Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1975, Page 26

Freyr - 01.08.1975, Page 26
22. Ástjörn við Hafnarfjörð. 23. Urriðakotsvatn í Garðahr., Gullbringusýslu. 24. Fjörur og strendur á utanverðu Seltjarnarnesi. 25. Eyjar í Kollafirði. 26. Leiruvogur við Kollafjörð. 27. Varmá í Mosfellssveit, Kjósarsýslu. 28. Brynjudalsvogur við Hvalfjörð. C-flokkur. Loks er svo C-flokkur með um 70 staði og svæði, sem ekki verða talin hér. Kennir þar margra grasa. M. a. eru þar allmörg stöðuvötn og tjarnir, ýmis smærri og stærri mýrasvæði, sem enn hafa ekki verið nægilega könnuð, fjörusvæði o. fl. Búast má við, að sum þeirra verði síðar flutt í A- eða B-flokk. Eins og sjá má af þessum upptalningum þá skipa flæðimýrarnar einna fremstan sess í votlendisskránni. Kemur þar hvort tveggja til, að þeim hefur verið minna raskað en öðrum mýragerðum, og auk þess eru þær lífríkastar allra mýra. Næst koma svo ýmiss konar sjóflæður, fjörur og grunnsævi, sem eru taldar mikilvægar fyrir fuglalíf landsins. Votlendissvæði á hálendinu hafa yfirleitt ekki verið tekin með í skrána, nema þar sem sérstaklega er vitað um áhættu, svo sem í Þjórsárverum. Þykir réttara að stefna að allsherjarverndun fjalla- og hálendismýra heldur en að velja úr einstök svæði (sbr. ályktun hér á eftir). Tekið skal fram, að votlendisskráin hefur ekkert lagalegt gildi heldur ber að skoða hana sem uppástungur. Hins vegar er þess vænst, að eigendur eða umráðendur viðkomandi landssvæða telji sér skylt að halda verndarhendi yfir þeim eftir fremstu getu. Jafnframt mun verða leitast við að tryggja verndun sumra þessara svæða með friðlýsingu, sem í flestum tilfellum yrði fólgin í viðhaldi votlendisins og landslags á svæðinu en mundi á engan hátt hindra þar hefðbundnar nytjar. Hefur 322 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.