Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1968, Blaðsíða 23

Freyr - 15.08.1968, Blaðsíða 23
ETTURLOFT frá fliötandi mykju Freyr hefur frá því sagt, að erlendis hafi ekki reynzt með öllu hættulaust að um- gangast þann búnað, sem nú er farið að nota við varðveizlu mykju og þvags sem fljótandi áburðar. Það er einkum við tæm- ingu safnþrónna, sem hættur hafa gert sín vart og þegar hrært hefur verið upp í þrónum hefur það borið við, að lofttegund- ir hafa borizt inn í peningshús og valdið þar eitrun og jafnvel dauðsföllum. Um þessi efni hafa miklar athuganir farið fram í grannlöndum okkar undanfarin ár, einkum í Svíþjóð, þar hefur málið verið heitt umræðuefni stundum, einkum þegar óhöppin hafa skeð. Hættur af eiturlofti eru tengdar við umrædda geymsluaðferð. O- höppin hafa hent þegar farið hefur verið niður í þrær, þegar hrært hefur verið upp í þróm og eitrað loft þá með þrýstingi streymt inn í peningshús og svo hefur það hent, að eitrað loft í tankvagni hefur orðið manni að bana. Jordbrukarnas FöreningsblacL segir frá þeim atburði á þessa leið: Ökumaður draga hafði tankvagn tengdan við traktor sinn. Hann var búinn að aka með tvo vagna og dreifa innihaldi þeirra og kom nú að í þriðja sinn, skolaði tankinn innan með vatni því að hann þurfti að fara í hann og lagfæra eitthvað inni. En hann hefur ekki varað sig á, að í tanknum var nóg af eitruðu lofti til þess, að það varð honum að aldur- tila. Hættulegasta eiturloftið er brennisteins- vetni (H2S). Heilbrigðisreglugerðir ann- arra landa mæla svo fyrir, að í andrúms- lofti, þar sem unnið er 8 stundir á dag, megi aldrei vera meira brennisteinsvetni en 0,001%. Svo hættulegt er þetta vetni, að 1/1000 % er talið meinlegt er til lengdar lætur. Við athuganir og mælingar í tank- vögnum hefur það sýnt sig, að þegar verið er að flytja fljótandi mykju á völl og búið er að tæma tankinn, er ekki óalgengt að þar sé 0,06 — 0,04% brennisteinsvetni í loftinu. Þessvegna er það brýnt fyrir öllum, er vinna við útakstur fljótandi mykju (forar), sem geymd hefur verið í lokuðum þróm, að lífshættulegt er að anda að sér því lofti, sem er í tanknum eftir tæmingu hans, jafnvel löngu eftir að hann hefur verið tæmdur. En hvernig á að haga sér til þess að fyrir- byggja tjón af þessum sökum? Þessi ráð eru brýnd fyrir fólki: 1. Ráðlegt er að nota viftu til þess að knýja út úr tanknum hið banvæna loft. 2. Með því að fylla tankinn með vatni og láta það svo renna út má heit ör- uggt, að eitraða loftið innsogast í vatnið og skolast út með. 3. Þótt ofangreindar rástafanir hafi ver- ið gerðar, farið samt ekki niður 1 mykjutank án þess að annar maður sé viðstaddur og sá sem fer hafi um sig band og sá viðstaddi haldi í enda þess! Umrætt dauðsfall í Svíþjóð henti enda þótt maðurinn skalaði tankinn innan áður en hann fór inn. Brennisteinsvetni sogast ekki upp í skolvatnið nema að litlu leyti. Annað atvik til aðvörunnar Þegar frá því er sagt, að hættur bíði hér við dyr er rétt og sjálfsagt að sagt sé frá með hverjum hætti óhöppin verða þegar þau koma fyrir. „Til þess eru vítin að varazt þau“, segir máltækið. Ekill bað dreng að stöðva dæluna þegar tankurinn var fullur. Drengur klifraði upp og leit niður um opið til þess að sjá hvað fyllingu liði. Við það streymdi svo mikið brennisteinsvetni, eða aðrar eitraðar lofttegundir, fyrir vit hans, að hann féll í ómegin, rann niður af tankn- um á jörðina og var í skyndi fluttur á sjúkrahús, meðvitundarlaus. Þar tókst að F R E Y R 359

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.