Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.08.1968, Qupperneq 27

Freyr - 15.08.1968, Qupperneq 27
Rafmagnsnotkun Skattamálasérfræðingur bændasamtak- anna sænsku ræðir við og við um skatta- málin í Jorbrukarnas Föreningsblað. í októ- ber var grein eftir hann um viðhald fast- eigna og skilgreint hvaða endurbætur reiknuðust til viðhalds og hvernig skipta skyldi vissum umbótum á viðhald og eign- arauka. Kom hann þar m.a. inn á upphitun- arskilyrði og kostnað við upphitun. Þess gat hann m. a. að stundum væri ódýrara að setja í hús raflögn en að endumýja mið- stöðvarkerfi, enda gæti komið til greina að upphitun með rafafli yrði ódýrari en önnur orka, einkum þar sem sveitafólk hefði ekki völ á eldsneyti úr eigin skógi. í sambandi við þessa ábendingu gerði hann grein fyrir orkuþörf til þess að starfrækja algeng heim- ilistæki, en hvað upphitun húsa snerti væri ómögulegt að gera nokkra áætlun, þar réði húsaskipun, gæði húsanna og kröfur fólks- ins til stofuhita svo miklu. Hinsvegar gerði hann grein fyrir meðal- tals orkuþörf vissra heimilistækja eins og reynslan hefur sýnt að meðaltali og gengið út frá fjögurra manna fjölskyldu sem orku- neytanda. Tölur þær um ársnotkunina eru sem hér segir: Orka til ljósa, útvarps, ryksugu, strokjárns 200 kWh + og þvottavélar: 50 kWh á hvert herbergi. Eldavél (3-4 plötur án grills) 1200 kWh Kæliskápur (meðalstór innsogsgerð) 750 — — (Þjöppunargerð) 300 — Þvottavél (með suðubúnaði) 300 — Frystikista (300 1) 700 — — (500 1) 1100 — Hvernig mundu hliðstæðar tölur líta út hér á landi? TILKVNNING frá landbúnaðarráðuneytinu Þar sem komið hefur upp sjúkdómur í búpeningi í Eyjafirði af völdum salmonella- sýkla vill ráðuneytið vekja athygli innflytjenda og tollyfirvalda á ákvœðum laga nr. 32 20. apríl 1968, um eftirlit með framleiðslu og verzlun með fóðurvörur, og ákvœðum auglýsingar nr. 16 1. febrúar 1967, um innflutning á blönduðu kjarn- fóðri frá Evrópulöndum, en þar segir svo í 1. og 2. gr.: 1. gr. Þeir, sem flytja inn til landsins blandað kjarnfóður frá Evrópulöndum, skulu sjá til þess, að hverri sendingu eða hverjum farmi af blönduðu kjarnfóðri fylgi heil- brigðisvottorð frá viðurkenndum heilbrigðisyfirvöldum í því landi, sem varan er keypt frá, þar sem skýrt kœmi fram, að í mjölinu eða fóðrinu findust ekki sal- monellasýklar, miltisbrunasýklar eða aðrir sýklar, er gœtu valdið sjúkdómum í búpeningi. 2. gr. Óheimilt er að flytja til landsins blandað kjarnfóður frá Evrópulöndum eða skipa því á land hér, nema fyrir liggi þau vottorð, sem um getur í 1. gr. Landbúnaðarráðuneytið, 1. júlí 1968. F R E Y R 363

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.