkun korns verkunaraðferðin í framtíðinni? Um undanfarin ár hafa ýmsir farið inn á þá leið að þurrka ekki korn það, sem nota skal til heimafóðurs af heimauppskeru, heldur súrsa það, gera af því votkorn. Þetta hefur tekizt sæmilega eða vel þegar það hefur verið varðveitt í plasti eða á annan hátt, er loftaðgangur er hindraður með öllu. Nú eru hafnar tilraunir með súrsun korns í maurasýru. Norska tímaritið PRODUSENTEN segir frá því, að Norðmenn hafi prófað þetta og að ár- angurinn sé það góður, að hann hvetji til frekari tilrauna á þessu sviði. Komið (bygg) er uppskorið með um 30% raka en ekki er vitað hvaða vatns- magn er hæfilegt við votkorns hirðingu, og sjálfsagt er það fleira, sem prófa þarf og rannsaka. Með því að blanda 1.7 lítra af maurasýru í hver 100 kg korns hefur fengizt hinn ágætasti árangur við nefnda verk- unaraðferð. Verði árangurinn í reynd eins og fyrstu tilraunir benda til getur það haft mikla þýðingu hér á landi, en svo sem kunnugt er hefur bygg einatt verið svo seinþroskað, að ekki hefur tekizt að þurrka það og eyðilegging af hlotizt í miklum mæli. Opnar þetta ný viðhorf í okkar kornræktarmálum og er ástæða til að fylgjast með og jafnvel að prófa líka á eðlileg- um tilraunagrundvelli.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.