Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.11.1968, Qupperneq 35

Freyr - 01.11.1968, Qupperneq 35
Greinargerð yfirneffndar sbr. 6. gr. laga nr. 101/1966 um ákvörðun verðlagsgrundv. landbúnaðarvara. Á fundi í Sexmannanefnd þann 4. sept. s. 1. var ákveðið að undangenginni sáttatilraun Sáttasemjara ríkisins að skjóta til yfir- nefndar skv. 6. gr. laga nr. 101/1966 ágrein- ingi í nefndinni um ákvörðun verðlags- grundvallar fyrir landbúnaðarvörur fyrir framleiðsluárin 1968/1969 og 1969/1970. Skotið var til yfirnefndar að úrskurða: 1. Alla gjaldaliði verðlagsgrundvallar. 2. Bústærð og afurðamagn. 3. Verð á ull og gærum. í yfirnefndina tilnefndu fulltrúar fram- leiðenda Inga Tryggvason, bónda Kárhóli, en fulltrúar neytenda notuðu ekki rétt sinn til tilnefningar og skipaði því félagsmála- ráðherra, skv. 6. gr. laga nr. 101/1966, mann í nefndina, sem er Jón Þorsteinsson, al- þingism. Oddamaður er Guðmundur Skaftason, lögfræðingur og löggiltur endur- skoðandi tilnefndur af Hæstarétti, en í Sexmannanefnd hafði ekki orðið samkomu- lag um val oddamanns. Umboðsmenn aðila hjá yfirnefndinni eru þeir Gunnar Guðbjartsson vegna framleið- enda og Ottó Schopka vegna neytenda. Á fundi yfirnefndar þann 16. sept. s.l. lögðu umboðsmenn aðila fram tillögur sín- ar til verðlagsgrundvallar ásamt greinar- gerðum og gögnum, sem þeir óskuðu eftir að koma að í málinu. Af hálfu neytenda var lögð fram sú aðal- tillaga, að yfirnefndin ákvarði verðlags- grundvöll landbúnaðarafurða í samræmi við það samkomulag, sem fulltrúar fram- leiðenda og neytenda gerðu með sér í sept- ember 1966 og notað var sem grundvöllur við verðlagningu framleiðsluárið 1966/1967. Við útreikning á verðlagi yrði stuðst við framreikningsreglur frá 4. 7. 1960. Enn- fremur að áætlað verð á ull og gærum yrði í samræmi við væntanlegt útflutningsverð og allar búgreinar látnar taka sömu hlut- fallslegu hækkun. Til vara lögðu þeir fram þá tillögu, að verðlagsgrundvöllurinn yrði ákveðinn á grundvelli “400 ærgilda bús“ þar sem ein- göngu væri tekið tillit til kostnaðar og tekna vegna nautgripa og sauðfjár. Lögðu þeir fram tillögu um uppstillingu á verð- lagsgrundvelli byggða á slíku búi. í þessari tillögu fulltrúa neytenda er gert ráð fyrir bústærð, sem samanstendur af 10 kúm, 3,5 geldneytum og kálfum og 180 fjár. Afurðamagnið er tilfært 29.500 lítrar mjólk- ur, 501 kg. nautgripakjöt, 2754 kg. kinda- kjöt, 551 kg. gærur, 325 kg. ull og 180 slátur. Fulltrúar framleiðenda leggja til, að í verðlagsgrundvellinum verði miðað við „400 ærgilda“ bústærð og sleppt verði öll- um aukabúgreinum öðrum en garðrækt til heimilisnota og ennfremur, a sleppt verði öllum vinnutekjum utan heimilis. Þeir leggja til að nautgripaafurðir verði ákveðn- ar þannig: Mjólk 26.550 ltr., nautkjöt 420 kg. og húðir á 430 kr. Sauðfjárafurðir verði ákveðnar 3060 kg. kjöt, 612 kg. gærur, 340 kg. ull og 200 slátur. Þá leggja þeir til að F R E Y R 457

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.