Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1975, Side 15

Freyr - 01.08.1975, Side 15
á þennan hátt, er líkja má við hesjuþurrk- un, var lokiS, var hvert afbrigði hand- þreskt og kornið þurrkað betur við venju- legan stofuhita. Að því loknu var kornið hreinsað og flokkað í stærðarflokka nr. 1 og 2, eins og gert er í venjulegri sjálf- hreinsandi þreskivél. Nr. 1 flokkurinn, sem venjulega var % af kornmagni hvers af- brigðis, var svo tekinn til rannsókna á þúsund-kornaþyngd og grómagni. Talin voru 3X50 korn fyrir hvert afbrigði og ræktunarstað, þau vigtuð á analytiska vog, og út frá þeim tölum er þúsund-kornavigt- in fengin. Sömu korn voru síðan sett til spírunar í moldblandinn sand með ca. 2 cm þakningu og við stofuhita. Talið var svo eftir 8—10 daga frá sáningu, og gerir það grómagn kornsins. Við þessar tilraunir var notaður tilbúinn áburður, um 150 kg klórkalí, 200 kg þrífosfat og 200—300 kg Kjarni, miðað við ha. Stærri skammturinn af Kjarna var á sandinum, og er það eftir margra ára reynslu, að sandjörðin þarf % meira N en leirmóajörð. Áburðinum var dreift samtímis sáningu, en það hefur reynst best við ræktun korns til fullþrosk- unar. Árangur framanritaðrar rannsóknar er að finna í eftirfarandi töflum. Grómagn og þúsund-kornaþungi. í töflum I, II og III er sýndur þúsund- kornaþungi í grömmum og grómagn í pró- sentum fyrir allar þær 14 korntegundir, er í töflunum greinir, og eru þessir eiginleikar kornsins frá tveim jarðvegstegundum, gæði kornsins mikil eða lítil eftir því, hvort kornið hefur mjölríkt og þungt korn með háu grómagni eða. það gagnstæða. Greint er frá hverri tegund, sem þroskaðst hefur á sandjörð og móajarðvegi. Efri línan fyrir hvert afbrigði er frá sandjörð en neðri línan frá leirmóajörð Kornvalla. Er svo eins og töflurnar sýna: kornþyngd og gró- magn leirmóa dregið frá sandjörð, og fæst þá sá munur á jarðvegstegundum, sem í nær öllum tilfellum er ávinningur fyrir sandjörðina. Síðast í hverri töflu er sýnt meðaltal komþyngdar og grómagn yfir þau ár, sem hver tegund hefur verið í ræktun, og þar einnig sýndur munur á sandjörð og móajörð, hvað þessa eiginleika snertir. Ef skoðaðar eru allar töflurnar, kemur í ljós, að bæði komþyngd og grómagn lækkar í köldum sumrum en hækkar aftur í góðum árum (sjá 1968 og 1971), og gildir þetta fyrir öll afbrigðin 14 að tölu. Sandjörðin hefur í öllum árum gefið góða og ágæta kornþyngd en þó mesta í góðum summm, og líkt er farið með gró- magnið. Fyrsta ár Nipphafranna varð korn- þyngdin heldur meiri á dótturkorni en er- lenda útsæðinu, sem notað var vorið 1968, en svo lækkar þetta, svo að á þessum 5 árum verður hafrakornið af þessu afbrigði heldur léttara en útsæðið erlenda, sem notað var fyrsta árið, þ. e. 1968. Mætti því ætla, að nauðsynlegt væri að nota erlent útsæði annað hvort eða þriðja hvert ár, til þess að afbrigðið héldi fullum kornþunga, og ef þroskun er slæm vegna lítils hita, er það full nauðsyn til þess að halda korn- stofninum við. Þetta hefur þó reynst svo með norska Dönnesbyggið, að það hefur ekki úrkynjast eftir 52 sumra ræktun hér á landi. Að vísu hefur kornþjmgd þessa 6-raða afbrigðis farið niður í ca. 20 g þús- und-kornin í slæmum sumrum, en svo náð 35—38 g kornþyngd árið eftir í góðu ári. Helsti galli þess er, að það þolir illa haust- storma, og vill þá kornið hrynja úr öxum og þar með rýrnar uppskeran. Aftur á móti eru mörg afbrigði af tvíraðabyggi og höfr- um, sem þola haustveðrin og halda korninu í öxunum, ef uppskera dregst ekki mikið lengur en til 12.—15. september. Hafraafbrigðin. í töflu I er sýndur kornþungi og grómagn á 4 afbrigðum hafra í 5 sumur og 2 afbrigða seinvaxinna grænfóðurhafra í 2 og 1 sum- ar, ná þau, sem vænta má, heldur lélegum kornþroska en þó betri þroska á sandjörð en leirmóa. Sama gildir um hin 4 afbrigðin, að kornþroskinn er bestur á sandjörð, eink- F R E Y R 311

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.