Freyr - 01.06.1966, Blaðsíða 28
290
FREYR
Af °i.A R
Er kjötið meyrt og bragðgott?
Kjötrannsóknastofa Landbúnaðarháskólans í Kaup-
mannahöfn hefur starfað um árs skeið og er áhugi
fyrir námi stúdenta við þá stofnun mjög mikill. Þær
rannsóknir, sem unnið hefur verið að, varða lit
kjötsins, seigju, vökvasoghæfni og bragð. Nýtízku
búnaður er notaður til þessara rannsókna.
Rannsóknirnar hafa m. a. leitt í ljós, að seigjan í
kjötinu er arfbundin. Mjög mikill munur er á seigju
kjöts af einstökum skepnum og sá eiginleiki fylgir
ættum, rétt eins og fjöldi vöðvaþráða í hverjum
vöðva er arfgengur eiginleiki, en er svo að sjálf-
sögðu háð fóðrun, að því er snertir gildleika þráð-
anna. Hvorutveggja virðist háð sömu lögmálum hjá
nautpeningi og svínum.
Svo er það fitan
Fyrrum var það svo, að talið var að kjöt væri aldrei
gott ef ekki væri ríkulegt magn fitu milli vöðvanna,
eða vöðvaþráðanna. Nú hafa vísindamenn í USA
uppgötvað, að þetta er ekki rétt. Þeir slátruðu 538
gripum á ýmsu aldursstigi frá 5—99 mánaða. Frek-
ari athuganir með 2600 gripi staðfestu þar, að meðal
vissra kynja og ætta var kjötið afbragðsgott þó að
í því væri lítil fita, jafnvel mun betra en kjöt ann-
arra, sem hafði það sem kallað er hæfilegt fitumagn.
Við nefnda rannsóknarstofu Búnaðarháskólans hef-
f A
BLITANE er bezta varnarlyfið
gegn kartöflumyglu
Blitane er ódýrt og hagkvœmt í notkun
Blitane er auðvelt í notkun
ÍSLENZKUR LEIÐARVÍSIR
Reynzla hérlendis og erlendis
hefur ótvírœtt sannað kosti Blitane
Aðalútsölustaður:
Sölufélagi garðyrkjumanna,
Reykjavík
v_________________________________________J
ur fundist álíka árangur. Spurningin er og verður
því, hvort ekki muni í framtíðinni verða lögð áherzla
á að rækta þá ættstofna, sem safna lítilli fitu en
gefa þó meyrt og gott kjöt.
Og bragðið
Þá hefur stofnunin nokkuð unnið að því að kanna
magn bragðefnanna, þróun þeirra og mismun á þeim
í kjöti einstakra ætta og stofna. Þetta er gert að
japanskri fyrirmynd.
Bragðefnin, sem eru í kjötinu hráu, eru uppruna-
efni að þeim, sem gefa bragð við matreiðslu, og það
sýnir sig, að þau eru mjög mismunandi. Styrkleiki
þeirra er rannsakaður með sérstökum „indikator"
sem heitir inosin-monofosfat, og fullyrt er af öllum,
sem við rannsóknir þessar fást, að tilvísun um
bragðið með þessum ráðum sé miklu öruggari en
nokkrir bragðlaukar í munni manna geti sagt til um.
r---------------------------------------------------
Massey-Ferguson 203 M.K. II dróttar-
vélin meS vökvastýri.
Það hefur ávallt verið stefnumark Massey-Ferguson
verksmiðjanna að hafa á boðstólum tæknilega vel
búnar dráttarvélar. Enda eru Massey-Ferguson drátt-
arvélarnar mest seldu dráttarvélarnar í heiminum.
Nú í vor gefst íslenzkum bændum í fyrsta sinn kost-
ur á því að eignast Massey-Ferguson 203 M.K. H
dráttarvélina.
Massey-Ferguson 203 M.K. H dráttarvélin er búin:
I. 45,5 hestafla Perkins diesel vél, með beinni elds-
neytisinnspýtingu og skiptanlegum votum strokk-
fóðringum. Beina eldsneytisinnspýtingin auðveldar
gangsetningu vélarinnar, enda eru nýrri gerðir Massey
Ferguson dráttarvélanna þekktar fyrir hve auð-
veldar þær eru í gang jafnt að sumri sem í verstu
vetrar hörkum.
Skiptanlegu strokkfóðringarnar lækka viðgerðar
kostnað á aflvélinni, þar sem nægilegt er að skipta
um fóðringarnar, f stað þess sem á sumum öðrum
gerðum þarf að bora blokkina upp, ef strokkar hafa
skemmst.
n. Hraðvirku og ákaflega léttu vökvastýri, sem auð-
veldar alla notkun vélarinnar og eykur afköst við
alla vinnu.
III. Mismunadrif.
IV. Tvöföldu tengsli, sem gerir kleyft að nota vökva-
kerfið óháð gírskiptingum og auðveldar notkun
tengdra tækja.
V. Sérlega öflugum gírkassa og afturöxli, til há-
marks afkasta.
VI. Járnramma, sem umlykur fram-enda vélarinnar
og ver hana skemmdum, þótt ekið sé á vagn eða
bíl við mokstur.
VII. Vökvaloka, sem beinir vökvastraumi vökva-
kerfisins til þrítengis eða tengdra vökvaknúinna
tækja.
VIII. Hjólbörðum, 13x28, 6 strigalaga að aftan og
750x16. 8 strigalaga að framan.
IX Fótolíugjöf.
Verðið á Massey-Ferguson 203 M.K. n ásamt ofan-
töldum búnaði og ýmsu sem ótalið er, er aðeins
kr. 129.000.- með söluskatti.
DRÁTTARVÉLAR H.F.
J