Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1966, Síða 26

Freyr - 01.06.1966, Síða 26
288 FREYR Skýrsla um prófanir og tilraunir framkvœmdar á órinu 1965 Það er verkfæranefnd ríkisins, sem sent hefur á prent þessa skýrslu, og er hún hin 12. í röðinni, er segir frá þeim athugunum og prófunum, sem Verk- færanefndin hefur látið framkvæma. Á árinu voru 17 landbúnaðarverkfæri til meðferðar og athugun- ar og lokið prófunum á þeim. Hafa sum þessara tækja ekki reynzt svo vel, að viðeigandi þyki að gefa þeim þann vitnisburð, að þau séu við okkar hæfi nema nokkrar breytingar séu á þeim gerðar. Það er augljóst mál, að ýmiss tæki og búnaður, sem aðrir nota með ágætum árangri, hæfa ekki eins vel hér á landi. Það á við um ýmissar vélar til jarð- vinnslu, t. d. og svo til uppskerumeðferðar. Hitt er aftur á móti óþarft að prófa hér tæki og búnað, sem notaður er við nákvæmlega sömu skilyrði og á sama hátt og annarsstaðar, svo sem er við mjólkurmeð- ferð, Umsögn um slíkan búnað, frá erlendum próf- unarstöðvum hafa sama gildi hér og þar og ætti að vera óþarft að leggja vinnu og fjármuni til slíkrar endurprófunar hér, þegar nóg annað er að gera. Réttast væri að Verkfæranefnd — eða staðgengill hennar — birti á íslenzku niðurstöður þeirra at- hugana, sem gerðar eru langtímum saman á til- raunastofnunum erlendis, viðvíkjandi búnaði af því tagi, þegar — eða ef — hann er fluttur til landsins. Ritið er 39 tölusettar síður að meðtöldu yfirliti á ensku. Ársskýrsla um búfjárerfðafrœði og ullarrannsóknir 1965 Stefán Aðalsteinsson, búfjárfræðingur, hefur sent FREY fjölritaðan ritling með ofangreindu heiti. — Fjallar hann um störf þau, sem höfundur hefur unn- ið að á árinu og helztu niðurstöður, sem fengizt hafa í þeim athöfnum. Náði gagnasöfnun um þessi efni til rúmlega 2000 fjár, áa, gemlinga og hrúta, á bú- um bændaskólanna svo og á Reykhólum og Skriðu- klaustri. — í yfirgripsmiklum töflum eru gefin til kynna ýmiss þau atriði, sem eru til rannsókna og að sjálfsögðu taka sinn tíma, sum sjálfsagt um ára- bil. Önnur sýna eðlilegar ársniðurstöður, sem ýmsir bændur mundu spyrja um og má þar á meðal nefna, að af 1584 ám á nefndum búum, létu fóstri 66, ein- lembdar urðu 626, tvílembdar 884, þrílembdar 8 og 1,53 lömb urðu þá á hverja á. Af 1634 ám á þessum búum drápust 50, en það svarar til 3%. Af 313 gemlingum á sömu búum eignuðust 90 lömb og voru 13 þeirra tvílembdir. Vanhöld á 317 gemlingum, sem settir voru á vetur, voru 1,3% Hver ær, sem lifði í sauðburðarbyrjun, skilaði að hausti að meðaltali 21,05 kg lambakjöts, mestu á Skriðuklaustri, 23,12 kg en lægst var meðaltalið á Hólum, 18,31 kg. Um ýmsar aðrar tölur, sem sumar eru taldar bráðabirgðaniðurstöður, skal hér með vísað til skýrslunnar, eða þeirrar skýrslu, sem eflaust mun síðar koma út og ná yfir athuganir og rannsóknir þessar, á vegum Rannsóknarstofnunar landbúnað- arins.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.