Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1975, Side 5

Freyr - 01.08.1975, Side 5
FREYR BÚNAÐARBLAÐ 71. árgangur Nr. 15—16 1975 Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Útgáfustjórn: E I N AR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON ÓLI VALUR HANSSON Ritstjóri: JÓNAS JÓNSSON Heimilisfang: BÆNDAHÖLLIN, REYKJAVÍK PÓSTHÓLF 7080, REYKJAVÍK Askriftarverð kr. 700 árgangurinn Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bœndahöllinni, Reykjavik — Sími 19200 Rikisprentsmiðjan Gutenberg Reykjavík — Sími 38740 E F N I : I þessu blaði Búfé og fóður Úr spjalli Arna G. Kornþyngd og grómagn Verndun votlendis essu blaði eru greinar eftir Klemenz Kr Kristjánsson fyrrverandi tilraunastjóra á Sámsstöðum, Gísla Kristjánsson fyrrver- andi ritstjóra og Helga Hallgrímsson náttúrufræðing, auk þess þáttur eftir Árna G. Pétursson ráðunaut. Klemenz sendi sína grein til blaðsins á áttræðisaf- mælisdegi sínum 14. maí sl. Greinin flytur niðurstöður af fimm ára rannsóknum, sem Klemenz hefur gert á ný- býli sínu Kornvöllum við Hvolsvöll. Á Kornvöllum hefur Klemenz búið og gert sínar eigin tilraunir síðan 1968 að hann hætti tilraunastjórn á Sáms- stöðum. Fáir vinna slíka ólaunaða „eftir vinnu“ að loknum svo löngum degi, sem Klemenz átti. Hann hóf störf við gras- og kornræktartilraunir í Gróðrarstöðinn í Reykjavík 1923. Árið 1927 fluttist starfsemin að Sámsstöðum í Fijótshlíð þar sem hann reisti tilraunastöðina, og veitti henni síðan forstöðu í 41 ár. Alls hefur Klemenz stundað kornræktar- tilraunir í fulla hálfa öld — geri aðrir betur. Auk kornræktartilraunanna gerði hann margvíslegar aðrar jarðræktartilraunir, og verða spor hans seint máð í sögu íslenskrar jarðræktar. Gísli Kristjánsson veitir forstöðu forðagæslu Búnaðar- félags íslands. Grein hans um „búfé og fóður“ árin 1972 —74, er athyglisverð. Auk þess, sem gefið er yfirlit yfir tvo megin þætti búskaparins, fóðuröflunina og búfjár- haldið — er rækilega á það minnt, hve mikilvægt það er fyrir afkomu búanna að afla sem mest og best heima- fengins fóðurs, og hve mikilvægt það er fyrir öryggi af- komunnar að litið sé eftir því að forðinn sé örugglega nægur, og þar með á það hve mikilvægt starf forða- gæslumannanna er. Gísli minnir einnig sérstaklega á hve mikiu það getur valdið hvernig verkun fóðursins tekst. Það verða sjálfsagt seint fundnar þær fóðurverkunar aðferðir, sem gera menn alls óháða veðurfarinu, eg eru jafnframt nægilega ódýrar. En margt hefur verið reynt og margt er hægt að gera til að auka öryggið og koma í veg fyrir þá gífurlegu eyðileggingu á verðmætum, sem á sér stað þegar óþurrkar herja og menn hafa um það tvennt að velja, að láta grasið spretta úr sér eða heyin hrekjast. Hér skulu ekki kennd nein ráð en aðeins spurt hvort ekki væri ástæða til að viðhafa skipulegri vinnu- F R E Y R 301

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.