Freyr - 01.11.1968, Qupperneq 6
Heimafengna fóðrið hlýtur alltaf að vera
þungamiðja þess forða, sem sérhver bóndi
þarf að nota vetrarlangt. Með kynbótum
búfjár er að því unnið að efla afurðahœfni
þess, en aldrei verður hún nýtt til fulls
nema nægilegt fóður sé til, sem skepnurnar
breyta í mjólk eða kjöt. Afurðasælir gripir
þurfa talsvert til viðbótar heyfóðrinu en
heyið er og verður alltaf grundvallarfóðrið,
hvort sem það er þurrt í hlöðu og stakk eða
vott í votheysturni.
En hve mikið skal ætla hverri skepnu
vetrarlangt og hve mikið hey er í hverri
hlöðu og hverjum stakk, þar er bœndanna
og forðagæzlumannanna að meta og vega.
Ýmsir forðagæzlumenn hafa að undan-
förnu beðið um nánari skýringar á forða-
mati en þeir hafa fengið til þessa. Um það
má segja, að gildi fóðursins er breytilegt frá
bœ til bæjar og líka á sama bænum. Það fer
eftir því hvenær grasið var slegið, hve
sprottið var við slátt og hvernig verkun
varð við inntöku og í hlöðu.
Meginmagn heysins er nú taða. Síðan
áburðarnotkun varð svo mikil sem raun er
á og verkunaraðferðir hafa batnað gerum
við ráð fyrir, að í hverja fóðureiningu
(F.E.) þurfi að meðaltali 2 kg töðu.
Nú er það svo, að í stabba í hlöðu eða
tóft er mismikið hey í hverjum m3. Við
vigtun á nokkrum stöðum hefur það sýnt
sig, að þetta er breytilegt, frá 90 kg og allt
upp í 120 kg, en það segir okkur, að magn
fóðureininga sé þá frá 45 til 60 í rúmmetr-
anum. Getur jafnvel farið bæði niður fyrir
og upp fyrir þessi mörk. Svo sem allir munu
vita er fóðureiningin samnefnari fyrir gildi
fóðurs eins og krónan er verðmælir.
Þegar forðagæzlumaður hefur mælt hey-
birgðir bónda á haustnóttum og fengið rúm-
metrafjöldann reiknaðan, kemur næst til
kasta hans og bóndans í sameiningu að meta
allt til fóðureininga. Hjá sumum er sumt af
heyinu laust í hlöðu, gróf og máske hrakin
síðslœgja. Má vera að þar séu aðeins 40—45
fóðureiningar í rúmmetra. Annarsstaðar
getur heyið verið fíngert, vel verkað og
mjög fast í stabba. Þar getur magn fóður-
eininga jafnvel komist yfir 60 í rúmmetra.
Þegar búið er að meta forðann til fóður-
eininga er næst að athuga hve langt hann
hrekkur þeim bústofni, sem bóndinn hyggst
fóðra vetrarlangt. Að undanförnu höfum
við ætlazt til, að fyrir hverja kú sé lagt
1.800 fóðureiningar af heyi. Þetta er auð-
vitað ekki nóg þegar kýrnar standa inni um
eða yfir 40 vikur. Hver kýr þarf til viðhalds
og fóðurmyndunar allt að 4 F.E. á dag og
sé um að ræða 280 daga innistöðu gerir það
yf ir 1100 fóðureiningar. Eftir eru þá tæpar
700 til mjólkurfarmleiðslu eða sem svarar
til þess að búa til rúmlega 1700 kg af 4%
feitri mjólk. Snemmbœrum hrekkur því
ekki umrætt fóðurmagn, en þar sem bænd-
ur hafa vorbærur fyrst og fremst má vera
að 1600—1700 fóðureiningar af heyi sé nægi-
legt handa kúnni. Þetta verða forðagæzlu-
menn að taka með í reikninginn þegar á
vetur er sett.
Ennþá meiri sveiflur eru um að ræða að
því er snertir sauðféð. Eftirlitið hefur gert
ráð fyrir, að meðalþörf heys sé um 110 F.E.
á kind. Frávikin eru víða mikil frá þessu
magni, að minnsta kosti í eðlilegu árferði.
Það er víst, að í heilum sveitum er meðal-
notkun fóðurs stundum 130—150 F.E. á
kind, einkum þar sem margt er tvílembt,
annarsstaðar er notkunin 50—70 F.E. á kind
og jafnvel enn minni, en oftast er þá ein-
hverju ábóta vant í fóðrun og meðferð þeg-
ar svo lítið er notað af heyi. Á beztu út-
beitarjörðum, í meðalári eða betra, getur
þó verið hagkvæmt að nota kraftfóður með
beitinni og spara heyið.
Svo eru það hrossin. Þau eru enn sári
bletturinn á búfjárbúskapnum ,og þar sem
margt er hrossa er alltaf mikið í hættu
þegar fóður er af skornum skammti. Hvert
fullorðið hross þarf um eða yfir 3 fóður-
einingar á dag til viðhalds. Margföldum
dagafjöldanna, sem áætlað skal að hross
séu á fóðrum, með þessari tölu og sjáum
hvað kemur út. Eftirlitið hefur árlega gefið
sín fyrirmœli um áætlun heyforða handa
428
F R E Y R