Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1975, Page 13

Freyr - 01.08.1975, Page 13
KLEMENS KR. KRISTJÁNSSON, fyrrverandi tilraunastjóri: Kornþyngd og grómagn í 6 hafraafbrigSum, 4 byggafbrigSum 6-raSa, og 4 byggafbrigSum 2-raSa frá sandjörS og leirmóajörS árin 1968 til 1972, eSa í 5 sumur. Yfirlit. Ræktun og rannsóknir á byggi og höfr- um (í 5 sumur, 1968 til 1972) í sandjörð og leirmóajörð, hafa leitt eftirfarandi í ljós. (Miðað er við jafnlangan vaxtar- og þroskunartíma á báðum stöðum): Sex hafraafbrigði hafa gefið 40% meiri þúsund- kornaþunga af sandjörð en móa og 70% meira grómagn. 4 byggafbrigði 6-raða hafa sýnt 24% meiri kornþunga af sandi en móa og 95% meira grómagn. 4 byggafbrigði 2- raða hafa sýnt 40% meiri kornþunga af sandi en móa og grómagnið orðið 90% meira. Ef tekið er meðaltal allra 14 korn- afbrigðanna, byggs og hafra, í 5 ár, verður kornþunginn 34% meiri frá sandjörð en móajörð og grómagnið 87% meira. Stað- festu þessar 5 ára rannsóknir fyrri reynslu, sem fékkst á árunum 1940—1966, er hneig í sömu átt, þ. e. að bæði bygg-og hafraaf- brigði ná meiri mjölva í hvert korn þrosk- að á sendnum jarðvegi en mýra- og leir- móajörð, ef sáðtími og allur þroskunartími er jafn á báðum stöðum. Bestu afbrigðin í þessum tilraunum voru Nipphafrar sænsk- ir, Dönnes- og Flöjabygg. Af tvíraða byggi: norskt afbrigði, sem merkt er 0,04, og Mari- bygg frá Svíþjóð. Mestur munur er á korn- gæðum í óhagstæðum sumrum, þá getur kornið náð allgóðum þroska á sandjörð, þegar leirjörðin leiðir til lélegs þroska, eins og töflurnar bera vott um. Af þessum 5 sumrum voru 3 sumur slæm til kornþrosk- unar, 1969, 1970 og 1972, en 1968 og 1971 reyndust fyllilega meðalsumur, og verður þá munurinn á sandjörð og leirmóajörð minni, þ. e. vel þroskað korn á báðum jarð- vegstegundum. Inngangur. Það er nú í 52 ár búið að sá byggi, tví- og sex-raða, og fjölda af hafraafbrigðum til þroskunar, og hefur þroskun, grómagn og Klemens Kr. Kristjánsson. F R E Y R 309

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.