Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1968, Qupperneq 36

Freyr - 01.11.1968, Qupperneq 36
garðávextir verði ákveðnir 1000 kg. Enn- fremur gera þeir tillögur um uppstillingu á gjaldahlið verðlagsgrundvallarins. Þá gera fulltrúar framleiðenda kröfur til, að verði samsetningu búsins breytt skuli breyta gjaldaliðum verðlagsgrundvallarins til sam- ræmis við það og tilgreina þeir flutnings- kostnað sérstakleg. Ennfremur gera þeir þá kröfu, að við ákvörðun gjaldahliðar verði reiknað með hækkunum, sem leiðir af inn- flutningsgjaldi skv. bráðabirgðalögum nr. 68 frá 3. sept. s. 1. Báðir aðilar gera tillögu um uppstillingu á gjaldahlið verðlagsgrundvallar eins og áður greinir miðað við ,,400 ærgilda bú“. Tilfærður er hér hver einstakur gjaldaliður eftir tillögu hvors aðila í fjárhæð króna, en sundurliðunum sleppt. Tillaga Tillaga fulltr. fulltr. neytenda framleiðenda kr. 50.537,00 61.320,00 — 46.754,00 62.046,00 — 15.579,00 16.000,00 — 4.413,00 4.413,00 — 45.214,00 55.100,00 — 17.604,00 19.320,00 — 36.043,00 80.652,00 — 11.241,00 20.000,00 — 264.505,00 311.357,00 kr. 491.890,00 630.208,00 Aðilar höfðu lagt fram í Sex-manna- nefnd tillögur um gjaldahlið verðlags- grundvallarins eins og þær, sem að ofan greinir að því frátöldu, að í tillögum neyt- enda er launaliðurinn tilfærður kr. 283.900,00 og flutningskostnaður kr. 19.320,00. Fulltrúar framleiðenda taka fram, að launaliður í tillögu þeirra kr. 311.357,00 sé settur fram án tillits til fríðinda launa- fólks, en í fyrra hafði verið upplýst, að þau væru um eða yfir 4%. Eigi var ágreiningur milli aðila um verð- lag á kjarnfóðri eða áburði. Meðal þeirra gagna, sem nefndin hefur aflað eða hafa verið lögð fram í málinu eru eftirfarandi: 1. Verðlagsgrundvöllur landbúnaðarvara frá 1. 9. 1967—1. 9. 1968. 2. Framreikning Hagstofu íslands á verð- lagsgrundvellinum miðað við ágúst- mánuð s. 1. 3. Niðurstöður úrtakskönnunar Hagstofu íslands eftir sérúrtaki 89 búa úr aðal- úrtaki landbúnaðarframtalanna 1968. 4. Úrvinnsla Búreikningaskrifstofu land- búnaðarins fyrir Sex-manna-nefnd úr 61 búreikningi fyrir árið 1967 ásamt útreikningum á notkun kjarnfóðurs og áburðar á ærgildi s. 1. 5 ár. 5. Skýrslur Kristjáns Karlssonar og Ósk- ars Guðmundssonar um vinnuathugan- ir fyrir Sex-manna-nefnd 1966, 1967 og 1968. 6. Skýrslur Hagstofu íslands um innflutn- ing og sölu á fóðurbæti og áburði. 7. Skýrslur og úrtakskannanir Efnahags- stofnunarinnar um tekjur iðnaðar- manna, sjómanna og verkamanna. 8. Skýrslu Hagstofu íslands um nettótekj- ur af búrekstri skv. verðlagsgrundvelli verðlagsáranna 1964/1965—1967/1968 og meðal nettótekjur búa í sérúrtaki hvert tekjuár 1965—1967 skv. landbún- aðarframtölum til skatts. Við ákvörðun verðlagsgrundvallar skipt- ir höfuðmáli, að fyrir hendi séu sem örugg- astar upplýsingar um það, hvort þær tekjur, sem framleiðendum voru ætlaðar við fyrri verðákvarðanir hafi náðst eða ekki. Áður- greindar skýrslur Hagstofu íslands um nettótekjur framleiðenda af búrekstri sam- kvæmt verðlagsgrundvelli og nettótekjur búa eftir landbúnaðarframtölum til skatts leiða í ljós, að bilið milli nettótekna skv. verðlagsgrundvelli og samkvæmt úrtakinu hefir vaxið á síðustu árum framleiðendum í óhag. Verðlagsgrundvellir, sem gilt hafa á undanförnum árum, hafa lítið breyzt í megin-atriðum, þótt á sama tíma hafi átt sér stað verulegar breytingar í búrekstrin- um. Þannig hefir t. d. bústærðin samkvæmt 1. Kjarnfóður 2. Áburður 3. Viðhald og fyrn. húsa 4. Viðhald girðinga 5. Kostn. við vélar 6. Flutningskostnaður 7. Vextir 8. Annar kostnaður 9. Laun o. fl. 458 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.