Freyr

Árgangur

Freyr - 15.08.1968, Síða 24

Freyr - 15.08.1968, Síða 24
lífga hann en munaði mjóu því að 20 stund- ir liðu áður en hann vaknaði til lífsins. „A hverjum mykjutank ætti að standa: þegar dælt er í tankinn má engin vera nálægt opi hans“, segir í umræddri grein, er greinir frá þessum atvikum. Hættan er ekki eins mikil í og við flutn- ingattækin eins og hún er í sjálfri þrónni og þeirri leið, sem áburðinn fer úr fjósi í lagarþró. Niður í þá ganga og þrær, er til þessa heyra, skyldi aldrei farið án þess að prófa fyrst með logandi Ijósi hvort það slokknar þar niðri. Slokkni ljósið er líf manns í hættu sé farið niður. Hliðstæðir atburðir hafa einnig skeð í öðrum löndum þegar menn hafa farið niður í brunna eða djúpar votheyshlöður. Búfé í hættu Ekki er því að leyna, að við allar athafn- ir og flest eða öll störf eru einhverjar eða nokkrar hættur bundnar og enginn er sá umbúnaður til, sem engin hætta er við tengd. Byggingar yfir fljótandi áburð við peningshús eru þar engin undantekning. Reynslan hefur kennt mönnum, að umbún- aður þarf að vera með vissu sniði til þess að minnka hættuna svo, er mest getur orðið og athafnir við hagræðingu og brottflutn- ing áburðarins þurfa að mótast og markast með tilliti til öryggis jafnframt og hagræð- ing til verknaðar er viðhöfð. Svíar hafa fyrir þrem árum skipað nefnd, er rannsaka skal og athuga ná kvæmlega hvað gerist og hvað ekki ger- ist í sambandi við geymslu og hreyfingu fljótandi mykju. Ýmsar hagræðingaaðferð- ir hafa verið prófaðar á hennar vegum og einkum hefur verið lagt kapp á athuganir viðvíkjandi 'loftræstingu og lofthreyfing- ar, bæði við kyrrstöðu áburðarins og til- færzlu hans. Við þær athuganir hefur m. a. verið staðfest, að brennisteinsvetni mælist ekki á meðan áburðurinn er kyrrstæður í haughúsi. Um skeið var svo ráð fyrir gert, að nota mætti fráskilið þvag til þess að dæla inn í djúpflóra og halda þar fljótandi því, sem í þeim stendur svo að brottsig magnsins færi greiðar áleiðis að geymslustöðvum. Brennisteinsvetni (H,S) í mis- munandi hæð yfir fjósgólfi eftir því hvort hrottrás Iafts er í þaki (punktaiínan) eða rétt ofan vi5 f jósgólf (óhrotna línan). F R E Y R 1

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.