Freyr

Volume

Freyr - 15.08.1968, Page 11

Freyr - 15.08.1968, Page 11
hvítuefni — protein — eða jafnvel köfn- unarefni, hins vegar. Einnig er skortur á steinefnum eða óheppilegt hlutfall milli þeirra algengt. Auk þess sem vitneskja um næringarefni og fóðurþörf er til leiðbeiningar um fóðrun, þá er ýmislegt annað, sem taka verður til- lit til, svo sem þróun framleiðsluhátta og hvaða tegundir eru framleiddar eða fáan- legar. Hlutfall milli fóðurkostnaðar og bú- vöruverðs hefur einnig áhrif í þessu sam- bandi og síðast, en ekki sízt, þekking og leikni þeirra, sem búféð hirða. Síðasta aldarfjórðunginn hafa miklar rannsóknir farið fram á því, sem gerist í vömb jórturdýra við meltinguna. Starfsemi gerlagróðurs þar gerir það kleift að fóðra kýr og önnur jórturdýr á gróffóðri, sem í er of mikið af torleystum kolvetnum svo sem cellulosi og tréni til þess, að hægt sé að nota það fyrir annað arðgæft búfé. Því meir, sem í fóðrinu er af tréni, því tormelt- aðra verður það hlutfallslega, og er þetta annmarki, þegar um er að ræða fóðrun af- urðamikilla gripa. Með því að nota til við- bótar kjarnfóður og rófur, sem er orkumik- ið fóður, má komast hjá þessum vandkvæð- um, og gras í sprettu og snemmslegið, vel verkað hey hefur áhrif í sömu átt. Sést það t. d. á því, að á góðu, vel hirtu ræktuðu landi, geta kýr hér á landi mjólkað allt að 20 kg á dag án kjarnfóðurgjafar. Gerlar og örverur breyta þessum kol- vetnum í vömbinni í rokgjarnar fitusýrur, svo sem ediksýru, propionsýru og smjör- sýru, en í þessum sýrum sameiginlega er um 60-70% af orkugildinu í fóðri jórtur- dýra. Gagnsemi þessara fitusýrutegunda sem orkugjafa er komin undir innbyrðis hlutfalli þeirra og að hverju er stefnt við fóðrunina. Propionsýra er vel fallin til fitu- myndunar líkamsvefja, og úr edikssýru myndast fita í mjólk. Samsetning kolvetn- anna hefur því áhrif á gildi þeirra sem orkugjafa. Miklar rannsóknir eiga sér enn stað á þessu sviði. Þar sem þessar og aðrar efnabreytingar á fóðrinu eiga sér stað í vömbinni, eru jórtur- dýr ekki eins viðkvæm gagnvart samsetn- ingu eggjahvítu- eða proteinfóðurs og ein- maga dýr með tilliti til hinnia nauðsynlegu amínósýra, sem líkaminn þarfnast. Jórtur- dýrin geta meira að segja hagnýtt einfald- ari köfnunarefnissambönd, svo sem þvag- efni, ef sterkja er gefin með, t. d. í korn- fóðri. Magn þess má þó ekki fara fram úr % til 14 hluta af því köfnunarefni, sem í fóðrinu er. Flest lönd hafa þó ákveðnar reglur um notkun þvagefnis í fóðurblönd- ur. í löndum, þar sem skortur er á eggja- hvítufóðri, getur verið réttlætanlegt að leyfa að einhverju leyti notkun þvagefnis, og kj arnfóðurframleiðendur hafa tilhneig- ingu til að setja það í fóðurblöndur vegna þess, hve ódýrt það er. Hér á landi er hins vegar framleitt nóg af eggjahvítuefnum til fóðurs í síldarmjöli, fiskmjöli, hvalmjöli og snemmsleginni töðu og því fráleitt að nota lakari efni í þeirra stað svo sem þvag- efni. Ástæðan fyrir því, að kjarnfóðurgjöf er óhjákvæmileg fyrir kýr í hárri nyt, er sú, að þær geta ekki étið eins mikið af heyi og þær þyrftu til að fá næga næringu í því til viðhalds og afurða. Hinn takmarkandi þátt- ur er raunar sá tími, sem það tekur, að vömbin tæmist og fóðrið fari gegnum aðra hluta meltingarfæranna. Eftir burð eykst lystin langtum hægar en þörfin fyrir nær- ingarefni til mjólkurmyndunar. Því er nú tilhneiging að auka orkumagnið í fóðri há- mjólka kúa með því að nota úrvalshey, auð- melt, kolvetnaríkt kjarnfóður og rófur í þeim löndum, sem framleiðsla þeirra er hagkvæm. Mismunandi mikið þurrheysát fer að langmestu leyti eftir orkumagni heysins, en votheysát eftir þurrheysmagni. Stöðugt er unnið að nákvæmari og víð- tækari rannsóknum á fóðurþörf hinna ýmsu flokka nautgripa. Ekki er þó um stórvægi- legar breytingar að ræða á útreikningi á fóðurþörf mjólkurkúa. Öllu meira atriði í sambandi við fóðrunina er það að fylgjast vel með fóðrunarástandi hvers grips og F R E Y R 347

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.