Freyr - 15.08.1968, Síða 6
tJr laxeldisstöðinni við Grafarvog.
auðnar á þennan hátt svo að fallvötn og
stöðuvötn ,er áður voru kvik í ríkum mæli,
hafa verið naumgjöful þegar veiðimenn
hafa leitað þangað til veiða.
Þetta er í rauninni sama sagan og gerst
hefur á öðrum sviðum með þjóð okkar um
1100 ár. Gögn og gœði landnámsaldar eru
að meira eða minna leyti þorrin eða að
minnsta kosti mjög skert í náttúrunnar ríki
og vötnin ekki síður en landið. Mál er kom-
ið til þess, að stefnt sé til annarrar áttar en
gerzt hefur á þessu sviði.
Það eru nú liðnir ártugir síðan fyrst var
hafizt handa hér um klak á hrognum lax og
silungs. Af takmarkaðri kunnáttu mun þó
löngum hafa verið unnið en virðingarverð
viðleitni sýnd til að hjálpa náttúrunni til
þess að viðhalda stofninum.
Á allra síðustu árum hefur gagngerð
starfsemi verið höfð um hönd og frœðileg-
um aðferðum heitt, annarra og eigin
reynzla verið notuð, til þess að ala upp ung-
fisk af lax og silungi, sem síðan er sleppt i
árnar í því trausti, að hann komi í þœr aft-
ur sem vaxinn fiskur. Og þetta gefur von-
andi góðan og ágætan árangur, ýmiss sól-
armerki eru á lofti ,er votta það og vonir
manna eru í ríkum mœli við það tengdar.
Fiskiræktarmálin eru hátt á baugi með
þjóð' okkar nú. Áhugamenn vinna að þeim,
félagslegt framtak gengur þar að verki en
vissir einstaklingar eru þó hér og þar utan
gátta í þeim málum enn, rétt eins og gerist
svo víða þegar ný vðhorf skal móta. Sér-
stakt hlutverk í þágu ræktunarmála veiði-
vatna er á vegum stofnunar, er heitir Veiði-
málaskrifstofan með veiðimálastjóra sem
oddvita þeirrar starfsemi. Laxeldisstöðin í
Kollafirði er eign ríkisins, til hennar er
stofnað og hún starfrækt í þeim tilgangi
fyrst og fremst að efla innlenda þekkingu
á því er varðar rœktun veiðivatna og eldi
lax og silungs. Einstaklingar efna til álíka
starfsemi með ágætum árangri þegar dyggi-
lega er að unnið. Þannig er og verður inn-
lend reynsla fengin.
1 síðasta hefti FREYS var því nær öllu
rúmi varið til þess að segja frá þessum efn-
um og vonandi gefast fleiri tækifæri til að
fjalla um þessar hliðar ræktunarmála, því
að mjög er sennilegt, að íslenzk vötn séu
árvissari til eftirtekju, þegar fiskirækt er
þar stunduð, heldur en sú gróandi jörð, sem
til grasræktar er nytjuð.
Freyr hefur fyrr flutt greinar um þessi
efni og mun framvegis gera það eins og
efni standa til, í því trausti, að hér sé veg-
legur meiður er efla her til hagsældar og
nytja þjóð okkar og þá ekki sízt þeim, er
sveitirnar byggja í framtíðinni. G.