Freyr - 01.11.1968, Qupperneq 9
Danir eru lengst komnir af Norðurlanda-
þjóðunum í 'þessum efnum. Þar hefur tala
þurrkstöðva aukizt úr 19 árið 1961 í 39 ár-
ið 1966. Fjöldi þurrkara hefur þó aukizt enn
meira og meðalafköst þeirra tvöfaldast eða
aukizt úr 2,2 — 6,6 smálestir vatns á klst.
Afkastageta þurrkara er mæld með því að
kanna hve mikið vatn þeir geta eimað úr
hráefninu á klukkustund. Minnstu verk-
smiðjurnar afkasta um 2000 1 (eða 2 smá-
lestum), en þær stærstu 20000 eða 20 smá-
lestum vatns á klst. Flestar eru verksmiðj-
urnar í Danmörku reknar af samvinnufé-
lögum þeirra bænda, sem framleiða hrá-
efnið. Mjög mikið af framleiðslunni hefur
að þessu verið úr lúsernum en nú er meira
og meira notað rýgresi. í verksmiðjum, sem
reistar hafa verið eftir 1960 hefur verið
framleitt æ meir af vögglum, en minna af
mjöli. Með vögglagerðinni eykst rúmþyngd-
in, sem fyrr segir, mjög mikið sparast því
í flutningi og geymslu af þeim sökum, auk
þess sem hægt er að geyma og flytja köggla
lausa. í Svíþjóð ríkir einnig mikill áhugi
fyrir því að taka upp hraðþurrkun og reyna
hana sem geymsluaðferð á gróffóðri, m. a.
til þess að geta komið við sjálfvirkri fóðrun
t. d. nautgripa. Búnaðarsamband eitt í Sví-
þjóð hóf tilraunabúskap með þessu sniði
árið 1965. Þar var notuð vögglapressa, sem
breytt var þannig, að hægt var að láta hana
pressa köggla úr stubbuðu grasi og var
þetta síðan notað sem eina gróffóðrið handa
kúnum á búinu. Á fyrsta ári fékkst svo góð
reynsla, að fleiri fóru af stað og nokkrar
nýjar stöðvar tóku til starfa sumarið 1966.
Framleiðslukostnaðurinn við hraðþurrk-
un reyndist ekki meiri fram yfir eldri að-
ferðir en svo, að það þótti vinnast upp
með vinnusparnaði við fóðrun og minna
efnatapi.
í Noregi ríkir einnig mikill áhugi á þess-
um málum, og hafa farið fram miklar um-
ræður um það, að bændur, sem hafa kúa-
búskap, myndi samvinnufélög um verk-
smiðjur, sem breyti grasi af túnum þeirra
í köggla er verði síðan fluttir heim til þeirra
F R E Y R
aftur. Bútæknideildin við Landbúnaðarhá-
skólann hefur gert margháttaðar rannsókn-
ir og kostnaðaráætlanir fyrir slíkar stöðvar
í Noregi. Þær verða síðar hér í greininni
bornar saman við reynslu Dana og þá litlu
reynslu, sem við höfum aflað okkur hér á
landi.
Hérlend framleiðsla.
Klemenz Kr. Kristjánsson, tilraunastjóri á
Sámsstöðum, hóf fyrstur grasmjölsgerð hér
á landi í tilraunaskyni árið 1948. Það var
olíukynntur þurrkari innbyggður í hey-
vagn og mylla, sem malað gat hraðþurrkað
gras. Næstu 12 árin var framleitt heymjöl
á Sámsstöðum, mest um 30 tonn á ári.
Haustið 1959 hóf Samband íslenzkra sam-
vinnufélaga undirbúning að stofnun gras-
mjölsverksmiðju hjá Hvolsvelli og nefndi
búið Stórólfsvöll. Þar var fyrst komið upp
einum færibandsþurrkara, sem hefur ca. 1
smálestar þurrkgetu á klst. Síðar var bætt
við sívalningsþurrkara af „Heil“ gerð, sams
konar og mest tíðkast nú erlendis. Þurrk-
unargeta hans er sögð 2,25 smálestir vatns
á klst.
Um svipað leyti og hafizt var handa á
Stórólfsvelli, var ákveðið af hálfu ríkisins
að koma upp fóðurframleiðslu í Gunnars-
holti á Rangárvöllum og hlaut sú stofnun
nafnið „Fóður og fræframleiðslan Gunn-
arsholti“. Sumarið 1960 var á vegum henn-
ar hafin kornrækt í allstórum stíl og kom-
ið upp húsum og tækjum til þess að nýta
kornið. Grasmjöls- og vögglaframleiðsla
hófst þar fyrst 1964.
Kornræktin í Gunnarsholti hefur verið
rekin samhliða grasmjöls- og vögglagerð-
inni, stundum hefur korn, sem sáð var og
ætlað til þroskunar, verið tekið sem græn-
fóður í hraðþurrkun, þegar séð þótti, að það
mundi ekki ná þroska í hinum köldu sumr-
um, sem að undanförnu hafa komið.
í Gunnarsholti er einn sívalningsþurrkari
af sömu gerð og nýrri þurrkarinn á Stór-
ólfsvelli. í beinu framhaldi af honum er
431
l